PricewaterhouseCoopers biðst innilegrar afsökunar á Óskarsruglingnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 11:52 Þetta var ekkert vandræðalegt augnablik. vísir/getty PricewaterhouseCoopers, endurskoðunarfyrirtækið sem ber ábyrgð á talningu atkvæða og atkvæðunum sjálfum á Óskarsverðlaununum, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna ruglings sem varð á hátíðinni í nótt þegar tilkynnt var um hvaða mynd hefði hreppt verðlaunin sem besta myndin. Fyrst var nefnilega tilkynnt að La La Land hefði hlotið verðlaunin en það var síðan leiðrétt þar sem La La Land var alls ekki kosin besta myndin af meðlimum akademíunnar heldur kvikmyndin Moonlight. Það var leikarinn Warren Beatty sem varð fyrir því óláni að tilkynna um ranga mynd en hann var með vitlaust umslag í höndunum en inni í því var miði sem á stóð Emma Stone – La La Land. Hann og leikkonan Faye Dunaway kynntu bestu myndina. „Við biðjum Moonlight, La La Land, Warren Beatty, Faye Dunaway og áhorfendur Óskarsins innilega afsökunar á mistökunum sem gerð voru þegar tilkynnt var hvaða mynd hafði verið valin besta myndin. Kynnararnir fengu umslag með röngum flokk í hendurnar og þegar það kom í ljós var það samstundis leiðrétt. Við erum að rannsaka hvernig þetta gat gerst og sjáum mjög mikið eftir þessu,“ segir í afsökunarbeiðni fyrirtækisins. Þá segir fyrirtækið jafnframt að það sé þakkátt fyrir hversu vel hlutaðeigandi tóku þessari uppákomu en myndband af þessu má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Jimmy Kimmel lét Trump heyra það í opnunarræðu Óskarsins Þakkaði meðal annars forsetanum fyrir þegar hann spurði viðstadda hvort þeir myndu eftir því að í fyrra hefðu Óskarsverðlaunin verið talin lituð af kynþáttahatri. 27. febrúar 2017 07:41 Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 27. febrúar 2017 05:16 Ótrúleg uppákoma á Óskarnum: Röng mynd lesin upp sem besta kvikmyndin Hið ótrúlega gerðist á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt þegar röng kvikmynd var tilkynnt sem besta kvikmyndin. 27. febrúar 2017 05:20 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
PricewaterhouseCoopers, endurskoðunarfyrirtækið sem ber ábyrgð á talningu atkvæða og atkvæðunum sjálfum á Óskarsverðlaununum, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna ruglings sem varð á hátíðinni í nótt þegar tilkynnt var um hvaða mynd hefði hreppt verðlaunin sem besta myndin. Fyrst var nefnilega tilkynnt að La La Land hefði hlotið verðlaunin en það var síðan leiðrétt þar sem La La Land var alls ekki kosin besta myndin af meðlimum akademíunnar heldur kvikmyndin Moonlight. Það var leikarinn Warren Beatty sem varð fyrir því óláni að tilkynna um ranga mynd en hann var með vitlaust umslag í höndunum en inni í því var miði sem á stóð Emma Stone – La La Land. Hann og leikkonan Faye Dunaway kynntu bestu myndina. „Við biðjum Moonlight, La La Land, Warren Beatty, Faye Dunaway og áhorfendur Óskarsins innilega afsökunar á mistökunum sem gerð voru þegar tilkynnt var hvaða mynd hafði verið valin besta myndin. Kynnararnir fengu umslag með röngum flokk í hendurnar og þegar það kom í ljós var það samstundis leiðrétt. Við erum að rannsaka hvernig þetta gat gerst og sjáum mjög mikið eftir þessu,“ segir í afsökunarbeiðni fyrirtækisins. Þá segir fyrirtækið jafnframt að það sé þakkátt fyrir hversu vel hlutaðeigandi tóku þessari uppákomu en myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Jimmy Kimmel lét Trump heyra það í opnunarræðu Óskarsins Þakkaði meðal annars forsetanum fyrir þegar hann spurði viðstadda hvort þeir myndu eftir því að í fyrra hefðu Óskarsverðlaunin verið talin lituð af kynþáttahatri. 27. febrúar 2017 07:41 Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 27. febrúar 2017 05:16 Ótrúleg uppákoma á Óskarnum: Röng mynd lesin upp sem besta kvikmyndin Hið ótrúlega gerðist á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt þegar röng kvikmynd var tilkynnt sem besta kvikmyndin. 27. febrúar 2017 05:20 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Jimmy Kimmel lét Trump heyra það í opnunarræðu Óskarsins Þakkaði meðal annars forsetanum fyrir þegar hann spurði viðstadda hvort þeir myndu eftir því að í fyrra hefðu Óskarsverðlaunin verið talin lituð af kynþáttahatri. 27. febrúar 2017 07:41
Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 27. febrúar 2017 05:16
Ótrúleg uppákoma á Óskarnum: Röng mynd lesin upp sem besta kvikmyndin Hið ótrúlega gerðist á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt þegar röng kvikmynd var tilkynnt sem besta kvikmyndin. 27. febrúar 2017 05:20