Heljarstökk á risatorfærubíl Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2017 15:53 Ökumaðurinn Lee O´Donnell kom áhorfendum mikið á óvart með því að fara fyrst afturábak heljarstökk á risatorfærubíl sínum á Monster Jam Finals í Las Vegas nú um helgina, en hann fylgdi því eftir með því að fara áfram heljarstökk á bíl sínum við mikinn fögnuð áhorfenda. Ekki er vitað til þess að neinn annar ökumaður hafi farið heljarstökk áfram á slíkum bíl, eða bara hverskonar bíl. Flestir áhorfendur héldu að þetta hefði Lee O´Donnell gert óvart, sn svo var ekki. Hann sagði að þetta stökk væri einmitt útreiknað og eitthvað sem hann og liðsfélagar hans hafa æft. Það krefst þess að bíllinn prjóni og þegar hann kemur að næstu brekkuhindrun gefur hann bílnum hressilega inn og fær þannig afturenda bílsins til að skjótast upp og snúa bílnum í heilhring og lendingin var einkar vel heppnuð. Hann ofmetnast aðeins við þetta og reynir að fara annað heljarstökk afturbak og lendir þá á þakinu og fer ansi illa með bílinn. Það er ekki fyrr en eftir rúmar 2 mínútur sem leikar fara verulega að æsast, en þess virði að horfa á takta hans alla. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Ökumaðurinn Lee O´Donnell kom áhorfendum mikið á óvart með því að fara fyrst afturábak heljarstökk á risatorfærubíl sínum á Monster Jam Finals í Las Vegas nú um helgina, en hann fylgdi því eftir með því að fara áfram heljarstökk á bíl sínum við mikinn fögnuð áhorfenda. Ekki er vitað til þess að neinn annar ökumaður hafi farið heljarstökk áfram á slíkum bíl, eða bara hverskonar bíl. Flestir áhorfendur héldu að þetta hefði Lee O´Donnell gert óvart, sn svo var ekki. Hann sagði að þetta stökk væri einmitt útreiknað og eitthvað sem hann og liðsfélagar hans hafa æft. Það krefst þess að bíllinn prjóni og þegar hann kemur að næstu brekkuhindrun gefur hann bílnum hressilega inn og fær þannig afturenda bílsins til að skjótast upp og snúa bílnum í heilhring og lendingin var einkar vel heppnuð. Hann ofmetnast aðeins við þetta og reynir að fara annað heljarstökk afturbak og lendir þá á þakinu og fer ansi illa með bílinn. Það er ekki fyrr en eftir rúmar 2 mínútur sem leikar fara verulega að æsast, en þess virði að horfa á takta hans alla.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent