Spennandi stjórnarkjör hjá SVFR í gær Karl Lúðvíksson skrifar 26. febrúar 2017 09:37 Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur var haldinn í gær og var að venju vel sóttur en greinilegt var að kosning til stjórnar dró að félaga sem hefði líklega annars ekki mætt. Farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikninga frá síðastliðnu rekstrarári og var rekstrar-niðurstaða jákvæð um 9,6 milljónir rúmar. Sala veiðileyfa hefur gengið mjög vel fyrir sumarið 2017 og er það von stjórnar SVFR að veiðisumarið 2017 verði gott. Kosning til stjórnar félagsins var nokkuð spennandi en 6 aðilar voru í kjöri til stjórnar um 3 laus sæti. Um 140 utankjörfundaratkvæði bárust fyrir fundinn og voru um 100 manns sem kusu á aðalfundi félagsins. Þeir einstaklingar sem buðu sig fram voru Ágústa Katrín, Jóhann Kristinn, Jón Víðir, Ólafur Breiðfjörð, Reynir Þrastar og Stefán Hallur. Mjótt var á mununum framan af en það endaði þó svo að Ágústa Katrín, Jóhann Kristinn og Ólafur Breiðfjörð sem hlutu brautargengi í stjórn félagsins næstu 2 árin. Aðeins eitt atkvæði skildi að Jón Víði og Jóhann en eins og áður segir náði Jóhann kjöri í stjórn. Við óskum nýjum stjórnarmönnum til hamingju með kjörið og óskum þeim velfarnaðar í starfi. Mest lesið Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði
Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur var haldinn í gær og var að venju vel sóttur en greinilegt var að kosning til stjórnar dró að félaga sem hefði líklega annars ekki mætt. Farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikninga frá síðastliðnu rekstrarári og var rekstrar-niðurstaða jákvæð um 9,6 milljónir rúmar. Sala veiðileyfa hefur gengið mjög vel fyrir sumarið 2017 og er það von stjórnar SVFR að veiðisumarið 2017 verði gott. Kosning til stjórnar félagsins var nokkuð spennandi en 6 aðilar voru í kjöri til stjórnar um 3 laus sæti. Um 140 utankjörfundaratkvæði bárust fyrir fundinn og voru um 100 manns sem kusu á aðalfundi félagsins. Þeir einstaklingar sem buðu sig fram voru Ágústa Katrín, Jóhann Kristinn, Jón Víðir, Ólafur Breiðfjörð, Reynir Þrastar og Stefán Hallur. Mjótt var á mununum framan af en það endaði þó svo að Ágústa Katrín, Jóhann Kristinn og Ólafur Breiðfjörð sem hlutu brautargengi í stjórn félagsins næstu 2 árin. Aðeins eitt atkvæði skildi að Jón Víði og Jóhann en eins og áður segir náði Jóhann kjöri í stjórn. Við óskum nýjum stjórnarmönnum til hamingju með kjörið og óskum þeim velfarnaðar í starfi.
Mest lesið Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði