Post Malone með tónleika í Hörpu í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2017 10:04 Malone á leiðinni til landsins. Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar Post Malone er á leiðinni til landsins og mun hann koma fram í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí, ásamt tveimur íslenskum upphitunarböndum sem tilkynntar verða síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Post Malone er sjóðandi heitt nafn þessa dagana en hann hefur slegið rækilega í gegn með lögum á borð við Congratulations og White Iverson auk þess sem hann hitaði víða upp fyrir vin sinn Justin Bieber á ferðalagi hans um heiminn á síðasta ári. Lagið White Iverson er sannkallaður risasmellur; náði 1. sæti á Rhythm Radio listanum, er þreföld-platínum smáskífa, hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og er með rúmlega 280 milljón áhorf á YouTube og Vevo. Hans fyrsta plata í fullri lengd, Stoney, leit svo dagsins ljós 9. desember 2016. Í dag er hann nýkominn af Justin Bieber heimstúrnum og ferðast nú um allan heim með helling af glænýju efni.- Aðeins 1.200 miðar eru í boði og er miðaverð er 9.990 kr. Miðasala hefst fimmtudaginn 12. apríl kl. 10 á Harpa.is/malone. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, miðvikudaginn 11. apríl kl. 10. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst. Ath; takmarkað magn miða í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar Post Malone er á leiðinni til landsins og mun hann koma fram í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí, ásamt tveimur íslenskum upphitunarböndum sem tilkynntar verða síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Post Malone er sjóðandi heitt nafn þessa dagana en hann hefur slegið rækilega í gegn með lögum á borð við Congratulations og White Iverson auk þess sem hann hitaði víða upp fyrir vin sinn Justin Bieber á ferðalagi hans um heiminn á síðasta ári. Lagið White Iverson er sannkallaður risasmellur; náði 1. sæti á Rhythm Radio listanum, er þreföld-platínum smáskífa, hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og er með rúmlega 280 milljón áhorf á YouTube og Vevo. Hans fyrsta plata í fullri lengd, Stoney, leit svo dagsins ljós 9. desember 2016. Í dag er hann nýkominn af Justin Bieber heimstúrnum og ferðast nú um allan heim með helling af glænýju efni.- Aðeins 1.200 miðar eru í boði og er miðaverð er 9.990 kr. Miðasala hefst fimmtudaginn 12. apríl kl. 10 á Harpa.is/malone. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, miðvikudaginn 11. apríl kl. 10. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst. Ath; takmarkað magn miða í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira