Lausnin í umferðarteppu Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 16:09 Fátt er jafn leiðinlegt og að sitja fastur í umferðarteppu og komast hvorki lönd né strönd. Fáum tekst að finna lausn í slíkri stöðu, en þó einn sem hér sést. Þessum Jeep jeppa hefur verið breytt á þann hátt að hann getur ekið yfir aðra bíla þar sem hjól hans færast svo langt til hliðanna og víst er að hæðin er næg eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Þessum bíl var breytt í auglýsingaskyni fyrir tæknifyrirtækið Hum og víst er að það hefur kostað skildinginn. Svona búnaður er dýr og þungur er hann líka því jeppinn vegur 3,86 tonn. Svo tryggja megi að bíllinn skemmi ekki aðra bíla þegar yfir þá er ekið eru myndavélar sem ökumaður getur rýnt í á skjá inní bílnum á leið sinni yfir aðra bíla. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Fátt er jafn leiðinlegt og að sitja fastur í umferðarteppu og komast hvorki lönd né strönd. Fáum tekst að finna lausn í slíkri stöðu, en þó einn sem hér sést. Þessum Jeep jeppa hefur verið breytt á þann hátt að hann getur ekið yfir aðra bíla þar sem hjól hans færast svo langt til hliðanna og víst er að hæðin er næg eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Þessum bíl var breytt í auglýsingaskyni fyrir tæknifyrirtækið Hum og víst er að það hefur kostað skildinginn. Svona búnaður er dýr og þungur er hann líka því jeppinn vegur 3,86 tonn. Svo tryggja megi að bíllinn skemmi ekki aðra bíla þegar yfir þá er ekið eru myndavélar sem ökumaður getur rýnt í á skjá inní bílnum á leið sinni yfir aðra bíla.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent