Ruglið á undan hruninu Frosti Logason skrifar 9. mars 2017 07:00 Ísland hefur lengi verið ofarlega á listanum yfir dýrustu lönd í heimi. Að mati greiningardeilda stóru viðskiptabankanna höfum við nú slegið öllum keppinautum okkar við. Ísland er dýrasta land í heimi. Noregur og Sviss fölna í samanburðinum. Eðlilega því hér er allt best og flottast. Norðurljósin eru orðin heitasta lúxusvaran. Við erum á grænni grein. Nema hvað það hefur enginn okkar orðið efni á þessu. Ég er ekki viss um að ferð með fjölskylduna í Bláa lónið sé eitthvað í boði á næstu misserum. Þingmenn á hinu háa Alþingi sem eru með 800 þúsund krónur á mánuði eftir skatt hafa ekki efni á þaki yfir höfuðið. Norðurljósaferðirnar kosta ekki nema sex og fimm á haus og fyrir sama pening færðu tæplega tvo hamborgara og sósu. Samt eru launin okkar víst líka með þeim allra hæstu í heiminum. En það er eingöngu þegar við horfum í erlenda mynt og leiðréttum ekki fyrir kaupmætti. Það er því ráð að kaupa allt sem maður getur á netinu eða grípa sér far með einhverju lággjalda flugfélagi til suðrænna stranda þar sem verð stendur í stað. Mokfyllum þar töskurnar af ódýru góssi. Sem betur fer eru verslunarmenn þó að átta sig á þessu. Stórar erlendar verslunarkeðjur undirbúa komu sína til landsins og ætla að bjóða upp á mannsæmandi verðlagningu. Hérlendir heildsalar eru að hugsa um að skrúfa aðeins niður í okrinu. Það er aldrei að vita nema bleyjur og barnamatur verði á færi venjulegs launafólks. Og vonandi sjáum við þetta allt raungerast áður en næsta efnahagshrun skellur á okkur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór
Ísland hefur lengi verið ofarlega á listanum yfir dýrustu lönd í heimi. Að mati greiningardeilda stóru viðskiptabankanna höfum við nú slegið öllum keppinautum okkar við. Ísland er dýrasta land í heimi. Noregur og Sviss fölna í samanburðinum. Eðlilega því hér er allt best og flottast. Norðurljósin eru orðin heitasta lúxusvaran. Við erum á grænni grein. Nema hvað það hefur enginn okkar orðið efni á þessu. Ég er ekki viss um að ferð með fjölskylduna í Bláa lónið sé eitthvað í boði á næstu misserum. Þingmenn á hinu háa Alþingi sem eru með 800 þúsund krónur á mánuði eftir skatt hafa ekki efni á þaki yfir höfuðið. Norðurljósaferðirnar kosta ekki nema sex og fimm á haus og fyrir sama pening færðu tæplega tvo hamborgara og sósu. Samt eru launin okkar víst líka með þeim allra hæstu í heiminum. En það er eingöngu þegar við horfum í erlenda mynt og leiðréttum ekki fyrir kaupmætti. Það er því ráð að kaupa allt sem maður getur á netinu eða grípa sér far með einhverju lággjalda flugfélagi til suðrænna stranda þar sem verð stendur í stað. Mokfyllum þar töskurnar af ódýru góssi. Sem betur fer eru verslunarmenn þó að átta sig á þessu. Stórar erlendar verslunarkeðjur undirbúa komu sína til landsins og ætla að bjóða upp á mannsæmandi verðlagningu. Hérlendir heildsalar eru að hugsa um að skrúfa aðeins niður í okrinu. Það er aldrei að vita nema bleyjur og barnamatur verði á færi venjulegs launafólks. Og vonandi sjáum við þetta allt raungerast áður en næsta efnahagshrun skellur á okkur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun