Stiklan var gefin út í tilefni þess að sýningum á fjórðu þáttaröð Vikings var að ljúka en ekki liggur fyrir hvenær fimmta þáttaröðin verður sýnd. Áður hafi Michael Hirst, höfundur þáttanna, greint frá því að Ísland yrðu sögusvið þáttanna.
Í stiklunni má sjá Flóka, sem leikinn er af Gustaf Skarsgård, veltast um í fjöru sem líkist Reynisfjöru. Í þáttunum hafði Flóki áður lýst því yfir að hann myndi fara þangað sem „guðirnir myndu leiða hann“ og sá staður virðist vera Ísland.
Leiddar hafa verið líkur að því að Flóki sé að einhverju leyti byggður á Hrafna-Flóka Vilgerðarsyni sem land í Vatnsfirði á Barðaströnd um árið 865. Í Landnámu segir að Hrafna-Flóki hafi verið sá sem gaf Íslandi nafn sitt eftir að hann gekk á fjöll við Vatnsfjörð og sá þar fjörð fullan af ís.
Stikluna má sjá hér fyrir neðan.