Starfsfólk Porsche fær 1,1 milljón í bónus Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2017 09:30 Porsche 911 Turbo S. Það er greinilega jafn gott að aka Porsche og að vinna fyrir Porsche. Um leið og Porsche greindi frá methagnaði sínum fyrir síðasta ár var tilkynnt að hver starfsmaður Porsche muni fá 1,1 milljón króna í bónus fyrir vel unnin störf á síðasta ári. Það verða 21.000 starfsmenn sem njóta þessa. Reyndar er upphæðin í evrum með nokkra skírskotun til frægasta framleiðslubíls Porsche, því hver og einn starfsmaður fær 9.111 evrur í bónusumslaginu. Vel má þar finna líkindi með Porsche 911 bílnum fræga. Á síðustu tveimur árum hefur Porsche verið svo til jafn rausnarlegt við starfsmenn sína og greitt þeim 8.911 og 8.600 evrur í bónus. Það er því stigvaxandi lukka að vinna fyrir þýska sportbílaframleiðandann. Það kemur ekki á óvart að þessi bónus Porsche er sá hæsti sem greiddur er innan stóru Volkswagen bílasamstæðunnar, en það gengur jú hvergi betur en hjá Porsche. Velta Porsche jókst um 4% á síðasta ári og nam 2.675 milljörðum króna og hagnaðurinn um 14% og var 468 milljarðar króna. Alls seldi Porsche 237.778 bíla í fyrra. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent
Það er greinilega jafn gott að aka Porsche og að vinna fyrir Porsche. Um leið og Porsche greindi frá methagnaði sínum fyrir síðasta ár var tilkynnt að hver starfsmaður Porsche muni fá 1,1 milljón króna í bónus fyrir vel unnin störf á síðasta ári. Það verða 21.000 starfsmenn sem njóta þessa. Reyndar er upphæðin í evrum með nokkra skírskotun til frægasta framleiðslubíls Porsche, því hver og einn starfsmaður fær 9.111 evrur í bónusumslaginu. Vel má þar finna líkindi með Porsche 911 bílnum fræga. Á síðustu tveimur árum hefur Porsche verið svo til jafn rausnarlegt við starfsmenn sína og greitt þeim 8.911 og 8.600 evrur í bónus. Það er því stigvaxandi lukka að vinna fyrir þýska sportbílaframleiðandann. Það kemur ekki á óvart að þessi bónus Porsche er sá hæsti sem greiddur er innan stóru Volkswagen bílasamstæðunnar, en það gengur jú hvergi betur en hjá Porsche. Velta Porsche jókst um 4% á síðasta ári og nam 2.675 milljörðum króna og hagnaðurinn um 14% og var 468 milljarðar króna. Alls seldi Porsche 237.778 bíla í fyrra.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent