Toyota og Shell byggja vetnisstöðvanet í Kaliforníu Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2017 11:08 Toyota Mirai á vetnisstöð. Stór hluti þeirra bíla sem eru með óhefðbundnum drifrásum í Bandaríkjunum eru í Kaliforníu enda rekin þar öflug umhverfisstefna. Því kemur það ekki mikið á óvart að Toyota byrja þar að byggja upp net vetnisorkustöðva en það ætlar fyrirtækið að gera í samstarfi við Shell. Toyota ætlar greinilega nýjum Mirai vetnisbíl sínum mikinn sess þar og til að svo megi verða verður að vera til staðar þétt net orkustöðva svo að kaupendur hræðist ekki að þurfa að ferðast langar leiðir til að fylla á bíla sína. Það hljómar kannski undarlega að byggja upp vetnisstöðvanet með olíurisa, en Shell, líkt og aðrir olíusalar gera sér væntanlega grein fyrir því að heimurinn er að breytast og sífellt fleiri bílar með aðra orkugjafa eru að koma á göturnar. Vetnisbílar hafa þann kostinn umfram rafmagnsbíla að þeir eru með lengra drægi og það leggur Toyota áherslu á með Mirai bíl sínum. Bæði Toyota og Shell sjá Tesla og aðra rafmagnsbílaframleiðendur sem keppinauta og í því ljósi kemurt samstarfið minna á óvart. Toyota og Shell ætla að leggja 11,4 milljónir dollara til uppbyggingar þessa vetnisstöðvanets og California Energy Commission er að hugleiða að leggja við 16,4 milljón dollara til uppbyggingarinnar. Með slíkt fé er hægt að byggja 100 stöðvar fyrir árið 2024, en nú þegar eru komnar upp 25 stöðvar í Kaliforníu. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent
Stór hluti þeirra bíla sem eru með óhefðbundnum drifrásum í Bandaríkjunum eru í Kaliforníu enda rekin þar öflug umhverfisstefna. Því kemur það ekki mikið á óvart að Toyota byrja þar að byggja upp net vetnisorkustöðva en það ætlar fyrirtækið að gera í samstarfi við Shell. Toyota ætlar greinilega nýjum Mirai vetnisbíl sínum mikinn sess þar og til að svo megi verða verður að vera til staðar þétt net orkustöðva svo að kaupendur hræðist ekki að þurfa að ferðast langar leiðir til að fylla á bíla sína. Það hljómar kannski undarlega að byggja upp vetnisstöðvanet með olíurisa, en Shell, líkt og aðrir olíusalar gera sér væntanlega grein fyrir því að heimurinn er að breytast og sífellt fleiri bílar með aðra orkugjafa eru að koma á göturnar. Vetnisbílar hafa þann kostinn umfram rafmagnsbíla að þeir eru með lengra drægi og það leggur Toyota áherslu á með Mirai bíl sínum. Bæði Toyota og Shell sjá Tesla og aðra rafmagnsbílaframleiðendur sem keppinauta og í því ljósi kemurt samstarfið minna á óvart. Toyota og Shell ætla að leggja 11,4 milljónir dollara til uppbyggingar þessa vetnisstöðvanets og California Energy Commission er að hugleiða að leggja við 16,4 milljón dollara til uppbyggingarinnar. Með slíkt fé er hægt að byggja 100 stöðvar fyrir árið 2024, en nú þegar eru komnar upp 25 stöðvar í Kaliforníu.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent