BANK BANK Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Kom inn.“ „Ég kem ekkert inn, komdu út, eins og skot.“ „Kári Stefánsson! Já blessaður, gaman að sjá þig.“ „Það er ekkert gaman að sjá þig. Hvað á það að þýða að skrifa svona bakþanka um mig?“ „Ég var bara að spyrja hvort það væri ekki skrýtið að þú hefðir alltaf sagt að gögnin um genin okkar væru órekjanleg og svo eru þau rekjanleg, ég skildi þetta ekki.“ „Nei, þú skilur nefnilega ekki neitt, þú ert ekkert skárri en þessi Sigríður Andersen.“ „Ókei, en svo skildi ég heldur ekki hvernig eitthvert amerískt fyrirtæki á ykkur en samt eigið þið gögnin um okkur. Ég var nú bara að skrifa um það.“ „Það er bara óþolandi að þurfa að sitja undir bulli í svona fólki eins og þér. Ég er búinn að skrifa fleiri vísindagreinar en nokkur annar, með hæsta birtingastuðul í heimi. Veistu hvað Bjarni Ben er með, ha? Hann er með núll, hann veit ekkert. Og þessi Andersen dama, ég tala nú ekki um hana. En þú skilur ekki neitt, ég er með næstum 5 háskólagráður og þú heldur að þú getir bara vaðið á skítugum skónum og skrifað svona, ég meina, hver ertu eiginlega?“ „Ég er bara ég, en viltu ekki koma inn, við getum ekki staðið hérna úti það er ískalt og allt hverfið heyrir í þér.“ „Farðu bara sjálf inn og hættu að skrifa eins og...“ „Allt í lagi, ég skal skrifa um eitthvað annað, hesta kannski?“ „Já það væri fínt, hestar eru góðir.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun
Kom inn.“ „Ég kem ekkert inn, komdu út, eins og skot.“ „Kári Stefánsson! Já blessaður, gaman að sjá þig.“ „Það er ekkert gaman að sjá þig. Hvað á það að þýða að skrifa svona bakþanka um mig?“ „Ég var bara að spyrja hvort það væri ekki skrýtið að þú hefðir alltaf sagt að gögnin um genin okkar væru órekjanleg og svo eru þau rekjanleg, ég skildi þetta ekki.“ „Nei, þú skilur nefnilega ekki neitt, þú ert ekkert skárri en þessi Sigríður Andersen.“ „Ókei, en svo skildi ég heldur ekki hvernig eitthvert amerískt fyrirtæki á ykkur en samt eigið þið gögnin um okkur. Ég var nú bara að skrifa um það.“ „Það er bara óþolandi að þurfa að sitja undir bulli í svona fólki eins og þér. Ég er búinn að skrifa fleiri vísindagreinar en nokkur annar, með hæsta birtingastuðul í heimi. Veistu hvað Bjarni Ben er með, ha? Hann er með núll, hann veit ekkert. Og þessi Andersen dama, ég tala nú ekki um hana. En þú skilur ekki neitt, ég er með næstum 5 háskólagráður og þú heldur að þú getir bara vaðið á skítugum skónum og skrifað svona, ég meina, hver ertu eiginlega?“ „Ég er bara ég, en viltu ekki koma inn, við getum ekki staðið hérna úti það er ískalt og allt hverfið heyrir í þér.“ „Farðu bara sjálf inn og hættu að skrifa eins og...“ „Allt í lagi, ég skal skrifa um eitthvað annað, hesta kannski?“ „Já það væri fínt, hestar eru góðir.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun