Íslendingar biðu í frostinu í nótt eftir Nintendo Switch Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2017 11:31 Töluverður fjöldi beið eftir opnun í morgun. Kristín Guðbrandsdóttir Leikjatölvan Nintendo Switch, seldist mjög fljótt upp hér á Íslandi í morgun. Stór röð hafði myndast við verslun Ormsson í Lágmúla snemma í morgun eða í nótt og voru margir sem sýndu tölvunni og leiknum Zelda: Breath of the Wild. Kristinn Valur Kristófersson, deildarstjóri hjá Ormsson, segir fyrirtækið hafa fengið rúmlega hundrað tölvur hingað til lands. Þær voru allar seldar á fyrsta klukkutímanum eftir að fyrirtækið opnaði klukkan tíu í morgun. Hann segist hafa heyrt að þeir fremstu í röðinni hafi mætt klukkan eitt í nótt með garðstóla, en þrátt fyrir kuldann hafi stemningin í hópnum verið góð. Kristinn Valur giskar á að um 60 til 80 manns voru í röð þegar verslunin opnaði. Vonast er til þess að næsti skammtur af Nintendo Switch komi hingað til lands í vikunni fyrir páska. Þrátt fyrir kuldann var góð stemning í röðinni.Kristín Guðbrandsdóttir Leikjavísir Tengdar fréttir Zelda: Breath of the Wild slær í gegn hjá gagnrýnendum Er í fjórða sæti yfir stigahæstu leiki Metacritic. 3. mars 2017 10:41 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Leikjatölvan Nintendo Switch, seldist mjög fljótt upp hér á Íslandi í morgun. Stór röð hafði myndast við verslun Ormsson í Lágmúla snemma í morgun eða í nótt og voru margir sem sýndu tölvunni og leiknum Zelda: Breath of the Wild. Kristinn Valur Kristófersson, deildarstjóri hjá Ormsson, segir fyrirtækið hafa fengið rúmlega hundrað tölvur hingað til lands. Þær voru allar seldar á fyrsta klukkutímanum eftir að fyrirtækið opnaði klukkan tíu í morgun. Hann segist hafa heyrt að þeir fremstu í röðinni hafi mætt klukkan eitt í nótt með garðstóla, en þrátt fyrir kuldann hafi stemningin í hópnum verið góð. Kristinn Valur giskar á að um 60 til 80 manns voru í röð þegar verslunin opnaði. Vonast er til þess að næsti skammtur af Nintendo Switch komi hingað til lands í vikunni fyrir páska. Þrátt fyrir kuldann var góð stemning í röðinni.Kristín Guðbrandsdóttir
Leikjavísir Tengdar fréttir Zelda: Breath of the Wild slær í gegn hjá gagnrýnendum Er í fjórða sæti yfir stigahæstu leiki Metacritic. 3. mars 2017 10:41 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Zelda: Breath of the Wild slær í gegn hjá gagnrýnendum Er í fjórða sæti yfir stigahæstu leiki Metacritic. 3. mars 2017 10:41