Græni hatturinn og Hard Rock í samstarf um tónleikahald Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2017 10:00 Hard Rock hóf rekstur við Lækjargötu í haust. Græni Hatturinn á Akureyri og Hard Rock Cafe Reykjavík hafa ákveðið að hefja samstarf varðandi tónleikahald. Hljómsveitir munu spila á báðum stöðum um sömu helgarnar. „Það er okkur mikil ánægja að hefja samstarf við Græna hattinn enda er staðurinn einn þekktasti tónleikastaður landsins og annálaður fyrir fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Samstarfið felur í sér að hljómsveitir sem spila á Græna Hattinum munu einnig spila hjá okkur á Hard Rock,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock Cafe. Gott dæmi um þetta samstarf er að helgina 17.-18. febrúar munu hljómsveitirnar Todmobile, Thingtak og Dali spila á báðum stöðunum. „Todmobile verður hér á Hard Rock á föstudagskvöldinu og á Græna hattinum á laugardagskvöldinu en Dalí og Thingtak verða fyrir norðan á föstudagskvöldið og hér á Hard Rock á laugardagskvöldið. Þetta er spennandi samstarf og mun efla tónleikahald hér í Reykjavík og á Akureyri. Staðirnir munu hjálpast að við að gleðja tónlistaráhugamenn bæði sunnan og norðan heiða. Stefnan er að vera með mjög góða og fjölbreytta dagskrá á báðum stöðum,“ segir Stefán.Hard Rock er mjög vel í stakk búinn að halda tónleika að sögn Stefáns. Staðurinn er þúsund fermetrar að stærð og nóg af sætum. Meðal þess sem er að finna á Hard Rock er m.a. trommusett Smashing Pumpkins, kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur, loðfeldur Lady Gaga, jakki Beyoncé, gítar Bon Jovi og margir aðrir munir þannig að tónlistarandinn svífur yfir staðnum. „Okkur á Græna hattinum hlakkar til að taka þátt í þessu skemmtilega samstarfi. Þetta hjálpar okkur líka til að taka á móti erlendum hljómsveitum. Græni Hatturinn fær í hverri viku boð frá erlendum hljómsveitum sem vilja koma til Íslands að spila. Nú eru tvær erlendir hljómsveitir bókaðar og fleiri eru í athugun,“ segir Haukur Tryggvason, staðarhaldari á Græna hattinum. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Græni Hatturinn á Akureyri og Hard Rock Cafe Reykjavík hafa ákveðið að hefja samstarf varðandi tónleikahald. Hljómsveitir munu spila á báðum stöðum um sömu helgarnar. „Það er okkur mikil ánægja að hefja samstarf við Græna hattinn enda er staðurinn einn þekktasti tónleikastaður landsins og annálaður fyrir fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Samstarfið felur í sér að hljómsveitir sem spila á Græna Hattinum munu einnig spila hjá okkur á Hard Rock,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock Cafe. Gott dæmi um þetta samstarf er að helgina 17.-18. febrúar munu hljómsveitirnar Todmobile, Thingtak og Dali spila á báðum stöðunum. „Todmobile verður hér á Hard Rock á föstudagskvöldinu og á Græna hattinum á laugardagskvöldinu en Dalí og Thingtak verða fyrir norðan á föstudagskvöldið og hér á Hard Rock á laugardagskvöldið. Þetta er spennandi samstarf og mun efla tónleikahald hér í Reykjavík og á Akureyri. Staðirnir munu hjálpast að við að gleðja tónlistaráhugamenn bæði sunnan og norðan heiða. Stefnan er að vera með mjög góða og fjölbreytta dagskrá á báðum stöðum,“ segir Stefán.Hard Rock er mjög vel í stakk búinn að halda tónleika að sögn Stefáns. Staðurinn er þúsund fermetrar að stærð og nóg af sætum. Meðal þess sem er að finna á Hard Rock er m.a. trommusett Smashing Pumpkins, kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur, loðfeldur Lady Gaga, jakki Beyoncé, gítar Bon Jovi og margir aðrir munir þannig að tónlistarandinn svífur yfir staðnum. „Okkur á Græna hattinum hlakkar til að taka þátt í þessu skemmtilega samstarfi. Þetta hjálpar okkur líka til að taka á móti erlendum hljómsveitum. Græni Hatturinn fær í hverri viku boð frá erlendum hljómsveitum sem vilja koma til Íslands að spila. Nú eru tvær erlendir hljómsveitir bókaðar og fleiri eru í athugun,“ segir Haukur Tryggvason, staðarhaldari á Græna hattinum.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira