Bíó og sjónvarp

Leikstjóri Fast 8: Atriðið á Mývatni eitt besta hasaratriði allra tíma

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá upptökum á Fast 8 á Mývatni í fyrra.
Frá upptökum á Fast 8 á Mývatni í fyrra.
Leikarar og leikstjóri myndarinnar The Fate of the Furious, sem er betur þekkt sem Fast 8 enda um 8. Fast & the Furious-myndina að ræða, eru byrjuð að kynna myndina um heiminn.

Voru leikararnir Charlize Theron, Jason Statham og leikstjórinn F. Gary Gray í Beijing á dögunum þar sem hittu þau aðdáendur myndarinnar og ræddu við þá um gerð myndarinnar.

Eins og einhverjir ættu að muna eftir var hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi á síðasta ári og það meðal annars á Mývatni. Fyrir norðan þeyttust skriðdrekar og herbílar eftir ísilögðu vatninu og ef marka má orð leikstjórans sjálfs um atriðið verður það eitthvað fyrir augað.

„Að vera á yfir 240 kílómetra hraða á ísnum er mjög erfitt. Ég er því þakklátur tæknibrellustjóranum okkar og öllum hinum sem fóru þarna og settu saman það sem ég tel að sé eitt besta hasaratriði allra tíma,“ sagði Gray við aðdáendurna í Kína.

Hér að neðan má sjá myndband frá upptökunum á Mývatni í fyrra.  


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×