Sjáðu Ryan Gosling æfa sig á píanó fyrir La La Land Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2017 14:08 Ryan Gosling á tökustað La La Land. Variety Leikarinn Ryan Gosling æfði sig í þrjá mánuði á píanó fyrir hlutverk sitt í myndinni La La Land. Myndin er tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlauna og þar á meðal Gosling í flokknum besti leikari í aðalhlutverki. Í myndinni leikur hann píanistann Sebastian sem er ansi fær í sínu fagi. Margir veltu fyrir sér hvort þetta væri sjálfur Gosling sem spilaði á píanóið í myndinni en leikstjóri La La Land, Damien Chazelle, hefur staðfest að Gosling sá um allan píanóleikinn sjálfur.Allt Ryan „Þetta var allt Ryan,“ sagði Chazelle og bætti við að í fyrstu var gert ráð fyrir að fá píanóleikari til að sjá um píanóleikinn þegar hendur Sebastians voru í nærmynd en það reyndist ekki þörf á því. Á vef Variety er birt myndbrot af Ryan Gosling að æfa sig fyrir myndina en þar sést hann meðal annars æfa sig á laginu Start a Fire með Johnn Legend og fyrir brúðkaup systur Sebastians.Sá sem samdi tónlistina fyrir myndina, Justin Hurwitz, sagði allan píanóleik myndarinnar í höndum Randy Kerber sem var hljóðritaður fyrir tökur myndarinnar. Ryan Gosling æfði sig síðan í tvo klukkutíma á dag, sex daga vikunnar í tvo mánuði fyrir tökur myndarinnar og þurfti því ekki að fá annan píanóleikara inn á tökustað. John Legend, sem er sjálfur tónlistarmaður og klassískt menntaður píanóleikari, sagðist hafa verið öfundsjúkur þegar hann sá hversu fljótur Gosling var að ná píanóleiknum.Lærði að smíða húsgögn og drakk rjómaís Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Gosling leggur mikið á sig til að tileinka sér sérstaka hæfileika sem karakterar sem hann leikur búa yfir. Fyrir myndina The Notebook drakk hann í sig sögu borgarinnar Charleston og lærði að smíða húsgögn líkt og karakter hans í myndinni gerði.Ryan Gosling og Emma Stone í La La Land.Fyrir myndina The Lovely Bones bætti Gosling á sig rúmum 27 kílóum með því að drekka rjómaís. Leikstjóri myndarinnar, Peter Jackson, rak hann á endanum úr myndinni og fékk Mark Whalberg í staðinn. Gosling sagði síðar meir að hann hefði verið rekinn því hann þótti of feitur fyrir hlutverkið. Gosling ræddi þessa þyngdaraukningu ekki við leikstjórann. Peter Jackson var ekki sammála því að persónan í myndinni ætti að vera svo feit og því fór sem fór. Þetta er í annað skiptið sem Ryan Gosling er tilnefndur til Óskarsverðlauna. Árið 2006 var hann tilnefndur fyrir hlutverk sitt í myndinni Half Nelson.Hliðstæða á Íslandi Á Íslandi á Ryan Gosling sér nokkurs konar hliðstæðu en það er enginn annar en tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, eða KK. Hann lék konsertpíanista í bandarísku þáttunum Sense8 sem Netflix framleiddi. KK sagði í samtali við Vísi um það leyti sem þættirnir höfðu verið nýlega teknir til sýninga að undirbúningurinn fyrir hlutverkið hefði tekið marga mánuði. „Þetta voru miklar æfingar fram að tökum. Ég var í mánuð að læra að þykjast spila á píanó. Ég leik píanókonsert eftir Beethoven og lærði hjá honum Snorra Sigfúsi Birgissyni svo það myndi líta út fyrir að ég væri að spila á réttum stöðum,“ sagði KK. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir La La Land hlaut flest BAFTA-verðlaun Kvikmyndin La La Land fékk flest verðlaun á BAFTA-verðlaunahátíðinni. 12. febrúar 2017 21:48 Farið yfir líkur La La Land á að slá Óskarsmetið Talin eiga verðlaunin vís í nokkrum flokkum en samkeppnin afar hörð í öðrum. 27. janúar 2017 12:15 Mágarnir KK og Eyþór með hlutverk í Sense8-þáttunum Öfugsnúin hlutverk þeirra þar sem KK leikur konsertpíanista en Eyþór trillukarl. 9. júní 2015 09:15 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikarinn Ryan Gosling æfði sig í þrjá mánuði á píanó fyrir hlutverk sitt í myndinni La La Land. Myndin er tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlauna og þar á meðal Gosling í flokknum besti leikari í aðalhlutverki. Í myndinni leikur hann píanistann Sebastian sem er ansi fær í sínu fagi. Margir veltu fyrir sér hvort þetta væri sjálfur Gosling sem spilaði á píanóið í myndinni en leikstjóri La La Land, Damien Chazelle, hefur staðfest að Gosling sá um allan píanóleikinn sjálfur.Allt Ryan „Þetta var allt Ryan,“ sagði Chazelle og bætti við að í fyrstu var gert ráð fyrir að fá píanóleikari til að sjá um píanóleikinn þegar hendur Sebastians voru í nærmynd en það reyndist ekki þörf á því. Á vef Variety er birt myndbrot af Ryan Gosling að æfa sig fyrir myndina en þar sést hann meðal annars æfa sig á laginu Start a Fire með Johnn Legend og fyrir brúðkaup systur Sebastians.Sá sem samdi tónlistina fyrir myndina, Justin Hurwitz, sagði allan píanóleik myndarinnar í höndum Randy Kerber sem var hljóðritaður fyrir tökur myndarinnar. Ryan Gosling æfði sig síðan í tvo klukkutíma á dag, sex daga vikunnar í tvo mánuði fyrir tökur myndarinnar og þurfti því ekki að fá annan píanóleikara inn á tökustað. John Legend, sem er sjálfur tónlistarmaður og klassískt menntaður píanóleikari, sagðist hafa verið öfundsjúkur þegar hann sá hversu fljótur Gosling var að ná píanóleiknum.Lærði að smíða húsgögn og drakk rjómaís Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Gosling leggur mikið á sig til að tileinka sér sérstaka hæfileika sem karakterar sem hann leikur búa yfir. Fyrir myndina The Notebook drakk hann í sig sögu borgarinnar Charleston og lærði að smíða húsgögn líkt og karakter hans í myndinni gerði.Ryan Gosling og Emma Stone í La La Land.Fyrir myndina The Lovely Bones bætti Gosling á sig rúmum 27 kílóum með því að drekka rjómaís. Leikstjóri myndarinnar, Peter Jackson, rak hann á endanum úr myndinni og fékk Mark Whalberg í staðinn. Gosling sagði síðar meir að hann hefði verið rekinn því hann þótti of feitur fyrir hlutverkið. Gosling ræddi þessa þyngdaraukningu ekki við leikstjórann. Peter Jackson var ekki sammála því að persónan í myndinni ætti að vera svo feit og því fór sem fór. Þetta er í annað skiptið sem Ryan Gosling er tilnefndur til Óskarsverðlauna. Árið 2006 var hann tilnefndur fyrir hlutverk sitt í myndinni Half Nelson.Hliðstæða á Íslandi Á Íslandi á Ryan Gosling sér nokkurs konar hliðstæðu en það er enginn annar en tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, eða KK. Hann lék konsertpíanista í bandarísku þáttunum Sense8 sem Netflix framleiddi. KK sagði í samtali við Vísi um það leyti sem þættirnir höfðu verið nýlega teknir til sýninga að undirbúningurinn fyrir hlutverkið hefði tekið marga mánuði. „Þetta voru miklar æfingar fram að tökum. Ég var í mánuð að læra að þykjast spila á píanó. Ég leik píanókonsert eftir Beethoven og lærði hjá honum Snorra Sigfúsi Birgissyni svo það myndi líta út fyrir að ég væri að spila á réttum stöðum,“ sagði KK.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir La La Land hlaut flest BAFTA-verðlaun Kvikmyndin La La Land fékk flest verðlaun á BAFTA-verðlaunahátíðinni. 12. febrúar 2017 21:48 Farið yfir líkur La La Land á að slá Óskarsmetið Talin eiga verðlaunin vís í nokkrum flokkum en samkeppnin afar hörð í öðrum. 27. janúar 2017 12:15 Mágarnir KK og Eyþór með hlutverk í Sense8-þáttunum Öfugsnúin hlutverk þeirra þar sem KK leikur konsertpíanista en Eyþór trillukarl. 9. júní 2015 09:15 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
La La Land hlaut flest BAFTA-verðlaun Kvikmyndin La La Land fékk flest verðlaun á BAFTA-verðlaunahátíðinni. 12. febrúar 2017 21:48
Farið yfir líkur La La Land á að slá Óskarsmetið Talin eiga verðlaunin vís í nokkrum flokkum en samkeppnin afar hörð í öðrum. 27. janúar 2017 12:15
Mágarnir KK og Eyþór með hlutverk í Sense8-þáttunum Öfugsnúin hlutverk þeirra þar sem KK leikur konsertpíanista en Eyþór trillukarl. 9. júní 2015 09:15