Óskarsverðlaunin afhent í kvöld: La La Land spáð sigri nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 26. febrúar 2017 20:30 Hátíðin verður haldin í 89. sinn í kvöld. vísir/getty Óskarsverðlaunin verða afhent í 89. sinn í Hollywood í kvöld. Kynnir kvöldsins verður spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel en auk hans munu Jennifer Aniston, Warren Beatty, Michael J. Fox, Ryan Gosling og fleiri kynna verðlaunahafa og afhenda verðlaunagripi. Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 17:30 að staðartíma, eða hálf tvö í nótt að íslenskum tíma. Þeir sem vilja fylgjast með herlegheitunum í beinni útsendingu þurfa því að vaka fram eftir. Útsendingin frá rauða dreglinum hefst reyndar örlítið fyrr eða í kringum miðnætti að íslenskum tíma.89. Óskarsverðlaunaafhendingin undirbúin í Hollywood.vísir/gettyFerðamenn taka mynd af sér með Óskarsstyttum í fullri stærð.vísir/gettyKvikmyndin La La Land þykir sigurstrangleg en hún fékk fjórtán tilnefningar til verðlaunanna, þar á meðal fyrir bestu myndina, besta leikstjórann og besta handritið. Engin kvikmynd hefur hlotið jafn margar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir utan Titanic. Að auki eru þau Emma Stone og Ryan Gosling tilnefnd sem bestu leikarar í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni. Denzel Washington og Casey Affleck veita Gosling þó harða samkeppni, ef marka má veðbanka vestanhafs. Tilnefningarnar í heild sinni má sjá hér. Spekúlantar hjá BBC spá La La Land sigrinum og segja eftirfarandi um myndina: „Myndin er í senn sígild og nútímaleg. Maður upplifir hana öðruvísi en aðrar kvikmyndir nútímans, á góðan hátt.“ Þeir bæta við að sögusvið kvikmyndarinnar, sem er Hollywood sjálf, geri myndina enn sigurstranglegri en ella. Mahershala Ali fer með hlutverk Remy Danton í þáttunum House of Cards.vísir/gettyKvikmyndirnar Moonlight og Hidden Figures eru jafnframt taldar líklegar til að fagna góðu gengi á hátíðinni. Sú fyrrnefnda hefur vakið mikla athygli og lof gagnrýnenda. Með aðalhlutverk í myndinni fer leikarinn Mahershala Ali og er hann jafnframt tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki. Frægðarsól Ali fer hækkandi í Hollywood en hann er aðdáendum þáttanna House of Cards líklegast vel kunnugur. Þess má geta að afhending Edduverðlaunanna fer einnig fram í kvöld og því nóg um að vera í kvöld fyrir kvikmyndaáhugamenn. Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunin verða afhent í 89. sinn í Hollywood í kvöld. Kynnir kvöldsins verður spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel en auk hans munu Jennifer Aniston, Warren Beatty, Michael J. Fox, Ryan Gosling og fleiri kynna verðlaunahafa og afhenda verðlaunagripi. Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 17:30 að staðartíma, eða hálf tvö í nótt að íslenskum tíma. Þeir sem vilja fylgjast með herlegheitunum í beinni útsendingu þurfa því að vaka fram eftir. Útsendingin frá rauða dreglinum hefst reyndar örlítið fyrr eða í kringum miðnætti að íslenskum tíma.89. Óskarsverðlaunaafhendingin undirbúin í Hollywood.vísir/gettyFerðamenn taka mynd af sér með Óskarsstyttum í fullri stærð.vísir/gettyKvikmyndin La La Land þykir sigurstrangleg en hún fékk fjórtán tilnefningar til verðlaunanna, þar á meðal fyrir bestu myndina, besta leikstjórann og besta handritið. Engin kvikmynd hefur hlotið jafn margar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir utan Titanic. Að auki eru þau Emma Stone og Ryan Gosling tilnefnd sem bestu leikarar í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni. Denzel Washington og Casey Affleck veita Gosling þó harða samkeppni, ef marka má veðbanka vestanhafs. Tilnefningarnar í heild sinni má sjá hér. Spekúlantar hjá BBC spá La La Land sigrinum og segja eftirfarandi um myndina: „Myndin er í senn sígild og nútímaleg. Maður upplifir hana öðruvísi en aðrar kvikmyndir nútímans, á góðan hátt.“ Þeir bæta við að sögusvið kvikmyndarinnar, sem er Hollywood sjálf, geri myndina enn sigurstranglegri en ella. Mahershala Ali fer með hlutverk Remy Danton í þáttunum House of Cards.vísir/gettyKvikmyndirnar Moonlight og Hidden Figures eru jafnframt taldar líklegar til að fagna góðu gengi á hátíðinni. Sú fyrrnefnda hefur vakið mikla athygli og lof gagnrýnenda. Með aðalhlutverk í myndinni fer leikarinn Mahershala Ali og er hann jafnframt tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki. Frægðarsól Ali fer hækkandi í Hollywood en hann er aðdáendum þáttanna House of Cards líklegast vel kunnugur. Þess má geta að afhending Edduverðlaunanna fer einnig fram í kvöld og því nóg um að vera í kvöld fyrir kvikmyndaáhugamenn.
Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein