Magna og Ford smíða saman koltrefjayfirbyggingu Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2017 12:32 Ford Mondeo bíll sem að stórum hluta er smíðaður úr koltrefjum. Kanadíski hluti Magna og Ford hafa smíðað yfirbyggingu á Ford Mondeo bíl sem minnkar vigt hans um 34% og kemur til með að minnka eyðsluna umtalsvert. Með því að skipta út 45 pörtum bílsins sem áður voru smíðaðir úr stáli með koltrefjum hefur íhlutunum verið fækkað um 87% og eru koltrefjahlutarnir límdir saman en ekki soðnir. Miklar prófanir hafa nú þegar farið fram á þessari nýju yfirbyggingu þar sem nýjustu tölvutækni er beitt. Þessi þróun Magna og Ford er drifin áfram af sífellt harðari kröfum um eyðslu bíla og mikið er unnið með því að létta bíla. Forvitnilegt verður að sjá hvort brátt sjáist bílar frá Ford sem byggja á þessum tilraunum, en víst er að margir bílaframleiðendur horfa til aukinnar notkunar á koltrefjum, sem og áli, til að létta bíla sína. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent
Kanadíski hluti Magna og Ford hafa smíðað yfirbyggingu á Ford Mondeo bíl sem minnkar vigt hans um 34% og kemur til með að minnka eyðsluna umtalsvert. Með því að skipta út 45 pörtum bílsins sem áður voru smíðaðir úr stáli með koltrefjum hefur íhlutunum verið fækkað um 87% og eru koltrefjahlutarnir límdir saman en ekki soðnir. Miklar prófanir hafa nú þegar farið fram á þessari nýju yfirbyggingu þar sem nýjustu tölvutækni er beitt. Þessi þróun Magna og Ford er drifin áfram af sífellt harðari kröfum um eyðslu bíla og mikið er unnið með því að létta bíla. Forvitnilegt verður að sjá hvort brátt sjáist bílar frá Ford sem byggja á þessum tilraunum, en víst er að margir bílaframleiðendur horfa til aukinnar notkunar á koltrefjum, sem og áli, til að létta bíla sína.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent