Ferðin ævilanga Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2017 07:00 Þetta er mesti snjór sem ég hef séð á allri ævinni minni!“ sagði 9 ára skjólstæðingur minn á frístundaheimilinu síðastliðinn mánudag. Hann var kátur og rjóður í kinnum enda fannfergin enn þá sindrandi hvít og ósnert. Dúnalogn, heiður himinn, rassaþotur og paradís. Einlæg gleði barnanna yfir svo stórkostlegri tilbreytingu í veðráttuna var smitandi. Ég gladdist með þeim. Þangað til kom að því, síðar sama dag, að ég þurfti að taka strætó. Á 40 mínútum, sem venjulega eru fimm, silaðist vagninn beina leið neðan úr Vesturbænum og að stjórnarráðinu. Færðin var skelfileg og tíminn var afstæður. Andvörp þjáningarsystkina minna úr sætunum í kring blönduðust flautukór einkabílsins að utan. Inn í strætóinn kom svolítið sætur strákur. Tólf mínútur frá stjórnarráði og að Hörpu umbreyttust í jafnmörg ár. Ég og sæti strákurinn felldum hugi saman. Fimm ár liðu á Sæbrautinni og við giftum okkur, loksins. Þegar ellefan staðnæmdist við Hlemm var ég orðin þriggja barna móðir, tveir strákar og ein stelpa. Annar strákurinn svolítið listhneigður, hin tvö í raungreinum eins og pabbinn. Við Háteigskirkju fluttu börnin út. Í Lágmúlanum komum við heim úr síðustu ferðinni okkar saman til Tenerife. Einhvers staðar á milli Fellsmúla og Austurvers lagði ég eiginmann minn til hinstu hvílu. Ég steig út úr strætisvagninum við RÚV. Skyndilegur veturinn, með dyggri aðstoð umferðar og óþolinmæði, hafði gert hið hefðbundna 18 mínútna ferðalag að 90 mínútna ferðalagi. Ævi mín var öll. En svo byrjaði tíminn aftur að líða. Og undir leikandi hlátrasköllum ókunnugra barna bölvaði ég snjónum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þetta er mesti snjór sem ég hef séð á allri ævinni minni!“ sagði 9 ára skjólstæðingur minn á frístundaheimilinu síðastliðinn mánudag. Hann var kátur og rjóður í kinnum enda fannfergin enn þá sindrandi hvít og ósnert. Dúnalogn, heiður himinn, rassaþotur og paradís. Einlæg gleði barnanna yfir svo stórkostlegri tilbreytingu í veðráttuna var smitandi. Ég gladdist með þeim. Þangað til kom að því, síðar sama dag, að ég þurfti að taka strætó. Á 40 mínútum, sem venjulega eru fimm, silaðist vagninn beina leið neðan úr Vesturbænum og að stjórnarráðinu. Færðin var skelfileg og tíminn var afstæður. Andvörp þjáningarsystkina minna úr sætunum í kring blönduðust flautukór einkabílsins að utan. Inn í strætóinn kom svolítið sætur strákur. Tólf mínútur frá stjórnarráði og að Hörpu umbreyttust í jafnmörg ár. Ég og sæti strákurinn felldum hugi saman. Fimm ár liðu á Sæbrautinni og við giftum okkur, loksins. Þegar ellefan staðnæmdist við Hlemm var ég orðin þriggja barna móðir, tveir strákar og ein stelpa. Annar strákurinn svolítið listhneigður, hin tvö í raungreinum eins og pabbinn. Við Háteigskirkju fluttu börnin út. Í Lágmúlanum komum við heim úr síðustu ferðinni okkar saman til Tenerife. Einhvers staðar á milli Fellsmúla og Austurvers lagði ég eiginmann minn til hinstu hvílu. Ég steig út úr strætisvagninum við RÚV. Skyndilegur veturinn, með dyggri aðstoð umferðar og óþolinmæði, hafði gert hið hefðbundna 18 mínútna ferðalag að 90 mínútna ferðalagi. Ævi mín var öll. En svo byrjaði tíminn aftur að líða. Og undir leikandi hlátrasköllum ókunnugra barna bölvaði ég snjónum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun