Það væri hræðileg hugmynd að festa krónuna við evru Lars Christensen skrifar 5. apríl 2017 09:00 Í viðtali við Financial Times um helgina gaf Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í skyn að það gæti verið góð hugmynd að festa krónuna við evru. Það er ekkert leyndarmál að ég er ekki aðdáandi fastgengis og ég tel sannarlega að það væri misráðið að festa gengi íslensku krónunnar við evruna. Árið 2015 talaði ég á ráðstefnu í Reykjavík um stjórnun peningamála á Íslandi eftir afnám gjaldeyrishafta. Í ræðu minni lagði ég fram nokkra kosti fyrir Ísland og ég hef einnig, í nokkrum greinum í þessu blaði, rætt um hugsanlega valkosti aðra en núverandi stjórnun.Eðlislægur óstöðugleiki Hver eru svo réttu viðmiðin til að velja fyrirkomulag peningamálanna? Í fyrsta lagi tel ég að stjórnun peningamála ætti að vera „hlutlaus“ að því leyti að hún ætti ekki að skekkja nýtingu gæða í hagkerfinu. Í öðru lagi ætti stjórnun peningamála að vera þannig að fjárfestar, neytendur og stjórnvöld skilji hana, auk þess að vera fyrirsjáanleg og gegnsæ. Í þriðja lagi ætti hún að byggjast á reglum frekar en að hún sé valkvæð þannig að hún sé laus við afskipti hagsmunahópa og stjórnmálamanna. Fastgengisstefna getur uppfyllt annað og þriðja viðmiðið – alveg eins og núverandi fyrirkomulag gæti gert. Það er hins vegar mjög ólíklegt að fastgengi – sérstaklega ef krónan er fest við evruna – myndi skapa meiri almennan stöðugleika en núverandi fyrirkomulag. Aðalástæðan fyrir óstöðugleikanum í íslensku efnahagslífi er samspil þriggja þátta. Í fyrsta lagi verður íslenska hagkerfið eðli málsins samkvæmt fyrir mörgum hnykkjum – breytingum á fiskverði, orku- og álverði, og breytingum á fjölda ferðamanna. Í öðru lagi veldur húsnæðislánakerfið sjálft óstöðugleika þar sem afborganir eru tengdar verðbólgu. Í þriðja lagi er það sjálf stjórnun peningamálanna. Það er lítið hægt að gera við „náttúrulegu hnykkjunum“. Fiskverð er óstöðugt, þannig er það bara. Og það sama á við um orku- og álverð. En við gætum gert eitthvað út af húsnæðislánakerfinu og hér hef ég lengi haldið því fram að það ætti að breyta því þannig að afborganir lána væru tengdar hækkun nafnlauna í stað verðbólgu.Ekki festa við evru Varðandi stjórn peningamála þá held ég að margir Íslendingar rugli oft saman áhrifum „náttúrulegra hnykkja“ og hnykkja vegna gengisbreytinga. Það góða við fljótandi gengi er að gengið dempar hnykkina í hagkerfinu og dregur þannig úr áhrifum þeirra á hagkerfið. Ef Ísland hefði verið með fastgengi 2008 hefði uppsveiflan verið stærri en kreppan hefði orðið mun dýpri. Ísland hefði endað eins og Grikkland ef gengið hefði ekki verið sveigjanlegt. Og að lokum: Gagnstætt því sem Benedikt Jóhannesson heldur fram þá er það þannig að ef festa ætti gengi krónunnar ætti ekki að festa hana við evru heldur við gjaldmiðil – eða myntkörfu – sem verður gjarnan fyrir sömu útflutningshnykkjum og Ísland. Bestu kostirnir hérna væru aðrir „auðlindagjaldmiðlar“ eins og kanadíski dollarinn, norska krónan eða nýsjálenski dollarinn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun
Í viðtali við Financial Times um helgina gaf Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í skyn að það gæti verið góð hugmynd að festa krónuna við evru. Það er ekkert leyndarmál að ég er ekki aðdáandi fastgengis og ég tel sannarlega að það væri misráðið að festa gengi íslensku krónunnar við evruna. Árið 2015 talaði ég á ráðstefnu í Reykjavík um stjórnun peningamála á Íslandi eftir afnám gjaldeyrishafta. Í ræðu minni lagði ég fram nokkra kosti fyrir Ísland og ég hef einnig, í nokkrum greinum í þessu blaði, rætt um hugsanlega valkosti aðra en núverandi stjórnun.Eðlislægur óstöðugleiki Hver eru svo réttu viðmiðin til að velja fyrirkomulag peningamálanna? Í fyrsta lagi tel ég að stjórnun peningamála ætti að vera „hlutlaus“ að því leyti að hún ætti ekki að skekkja nýtingu gæða í hagkerfinu. Í öðru lagi ætti stjórnun peningamála að vera þannig að fjárfestar, neytendur og stjórnvöld skilji hana, auk þess að vera fyrirsjáanleg og gegnsæ. Í þriðja lagi ætti hún að byggjast á reglum frekar en að hún sé valkvæð þannig að hún sé laus við afskipti hagsmunahópa og stjórnmálamanna. Fastgengisstefna getur uppfyllt annað og þriðja viðmiðið – alveg eins og núverandi fyrirkomulag gæti gert. Það er hins vegar mjög ólíklegt að fastgengi – sérstaklega ef krónan er fest við evruna – myndi skapa meiri almennan stöðugleika en núverandi fyrirkomulag. Aðalástæðan fyrir óstöðugleikanum í íslensku efnahagslífi er samspil þriggja þátta. Í fyrsta lagi verður íslenska hagkerfið eðli málsins samkvæmt fyrir mörgum hnykkjum – breytingum á fiskverði, orku- og álverði, og breytingum á fjölda ferðamanna. Í öðru lagi veldur húsnæðislánakerfið sjálft óstöðugleika þar sem afborganir eru tengdar verðbólgu. Í þriðja lagi er það sjálf stjórnun peningamálanna. Það er lítið hægt að gera við „náttúrulegu hnykkjunum“. Fiskverð er óstöðugt, þannig er það bara. Og það sama á við um orku- og álverð. En við gætum gert eitthvað út af húsnæðislánakerfinu og hér hef ég lengi haldið því fram að það ætti að breyta því þannig að afborganir lána væru tengdar hækkun nafnlauna í stað verðbólgu.Ekki festa við evru Varðandi stjórn peningamála þá held ég að margir Íslendingar rugli oft saman áhrifum „náttúrulegra hnykkja“ og hnykkja vegna gengisbreytinga. Það góða við fljótandi gengi er að gengið dempar hnykkina í hagkerfinu og dregur þannig úr áhrifum þeirra á hagkerfið. Ef Ísland hefði verið með fastgengi 2008 hefði uppsveiflan verið stærri en kreppan hefði orðið mun dýpri. Ísland hefði endað eins og Grikkland ef gengið hefði ekki verið sveigjanlegt. Og að lokum: Gagnstætt því sem Benedikt Jóhannesson heldur fram þá er það þannig að ef festa ætti gengi krónunnar ætti ekki að festa hana við evru heldur við gjaldmiðil – eða myntkörfu – sem verður gjarnan fyrir sömu útflutningshnykkjum og Ísland. Bestu kostirnir hérna væru aðrir „auðlindagjaldmiðlar“ eins og kanadíski dollarinn, norska krónan eða nýsjálenski dollarinn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun