Lítill nýr jepplingur frá Nissan Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2017 16:27 Nissan Kicks er smár jepplingur ætlaður fyrir báðar heimsálfur Ameríku. Sést hefur til Nissan reynsluaka nýjum litlum jepplingi í Bandaríkjunum sem ber nafnið Kicks. Hann er á stærð við Mazda CX-3, Honda HR-V og Toyota CH-R og att gegn þeim í sölu. Þessi bíll er er þó ekki fjarri Nissan Juke í stærð, en minni en Nissan Qashqai. Nissan Juke var aldrei ætlað að keppa á ódýra hluta jepplingamarkaðarins í Bandaríkjunum, en þessum nýja Kicks verður ætlað það. Nissan Kicks verður smíðaður í verksmiðju Nissan í Aguascalientes í Mexíkó, þar sem Versa bíll Nissan er líka smíðaður. Kicks á að koma á Bandaríkjamarkað á fyrstu mánuðum næsta árs. Hann var upphaflega þróaður fyrir S-Ameríkumarkað og meiningin var að smíða hann eingöngu í S-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu. Þar verður hann reyndar einnig smíðaður, en greinilegt er að Nissan vill taka þátt í mikilli eftirspurn eftir smáum jepplingum í Bandaríkjunum um þessar mundir og sér þar stór tækifæri. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent
Sést hefur til Nissan reynsluaka nýjum litlum jepplingi í Bandaríkjunum sem ber nafnið Kicks. Hann er á stærð við Mazda CX-3, Honda HR-V og Toyota CH-R og att gegn þeim í sölu. Þessi bíll er er þó ekki fjarri Nissan Juke í stærð, en minni en Nissan Qashqai. Nissan Juke var aldrei ætlað að keppa á ódýra hluta jepplingamarkaðarins í Bandaríkjunum, en þessum nýja Kicks verður ætlað það. Nissan Kicks verður smíðaður í verksmiðju Nissan í Aguascalientes í Mexíkó, þar sem Versa bíll Nissan er líka smíðaður. Kicks á að koma á Bandaríkjamarkað á fyrstu mánuðum næsta árs. Hann var upphaflega þróaður fyrir S-Ameríkumarkað og meiningin var að smíða hann eingöngu í S-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu. Þar verður hann reyndar einnig smíðaður, en greinilegt er að Nissan vill taka þátt í mikilli eftirspurn eftir smáum jepplingum í Bandaríkjunum um þessar mundir og sér þar stór tækifæri.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent