Myndband - Þú veist aldrei hvar Birnir er Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. mars 2017 16:15 Birnir Sigurðarson byrjar með látum. Vísir/Anton Brink „Ég er úr 200 Kópavogi, ég átti samt heima í 101, bara á Hallveigarstíg bak við Prikið, þangað til að ég var átta ára. Ég byrjaði að rappa þegar ég flutti í Kópavoginn og þá bara með vinum mínum í partíum og svona, var líka að skrifa texta – síðan var það líklega í 10. bekk sem ég var byrjaður að klára að skrifa lög. En ég hef ekkert mikið verið að rappa opinberlega síðan fyrir svona einu og hálfu ári,“ segir rapparinn Birnir sem gefur í dag út sitt fyrsta lag og myndband á vegum Sticky Records. Í myndbandinu má sjá kunnugleg andlit, en þar eru þeir Jóhann Kristófer Stefánsson og Sturla Atlas úr 101 boys auk Arons Can. Jóhann Kristófer ásamt Benedikti Andrasyni sáu um leikstjórn myndbandsins ásamt því að Jóhann leikur í því. Þannig að það eru engir aukvisar sem koma að þessum fyrstu sporum Birnis í rappheiminum. Sticky Records er plötufyrirtæki Priksins þannig það má kannski segja að Birnir sé komin aftur á fæðingarslóðir sínar. Þó er það Kópavogurinn sem hefur haft hvað mest áhrif á rappferil hans, „Ég kem úr sama hverfi og Erpur, hann var í grunnskólanum mínum. Ég var alltaf mjög mikið að rappa um hverfið mitt, Hamraborgina og svona. Ég hef líka mikið verið með Herra Hnetusmjöri. Ég byrjaði að spila með honum og Joe Fraizer, fyrir löngu – alveg þremur árum síðan. Við fórum og tókum gigg á Selfossi þá aðeins búnir að gera eitt lag saman, sem svo varð ekkert úr. En við höfum oft spilað show saman – ég, Herra Hnetusmjör, Joe Fraizer og DJ Spegill. Þetta byrjaði þannig. Síðan var það hann Geoffrey hjá Sticky Records sem hafði samband því hann hafði heyrt lög með mér og sagði mér frá Sticky hugmyndinni og bað mig um að gera eitthvað með þeim – ég var 100% til í það því að mér fannst það frábær hugmynd sem gæti keyrt kúltúrinn áfram, miklu lengra en hann hefur komist hingað til. Ef ég, nýr artisti, gæti gefið eitthvað út hjá Sticky sem væri lögð vinna í þá myndi það vonandi verða innblástur fyrir aðra artista að klára dótið sitt og gefa út.“ Lagið Sama tíma fæddist í stúdíóinu einn daginn. „Ég fór að raula: „Þú vildir hitta á mig en þú veist aldrei hvar ég er.“ Fólk er nefnilega búið að vera að tala um hvað það er alltaf erfitt að ná í mig og ég gerði í raun og veru bara lag í kringum það,“ segir Birnir um tilurð lagsins, en blaðamaður getur staðfest að það var svolítið bras að ná í hann. Birnir stefnir á að gefa út annað myndband í mánuðinum og er að vinna að plötu. „Ég er líka að vinna með öðrum artistum í tónlistarheiminum sem eru svona á mínum aldri og eru þekktir – ég ætla samt ekkert að segja nöfnin á þeim, það kemur bara í ljós,“ segir hann dularfullur að lokum. Tónlist Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég er úr 200 Kópavogi, ég átti samt heima í 101, bara á Hallveigarstíg bak við Prikið, þangað til að ég var átta ára. Ég byrjaði að rappa þegar ég flutti í Kópavoginn og þá bara með vinum mínum í partíum og svona, var líka að skrifa texta – síðan var það líklega í 10. bekk sem ég var byrjaður að klára að skrifa lög. En ég hef ekkert mikið verið að rappa opinberlega síðan fyrir svona einu og hálfu ári,“ segir rapparinn Birnir sem gefur í dag út sitt fyrsta lag og myndband á vegum Sticky Records. Í myndbandinu má sjá kunnugleg andlit, en þar eru þeir Jóhann Kristófer Stefánsson og Sturla Atlas úr 101 boys auk Arons Can. Jóhann Kristófer ásamt Benedikti Andrasyni sáu um leikstjórn myndbandsins ásamt því að Jóhann leikur í því. Þannig að það eru engir aukvisar sem koma að þessum fyrstu sporum Birnis í rappheiminum. Sticky Records er plötufyrirtæki Priksins þannig það má kannski segja að Birnir sé komin aftur á fæðingarslóðir sínar. Þó er það Kópavogurinn sem hefur haft hvað mest áhrif á rappferil hans, „Ég kem úr sama hverfi og Erpur, hann var í grunnskólanum mínum. Ég var alltaf mjög mikið að rappa um hverfið mitt, Hamraborgina og svona. Ég hef líka mikið verið með Herra Hnetusmjöri. Ég byrjaði að spila með honum og Joe Fraizer, fyrir löngu – alveg þremur árum síðan. Við fórum og tókum gigg á Selfossi þá aðeins búnir að gera eitt lag saman, sem svo varð ekkert úr. En við höfum oft spilað show saman – ég, Herra Hnetusmjör, Joe Fraizer og DJ Spegill. Þetta byrjaði þannig. Síðan var það hann Geoffrey hjá Sticky Records sem hafði samband því hann hafði heyrt lög með mér og sagði mér frá Sticky hugmyndinni og bað mig um að gera eitthvað með þeim – ég var 100% til í það því að mér fannst það frábær hugmynd sem gæti keyrt kúltúrinn áfram, miklu lengra en hann hefur komist hingað til. Ef ég, nýr artisti, gæti gefið eitthvað út hjá Sticky sem væri lögð vinna í þá myndi það vonandi verða innblástur fyrir aðra artista að klára dótið sitt og gefa út.“ Lagið Sama tíma fæddist í stúdíóinu einn daginn. „Ég fór að raula: „Þú vildir hitta á mig en þú veist aldrei hvar ég er.“ Fólk er nefnilega búið að vera að tala um hvað það er alltaf erfitt að ná í mig og ég gerði í raun og veru bara lag í kringum það,“ segir Birnir um tilurð lagsins, en blaðamaður getur staðfest að það var svolítið bras að ná í hann. Birnir stefnir á að gefa út annað myndband í mánuðinum og er að vinna að plötu. „Ég er líka að vinna með öðrum artistum í tónlistarheiminum sem eru svona á mínum aldri og eru þekktir – ég ætla samt ekkert að segja nöfnin á þeim, það kemur bara í ljós,“ segir hann dularfullur að lokum.
Tónlist Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira