Mikil fjölgun dauðaslysa á bandarískum vegum Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2017 11:24 Þétt bílaumferð í Bandaríkjunum. Dauðaslysum í umferðinni í Bandaríkjunum hefur fjölgað um 14% á aðeins tveimur árum og er það mesta tveggja ára fjölgun frá árinu 1964. Ekki hafa orðið eins mörg dauðsföll í umferðinni í fyrra síðan árið 2007. Fjölgunin milli 2016 og 2015 nam 6%, en milli 2016 og 2014 nemur hún 14%. Dauðsföll í umferðinni í fyrra voru rétt um 40.000. Árið 2014 voru dauðaslysin um 35.000 og því er fjölgunin til ársins í fyrra um 5.000 manns. Fyrir utan dauðsföllin í fyrra slösuðust 4,6 milljón manns í bandarísku umferðinni í fyrra og heildarkostnaður samfélagsins vegna þessara slysa er metinn á 432 milljarða bandaríkjadala, eða hátt í 50.000 milljarða króna. Ein af meginástæðunum fyrir auknum dauðsföllum í umferðinni í Bandaríkjunum á síðustu tveimur árum er talin vera aukin símnotkun ökumanna í akstri. Aukin umferð vegna lágs olíuverðs telur einnig mikið hvað þessa fjölgun varðar. Athyglivert er að bara saman fjölda banaslysa í umferðinni í Bandaríkjunum og hérlendis. Bandaríkjamenn eru rétt um þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Því mætti áætla að banaslys hérlendis væru 40 á ári ef sama hlutfall íbúa létust hér og vestra. Banaslysin hérlendis í fyrra voru 18 talsins og 16 árið 2015. Því eru banaslys í umferðinni hérlendis minna en helmingi fátíðari en í Bandaríkjunum, ef þessi reikniaðferð er notuð. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Dauðaslysum í umferðinni í Bandaríkjunum hefur fjölgað um 14% á aðeins tveimur árum og er það mesta tveggja ára fjölgun frá árinu 1964. Ekki hafa orðið eins mörg dauðsföll í umferðinni í fyrra síðan árið 2007. Fjölgunin milli 2016 og 2015 nam 6%, en milli 2016 og 2014 nemur hún 14%. Dauðsföll í umferðinni í fyrra voru rétt um 40.000. Árið 2014 voru dauðaslysin um 35.000 og því er fjölgunin til ársins í fyrra um 5.000 manns. Fyrir utan dauðsföllin í fyrra slösuðust 4,6 milljón manns í bandarísku umferðinni í fyrra og heildarkostnaður samfélagsins vegna þessara slysa er metinn á 432 milljarða bandaríkjadala, eða hátt í 50.000 milljarða króna. Ein af meginástæðunum fyrir auknum dauðsföllum í umferðinni í Bandaríkjunum á síðustu tveimur árum er talin vera aukin símnotkun ökumanna í akstri. Aukin umferð vegna lágs olíuverðs telur einnig mikið hvað þessa fjölgun varðar. Athyglivert er að bara saman fjölda banaslysa í umferðinni í Bandaríkjunum og hérlendis. Bandaríkjamenn eru rétt um þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Því mætti áætla að banaslys hérlendis væru 40 á ári ef sama hlutfall íbúa létust hér og vestra. Banaslysin hérlendis í fyrra voru 18 talsins og 16 árið 2015. Því eru banaslys í umferðinni hérlendis minna en helmingi fátíðari en í Bandaríkjunum, ef þessi reikniaðferð er notuð.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent