Top Gear stikla – Magnaðir bílar Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2017 11:15 Nú fer að styttast í 24. sýningarár Top Gear bílaþáttanna og nýir menn við stjórnvölinn. Grínið er aldrei langt undan en þó sakna margir þríeykisins sem áður stjórnuðu þáttunum, þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Það eru þeir Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid sem skemmta áhorfendum nú og víst er þeir hafa til umráða ómælt magn hrikalegra sportbíla sem teknir eru til kostanna í þessari nýju þáttaröð. Meðal þeirra eru Bugatti Chiron í gulllit, Ferrari FXX K, Lamborghini Huracan Spyder og Aston Martin DB11. Af stiklunni hér að ofan að dæma er ekkert til sparað við vinnslu þáttanna nú, sem fyrr. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi þáttaröð mun auka áhorfið aftur á Top Gear, en áhorfið hrundi mikið eftir að þríeykið fræga hætti. Metnaðarfullt verkefni hjá nýja þríeykinu, þeim Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid. Sýningar nýju Top Gear þáttanna hefjast þann 5. mars í Bretlandi og þann 12. mars í Bandaríkjunum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent
Nú fer að styttast í 24. sýningarár Top Gear bílaþáttanna og nýir menn við stjórnvölinn. Grínið er aldrei langt undan en þó sakna margir þríeykisins sem áður stjórnuðu þáttunum, þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Það eru þeir Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid sem skemmta áhorfendum nú og víst er þeir hafa til umráða ómælt magn hrikalegra sportbíla sem teknir eru til kostanna í þessari nýju þáttaröð. Meðal þeirra eru Bugatti Chiron í gulllit, Ferrari FXX K, Lamborghini Huracan Spyder og Aston Martin DB11. Af stiklunni hér að ofan að dæma er ekkert til sparað við vinnslu þáttanna nú, sem fyrr. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi þáttaröð mun auka áhorfið aftur á Top Gear, en áhorfið hrundi mikið eftir að þríeykið fræga hætti. Metnaðarfullt verkefni hjá nýja þríeykinu, þeim Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid. Sýningar nýju Top Gear þáttanna hefjast þann 5. mars í Bretlandi og þann 12. mars í Bandaríkjunum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent