Svindlaði Renault á mengunartölum í 25 ár? Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2017 10:30 Er Renault nú í djúpum skít? Franska dagblaðið Libération hefur greint frá því að frönsk yfirvöld hafi sannanir fyrir því að bílaframleiðandinn Renault hafi falsað útblásturstölur dísilbíla sinna síðastliðin 25 ár. Er þar vitnað í skýrslu frá þeirri frönsku stofnun sem berst gegn svikum í viðskiptum þarlendis. Libération hefur birt hluta skýrslunnar þar sem kemur fram að Renault hafi, líkt og Volkswagen, notað svindlbúnað sem minnkar NOx útblástur í dísilbílum við mælingar, en raunin sé ekki sú sama við hefðbundinn akstur bílanna. Ef fullyrðingar stofnunarinnar eru réttar hefur Renault svindlað á útblásturstölum dísilbíla sinna mun lengur en Volkswagen gerði. Ennfremur er fullyrt að forstjóri Renault, Carlos Ghosn, hafi vitað af svindlbúnaðinum allan tímann. Renault harðneitar þessum ásökunum og þar sem Renault hafi engan aðgang að rannsóknarskýrslum stofnunarinnar hafi fyrirtækið ekkert frekar um málið að segja. Forvitnilegt verður að sjá framhald þessa máls og hvort það verður Renault eins kostnaðarsamt og dísilvélasvindl Volkswagen. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent
Franska dagblaðið Libération hefur greint frá því að frönsk yfirvöld hafi sannanir fyrir því að bílaframleiðandinn Renault hafi falsað útblásturstölur dísilbíla sinna síðastliðin 25 ár. Er þar vitnað í skýrslu frá þeirri frönsku stofnun sem berst gegn svikum í viðskiptum þarlendis. Libération hefur birt hluta skýrslunnar þar sem kemur fram að Renault hafi, líkt og Volkswagen, notað svindlbúnað sem minnkar NOx útblástur í dísilbílum við mælingar, en raunin sé ekki sú sama við hefðbundinn akstur bílanna. Ef fullyrðingar stofnunarinnar eru réttar hefur Renault svindlað á útblásturstölum dísilbíla sinna mun lengur en Volkswagen gerði. Ennfremur er fullyrt að forstjóri Renault, Carlos Ghosn, hafi vitað af svindlbúnaðinum allan tímann. Renault harðneitar þessum ásökunum og þar sem Renault hafi engan aðgang að rannsóknarskýrslum stofnunarinnar hafi fyrirtækið ekkert frekar um málið að segja. Forvitnilegt verður að sjá framhald þessa máls og hvort það verður Renault eins kostnaðarsamt og dísilvélasvindl Volkswagen.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent