Fyrir fortíðina Magnús Guðmundsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Það er óhætt að segja að Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, standi í ströngu þessa dagana. Það að umhverfis- og auðlindamálin séu á sömu könnunni er reyndar lýsandi fyrir það hvernig er komið fyrir umhverfismálum í tíð núverandi og reyndar einnig síðustu ríkisstjórnar. Í þessu er nefnilega fólginn sá hugsunarháttur að einn og sami ráðherra geti sinnt umhverfismálum og hagað þeim eftir þörfum auðlindamála hvers tíma fyrir sig. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Arsenmengun í grennd við verksmiðju United Silicon í Helguvík á sér tæpast aðrar skýringar en að mengunina megi rekja til umræddrar verksmiðju. Verksmiðju sem Reykjanesbær sótti fast að fá þarna á bæjarhlaðið á sínum tíma enda atvinnuástandið þá skelfilegt og stemningin fyrir því sem þá var kallað „eitthvað annað“ en í dag kallast m.a. ferðaþjónusta var einfaldlega ekki fyrir hendi. Björt Ólafsdóttir erfði því þennan ósóma sem nú virðist menga Reykjanesbæ langt umfram það sem ásættanlegt getur talist. En mengunin frá verksmiðjunni í Helguvík er langt frá því að vera eini óvætturinn sem Björt fékk í arf frá fyrri stjórnvöldum. Þarna er líka kísilverið á Bakka sem mun brenna 66 þúsund tonnum af kolum á ári og samkvæmt umsögn Skipulagsstofnunnar frá árinu 2013 er augljóst að mengunarefni muni hafa neikvæð áhrif á loftgæði í nágrenni verksmiðjunnar. Styrkur efnanna á þó að vera undir viðmiðum en það hljómar eflaust kunnuglega fyrir fólkið í Reykjanesbæ. Björt erfði líka tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar þar sem gerð er tillaga um að færa m.a. Skrokköldu úr biðflokki yfir í orkunýtingarflokk, með tilheyrandi raski á hálendi Íslands og eyðileggingu á mögulegum miðhálendisþjóðgarði. Tillöguna lagði Björt fram óbreytta frá hendi verkefnastjórnar í tíð Sigrúnar Magnúsdóttur á ráðherrastóli. Í kosningabaráttunni talaði Björt Ólafsdóttir reyndar fjálglega um mikilvægi þess að vernda miðhálendið og fyrir skömmu lýst hún því því yfir í tengslum við mengunina í Helguvík að ekki verði meira um ívilnanir fyrir mengandi stóriðju á Íslandi. Í þessu samhengi er gott að hafa í huga að Íslendingar, heimili og fyrirtæki, nýta um 20% af þeirri raforku sem við framleiðum. Hin 80% eru nýtt af erlendum mismengandi stóriðjufyrirtækjum sem skila 1% af þjóðartekjum og 1% af störfum. Sjálf hefur Björt lýst því yfir að hún sjái þingsályktunartillöguna sem í senn öfluga orkunýtingaráætlun og metnaðarfulla verndaráætlun. En þá hljótum við að spyrja: Orkunýtingu handa hverjum? Hver á að nota þessa orku ef það á loksins að hætta að bæta við mengandi stóriðju á Íslandi? Eða eru það kannski einvörðungu ívilnanirnar sem núverandi ríkisstjórn er tilbúin að láta af í þágu mengandi stóriðju? Eru þessir mengunarvaldar velkomnir til Íslands eftir sem áður og það á kostnað miðhálendisins svo lengi sem þeir eru tilbúnir til þess að borga fyrir sig? Þessum spurningum og fleirum þurfa bæði Björt Ólafsdóttir og þingflokkur Bjartrar framtíðar að svara kjósendum sínum. Og þá ekki síst þeirri spurningu hvort þau séu að störfum fyrir kjósendur sína eða ríkisstjórnir og hugmyndir liðinna daga, fyrir fortíðina.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór
Það er óhætt að segja að Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, standi í ströngu þessa dagana. Það að umhverfis- og auðlindamálin séu á sömu könnunni er reyndar lýsandi fyrir það hvernig er komið fyrir umhverfismálum í tíð núverandi og reyndar einnig síðustu ríkisstjórnar. Í þessu er nefnilega fólginn sá hugsunarháttur að einn og sami ráðherra geti sinnt umhverfismálum og hagað þeim eftir þörfum auðlindamála hvers tíma fyrir sig. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Arsenmengun í grennd við verksmiðju United Silicon í Helguvík á sér tæpast aðrar skýringar en að mengunina megi rekja til umræddrar verksmiðju. Verksmiðju sem Reykjanesbær sótti fast að fá þarna á bæjarhlaðið á sínum tíma enda atvinnuástandið þá skelfilegt og stemningin fyrir því sem þá var kallað „eitthvað annað“ en í dag kallast m.a. ferðaþjónusta var einfaldlega ekki fyrir hendi. Björt Ólafsdóttir erfði því þennan ósóma sem nú virðist menga Reykjanesbæ langt umfram það sem ásættanlegt getur talist. En mengunin frá verksmiðjunni í Helguvík er langt frá því að vera eini óvætturinn sem Björt fékk í arf frá fyrri stjórnvöldum. Þarna er líka kísilverið á Bakka sem mun brenna 66 þúsund tonnum af kolum á ári og samkvæmt umsögn Skipulagsstofnunnar frá árinu 2013 er augljóst að mengunarefni muni hafa neikvæð áhrif á loftgæði í nágrenni verksmiðjunnar. Styrkur efnanna á þó að vera undir viðmiðum en það hljómar eflaust kunnuglega fyrir fólkið í Reykjanesbæ. Björt erfði líka tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar þar sem gerð er tillaga um að færa m.a. Skrokköldu úr biðflokki yfir í orkunýtingarflokk, með tilheyrandi raski á hálendi Íslands og eyðileggingu á mögulegum miðhálendisþjóðgarði. Tillöguna lagði Björt fram óbreytta frá hendi verkefnastjórnar í tíð Sigrúnar Magnúsdóttur á ráðherrastóli. Í kosningabaráttunni talaði Björt Ólafsdóttir reyndar fjálglega um mikilvægi þess að vernda miðhálendið og fyrir skömmu lýst hún því því yfir í tengslum við mengunina í Helguvík að ekki verði meira um ívilnanir fyrir mengandi stóriðju á Íslandi. Í þessu samhengi er gott að hafa í huga að Íslendingar, heimili og fyrirtæki, nýta um 20% af þeirri raforku sem við framleiðum. Hin 80% eru nýtt af erlendum mismengandi stóriðjufyrirtækjum sem skila 1% af þjóðartekjum og 1% af störfum. Sjálf hefur Björt lýst því yfir að hún sjái þingsályktunartillöguna sem í senn öfluga orkunýtingaráætlun og metnaðarfulla verndaráætlun. En þá hljótum við að spyrja: Orkunýtingu handa hverjum? Hver á að nota þessa orku ef það á loksins að hætta að bæta við mengandi stóriðju á Íslandi? Eða eru það kannski einvörðungu ívilnanirnar sem núverandi ríkisstjórn er tilbúin að láta af í þágu mengandi stóriðju? Eru þessir mengunarvaldar velkomnir til Íslands eftir sem áður og það á kostnað miðhálendisins svo lengi sem þeir eru tilbúnir til þess að borga fyrir sig? Þessum spurningum og fleirum þurfa bæði Björt Ólafsdóttir og þingflokkur Bjartrar framtíðar að svara kjósendum sínum. Og þá ekki síst þeirri spurningu hvort þau séu að störfum fyrir kjósendur sína eða ríkisstjórnir og hugmyndir liðinna daga, fyrir fortíðina.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun