Lexus fjölgar jepplingunum Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2017 09:56 Lexus UX tilraunabíllinn á bílasýningunni í París. Úrval jeppa og jepplinga hefur aukist mjög á undanförnum árum og ekkert lát er á nýjum gerðum þeirra. Lexus er nú þegar með ágætt úrval í formi RX og NX bílanna, en ætlar þó að bæta í flóruna. Þar verður á ferðinni örlítið minni bíll en NX-sportjeppinn og verður hann byggður á UX tilraunabílnum sem Lexus sýndi á bílasýningunni í París í fyrra. Með þessum bíl freistar Lexus þess að draga yngri kaupendur að Lexus bílum. UX tilraunabíllinn þótti fersklega teiknaður og hæfilega djarfur til að höfða til yngri kaupenda svo vonandi breytir Lexus honum ekki mikið frá tilraunaútgáfunni. UX bíllinn var mjög framúrstefnulegur að innan og með mjög óvenjuleg sæti sem að samanstanda af gúmmíböndum vöfðum utan um einfalda burðargrind. Þar sem NX bíll Lexus er að hluta til með sömu íhluti og Toyota RAV4 bíllinn má búast við að nýr UX jepplingur deili íhlutum með nýja Toyota C-HR jepplingnum. Hann gæti líka deilt íhlutum með nýjum Prius og það yki líkurnar á því að hann yrði einnig í boði sem Hybrid bíll, eða tengiltvinnbíll. Búist er við því að Lexus muni brátt sýna endanlega framleiðsluútgáfu UX og sé að flýta sér að koma bílnum á markað vegna mikillar eftirspurnar sem er eftir smærri jepplingum um allan heim.Harla óvenjuleg sæti. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent
Úrval jeppa og jepplinga hefur aukist mjög á undanförnum árum og ekkert lát er á nýjum gerðum þeirra. Lexus er nú þegar með ágætt úrval í formi RX og NX bílanna, en ætlar þó að bæta í flóruna. Þar verður á ferðinni örlítið minni bíll en NX-sportjeppinn og verður hann byggður á UX tilraunabílnum sem Lexus sýndi á bílasýningunni í París í fyrra. Með þessum bíl freistar Lexus þess að draga yngri kaupendur að Lexus bílum. UX tilraunabíllinn þótti fersklega teiknaður og hæfilega djarfur til að höfða til yngri kaupenda svo vonandi breytir Lexus honum ekki mikið frá tilraunaútgáfunni. UX bíllinn var mjög framúrstefnulegur að innan og með mjög óvenjuleg sæti sem að samanstanda af gúmmíböndum vöfðum utan um einfalda burðargrind. Þar sem NX bíll Lexus er að hluta til með sömu íhluti og Toyota RAV4 bíllinn má búast við að nýr UX jepplingur deili íhlutum með nýja Toyota C-HR jepplingnum. Hann gæti líka deilt íhlutum með nýjum Prius og það yki líkurnar á því að hann yrði einnig í boði sem Hybrid bíll, eða tengiltvinnbíll. Búist er við því að Lexus muni brátt sýna endanlega framleiðsluútgáfu UX og sé að flýta sér að koma bílnum á markað vegna mikillar eftirspurnar sem er eftir smærri jepplingum um allan heim.Harla óvenjuleg sæti.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent