Lög um brókun nr. 4/2018 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. mars 2017 07:00 Það er langt síðan opinber smánun og líkamlegar refsingar voru lagðar niður hér á landi og er það vel að stærstum hluta. Þó eru til undantekningar frá því. Á ýmsum sviðum samfélagsins hefur ríkisvaldinu mistekist að viðhalda reglu. Frávikin eru ekki slík að þau falli inn í réttarkerfi dagsins í dag en þau mætti leysa auðveldlega með vinalegri brókun. Hér á landi hefur löngum verið vöntun á lagaramma utan um hvenær á og hvenær má bróka einstakling. Tökum dæmi. Hópur fólks tekur víkingaklappið ekki í tengslum við kappleik í íþróttum. Væru þessi mál í röð og reglu ætti fólki í nágrenninu að renna blóðið til skyldunnar, stöðva þessa fáránlegu hegðun, ganga að hópnum og bróka hvern og einn fyrir þátttöku hans í athæfinu. Í slíku tilfelli ætti það að vera samfélagsleg skylda að bróka náungann. Í öðrum atvikum gætirðu haft val um það. Tökum dæmi. Verðirðu vitni að því að einhver teppir umferð á vinstri akrein ættir þú að mega taka niður númerið, fletta upp eigandanum og mæta heim til hans og bróka hann. Aðrir hlutir sem ættu að réttlæta brókun eru til að mynda að smjatta, segja „víst að“ í stað „fyrst að“, að tala hátt í bíó eða á tónleikum, að senda storysnöpp, að flokka ekki rusl, að hlusta á U2, að geyma símann í beltishulstri og að vera með kveikt á takkahljóðinu í símanum. Og auðvitað að skeyta ekki um að bróka einhvern fyrir brókunarvert athæfi. Það hljóta allir að sjá að hér er þjóðþrifamál á ferðinni. Tökum höndum saman, grípum í nærbuxnastreng samborgarans þegar það á við og kippum. Gerum Ísland stórkostlegt á ný.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er langt síðan opinber smánun og líkamlegar refsingar voru lagðar niður hér á landi og er það vel að stærstum hluta. Þó eru til undantekningar frá því. Á ýmsum sviðum samfélagsins hefur ríkisvaldinu mistekist að viðhalda reglu. Frávikin eru ekki slík að þau falli inn í réttarkerfi dagsins í dag en þau mætti leysa auðveldlega með vinalegri brókun. Hér á landi hefur löngum verið vöntun á lagaramma utan um hvenær á og hvenær má bróka einstakling. Tökum dæmi. Hópur fólks tekur víkingaklappið ekki í tengslum við kappleik í íþróttum. Væru þessi mál í röð og reglu ætti fólki í nágrenninu að renna blóðið til skyldunnar, stöðva þessa fáránlegu hegðun, ganga að hópnum og bróka hvern og einn fyrir þátttöku hans í athæfinu. Í slíku tilfelli ætti það að vera samfélagsleg skylda að bróka náungann. Í öðrum atvikum gætirðu haft val um það. Tökum dæmi. Verðirðu vitni að því að einhver teppir umferð á vinstri akrein ættir þú að mega taka niður númerið, fletta upp eigandanum og mæta heim til hans og bróka hann. Aðrir hlutir sem ættu að réttlæta brókun eru til að mynda að smjatta, segja „víst að“ í stað „fyrst að“, að tala hátt í bíó eða á tónleikum, að senda storysnöpp, að flokka ekki rusl, að hlusta á U2, að geyma símann í beltishulstri og að vera með kveikt á takkahljóðinu í símanum. Og auðvitað að skeyta ekki um að bróka einhvern fyrir brókunarvert athæfi. Það hljóta allir að sjá að hér er þjóðþrifamál á ferðinni. Tökum höndum saman, grípum í nærbuxnastreng samborgarans þegar það á við og kippum. Gerum Ísland stórkostlegt á ný.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun