680 hestafla Panamera í Genf Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2017 09:46 Porsche mun sýna nýjustu gerð Panamera fólksbíls síns á bílasýningunni í Genf og þar fer öflugasta Panamera sem Porsche hefur nokkru sinni framleitt. Bíllinn ber nafnið Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid og skartar 680 hestöflum sem sprautast til allra hjóla bílsins. Bíllinn er með 550 hestafla V8 vél og 136 hestafla rafmótora og með öllu þessu afli er bíllinn 3,2 sekúndur í hundraðið. Býsna gott fyrir svo stóran fjölskyldubíl. Hamarkshraðinn er 309 km/klst. Átta gíra sjálfskipting með tveimur kúplingum tengist aflrásinni og bíllinn er með loftpúðafjöðrun, keamik bremsum og Sport Chrono pakkanum. Eins og geta má sér til er öll þessi dýrð ekki ódýr en bíllinn kostar rétt ríflega 20 milljóniur króna, en einnig má fá lenda gerð bílsins og leggja til eina milljón til viðbótar. Almenningi býðst þessi lúxuskerra til kaups frá og með enda þessa árs. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Porsche mun sýna nýjustu gerð Panamera fólksbíls síns á bílasýningunni í Genf og þar fer öflugasta Panamera sem Porsche hefur nokkru sinni framleitt. Bíllinn ber nafnið Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid og skartar 680 hestöflum sem sprautast til allra hjóla bílsins. Bíllinn er með 550 hestafla V8 vél og 136 hestafla rafmótora og með öllu þessu afli er bíllinn 3,2 sekúndur í hundraðið. Býsna gott fyrir svo stóran fjölskyldubíl. Hamarkshraðinn er 309 km/klst. Átta gíra sjálfskipting með tveimur kúplingum tengist aflrásinni og bíllinn er með loftpúðafjöðrun, keamik bremsum og Sport Chrono pakkanum. Eins og geta má sér til er öll þessi dýrð ekki ódýr en bíllinn kostar rétt ríflega 20 milljóniur króna, en einnig má fá lenda gerð bílsins og leggja til eina milljón til viðbótar. Almenningi býðst þessi lúxuskerra til kaups frá og með enda þessa árs.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent