Selur franska ríkið eignarhlut sinn í Renault? Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2017 11:00 Höfuðstöðvar Renault. Haft var eftir fjármálaráðherra Frakklands að ekki sé útilokað að franska ríkið selji hluta eða allt eignarhlad sitt í franska bílaframleiðandanum Renault, en franska ríkið á rétt undir 20% í Renault. Nú séu markaðsaðstæður hagstæðari en oft áður og að franska ríkinu beri að gæta réttar franskra skattgreiðenda. Franska ríkið hefur aukið hlut sinn á undanförnum árum í Renault sem aðgerð til að vernda störf í Frakklandi. Fjármálaráðherran Michel Sapin lét hafa eftir sér að það væri alls ekki meiningin hjá franska ríkinu að eiga stóran hlut í Renault til framtíðar, né heldur væri meiningin að tapa á kaupum í Renault á sínum tíma. Ef rétt verð fæst fyrir bréfin í Renault má búast við að franska ríkið nýti sér það og minnki hlut sinn verulega. Hlutabréf í Renault hafa fallið um 6% það sem af er ári, en ef til vill býður franska ríkið eftir því að verð þeirra hækki á ný og þá myndist tækifæri til sölu. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Haft var eftir fjármálaráðherra Frakklands að ekki sé útilokað að franska ríkið selji hluta eða allt eignarhlad sitt í franska bílaframleiðandanum Renault, en franska ríkið á rétt undir 20% í Renault. Nú séu markaðsaðstæður hagstæðari en oft áður og að franska ríkinu beri að gæta réttar franskra skattgreiðenda. Franska ríkið hefur aukið hlut sinn á undanförnum árum í Renault sem aðgerð til að vernda störf í Frakklandi. Fjármálaráðherran Michel Sapin lét hafa eftir sér að það væri alls ekki meiningin hjá franska ríkinu að eiga stóran hlut í Renault til framtíðar, né heldur væri meiningin að tapa á kaupum í Renault á sínum tíma. Ef rétt verð fæst fyrir bréfin í Renault má búast við að franska ríkið nýti sér það og minnki hlut sinn verulega. Hlutabréf í Renault hafa fallið um 6% það sem af er ári, en ef til vill býður franska ríkið eftir því að verð þeirra hækki á ný og þá myndist tækifæri til sölu.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent