Bíó og sjónvarp

Deadpool sýnir fram á að það er enginn hægðarleikur að hafa búningaskipti í símaklefa

Birgir Olgeirsson skrifar
Nú er búið að frumsýna stutt myndbrot sem á að halda aðdáendum við efnið þar til Deadpool 2 verður frumsýnd á næsta ári.

Þetta myndbrot er sýnt á undan myndinni Logan, sem hefur verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum um heim allan, en þar sést hinn óborganlegi karakter Deadpool reyna að koma í veg fyrir rán. Hann þarf hins vegar fyrst að hafa búningaskipti í símaklefa, líkt og Superman var frægur fyrir að gera á árum áður, en það er alls ekki eins auðvelt og ofurmennið lét það líta út fyrir að vera. 

Á meðan búningaskiptunum stendur má heyra Superman-stefið eftir John Williams og hróp og köll sem óma frá ráninu sjálfu.  


Tengdar fréttir

Deadpool dissar Wolverine

Deadpool skýtur föstum skotum á Wolverine í tilefni þjóðhátíðardags Ástralíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×