Hyundai i30 hlaut hönnunarverðlaun iF 30. mars 2017 09:00 Ný kynslóð Hyundai i30 er strax farin að sanka að sér verðlaunum. Hyundai hlaut á dögunum hin alþjóðlegu hönnunarverðlaun International Design Formum Design (iF) fyrir hönnun nýrrar kynslóðar fólksbílsins i30 sem er að koma á markað í Evrópu um þessar mundir. Bíllinn verður frumsýndur hér á landi næsta laugardag, 1. apríl, hjá Hyundai í Garðabæ. Þetta er fjórða árið í röð sem Hyundai hlýtur verðlaun fyrir hönnun nýju Evrópulínunnar. Verðlaunin, sem afhent voru í mars, voru veitt fyrir sannfærandi og sígilda hönnun i30 sem er að mati dómnefndar er bæði tímalaus og einkennandi fyrir nýja og stefnumarkandi línu Hyundai á Evrópumarkaði. Peter Schreyer, framkvæmdastjóri og yfirhönnuður hjá Hyundai Motor Group, segir að ný kynslóð i30 hafi á sér sportlega ásýnd sem kalli fram traustvekjandi nærveru, hvort sem litið sé til mjúkra lína í ytra útlit eða vandaðs frágangs í farþegarýminu. Eins og aðrir fólksbílar Hyundai á Evrópumarkaði var i30 þróaður og hannaður í hönnunarsetri fyrirtækisins í Þýskalandi og er bíllinn framleiddur í bílaverksmiðju fyrirtækisins í Tékklandi. Í meira en 60 ár hafa hönnunarverðlaun iF International Forum Design verið veitt fyrir framúrskarandi hönnun í fjölmörgum greinum og flokkum í 59 löndum og eru farartæki (bílar og hjól) aðeins einn þessara flokka. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Hyundai hlaut á dögunum hin alþjóðlegu hönnunarverðlaun International Design Formum Design (iF) fyrir hönnun nýrrar kynslóðar fólksbílsins i30 sem er að koma á markað í Evrópu um þessar mundir. Bíllinn verður frumsýndur hér á landi næsta laugardag, 1. apríl, hjá Hyundai í Garðabæ. Þetta er fjórða árið í röð sem Hyundai hlýtur verðlaun fyrir hönnun nýju Evrópulínunnar. Verðlaunin, sem afhent voru í mars, voru veitt fyrir sannfærandi og sígilda hönnun i30 sem er að mati dómnefndar er bæði tímalaus og einkennandi fyrir nýja og stefnumarkandi línu Hyundai á Evrópumarkaði. Peter Schreyer, framkvæmdastjóri og yfirhönnuður hjá Hyundai Motor Group, segir að ný kynslóð i30 hafi á sér sportlega ásýnd sem kalli fram traustvekjandi nærveru, hvort sem litið sé til mjúkra lína í ytra útlit eða vandaðs frágangs í farþegarýminu. Eins og aðrir fólksbílar Hyundai á Evrópumarkaði var i30 þróaður og hannaður í hönnunarsetri fyrirtækisins í Þýskalandi og er bíllinn framleiddur í bílaverksmiðju fyrirtækisins í Tékklandi. Í meira en 60 ár hafa hönnunarverðlaun iF International Forum Design verið veitt fyrir framúrskarandi hönnun í fjölmörgum greinum og flokkum í 59 löndum og eru farartæki (bílar og hjól) aðeins einn þessara flokka.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent