Hrútar verður endurgerð í Suður-Kóreu og Ástralíu Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2017 14:30 Úr kvikmyndinni. Íslenska kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson verður endurgerð í tveimur löndum á næstu árum, eftir að framleiðandi Hrúta, kvikmyndafyrirtækið Netop Films, seldi réttinn til þess til tveggja landa, Suður-Kóreu og Ástralíu. Endurgerð Hrúta í Ástralíu er í höndum framleiðslufyrirtækisins WBMC í samvinnu við Screen Australia. „Í Ástralíu er verkefnið komið frekar langt, búið að endurskrifa handritið og byrjað að máta það við leikstjóra og leikara, en ég má ekkert segja nánar frá því að svo stöddu,“ segir Grímar Jónsson, framleiðandi Hrúta. Yong Film, framleiðslufyrirtæki Syd Lim, framleiðanda Old Boy, hefur tryggt sér réttinn á endurgerð myndarinnar í S-Kóreu og Grímar segir að persónusköpun Hrúta hafi höfðað mjög til Kóreumannanna.Þúsundir frömdu sjálfsmorð „Þau féllu fyrst og fremst fyrir sögu bræðranna. Þýðing fjölskyldunnar, traust og áreiðanleiki eru mjög fyrirferðamikil hugtök í S-Kóreyskri menningu. Saga bræðranna í Hrútum getur gerst hvar sem er, en það er vissulega áhugavert að skoða hluti eins og sauðfjármenningu í þessum löndum. Í Seúl er t.a.m. sheep-cafe, kaffihús þar sem maður getur fengið sér bolla og klappað kindum. Í Ástralíu frömdu þúsundir sauðfjár sjálfsmorð eftir að hafa borðað einhverja baneitraða plöntu sem dreifði sér eftir mikla skógarelda, “ segir Grímar ennfremur. Aðstæður í Suður-Kóreu og Ástralíu eru um margt ólíkar íslenskum aðstæðum. Bræðurnir, sem Siggi Sigurjóns og Theodór Júlíusson leika, geta t.d. ekki lent í snjóstormi í Ástralíu. Þeir bræður munu því lenda í skógareldum. „Já, það verður mjög fyndið að sjá þetta. Við munum semsagt sjá þessa íslensku bændur tala kóresku og berjast við hitabylgjur hinum megin á hnettinum,“ segir Grímar og hlær. Hrútar hafa farið sigurför um heiminn síðan hún vann aðalverðlaun Un Certain Regard flokksins á Cannes kvikmyndahátíðinni 2015. Myndin hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim, unnið yfir 30 alþjóðleg verðlaun og hlaut 11 eddustyttur 2016. Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson verður endurgerð í tveimur löndum á næstu árum, eftir að framleiðandi Hrúta, kvikmyndafyrirtækið Netop Films, seldi réttinn til þess til tveggja landa, Suður-Kóreu og Ástralíu. Endurgerð Hrúta í Ástralíu er í höndum framleiðslufyrirtækisins WBMC í samvinnu við Screen Australia. „Í Ástralíu er verkefnið komið frekar langt, búið að endurskrifa handritið og byrjað að máta það við leikstjóra og leikara, en ég má ekkert segja nánar frá því að svo stöddu,“ segir Grímar Jónsson, framleiðandi Hrúta. Yong Film, framleiðslufyrirtæki Syd Lim, framleiðanda Old Boy, hefur tryggt sér réttinn á endurgerð myndarinnar í S-Kóreu og Grímar segir að persónusköpun Hrúta hafi höfðað mjög til Kóreumannanna.Þúsundir frömdu sjálfsmorð „Þau féllu fyrst og fremst fyrir sögu bræðranna. Þýðing fjölskyldunnar, traust og áreiðanleiki eru mjög fyrirferðamikil hugtök í S-Kóreyskri menningu. Saga bræðranna í Hrútum getur gerst hvar sem er, en það er vissulega áhugavert að skoða hluti eins og sauðfjármenningu í þessum löndum. Í Seúl er t.a.m. sheep-cafe, kaffihús þar sem maður getur fengið sér bolla og klappað kindum. Í Ástralíu frömdu þúsundir sauðfjár sjálfsmorð eftir að hafa borðað einhverja baneitraða plöntu sem dreifði sér eftir mikla skógarelda, “ segir Grímar ennfremur. Aðstæður í Suður-Kóreu og Ástralíu eru um margt ólíkar íslenskum aðstæðum. Bræðurnir, sem Siggi Sigurjóns og Theodór Júlíusson leika, geta t.d. ekki lent í snjóstormi í Ástralíu. Þeir bræður munu því lenda í skógareldum. „Já, það verður mjög fyndið að sjá þetta. Við munum semsagt sjá þessa íslensku bændur tala kóresku og berjast við hitabylgjur hinum megin á hnettinum,“ segir Grímar og hlær. Hrútar hafa farið sigurför um heiminn síðan hún vann aðalverðlaun Un Certain Regard flokksins á Cannes kvikmyndahátíðinni 2015. Myndin hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim, unnið yfir 30 alþjóðleg verðlaun og hlaut 11 eddustyttur 2016.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein