Græni hatturinn og Hard Rock í samstarf um tónleikahald Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2017 10:00 Hard Rock hóf rekstur við Lækjargötu í haust. Græni Hatturinn á Akureyri og Hard Rock Cafe Reykjavík hafa ákveðið að hefja samstarf varðandi tónleikahald. Hljómsveitir munu spila á báðum stöðum um sömu helgarnar. „Það er okkur mikil ánægja að hefja samstarf við Græna hattinn enda er staðurinn einn þekktasti tónleikastaður landsins og annálaður fyrir fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Samstarfið felur í sér að hljómsveitir sem spila á Græna Hattinum munu einnig spila hjá okkur á Hard Rock,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock Cafe. Gott dæmi um þetta samstarf er að helgina 17.-18. febrúar munu hljómsveitirnar Todmobile, Thingtak og Dali spila á báðum stöðunum. „Todmobile verður hér á Hard Rock á föstudagskvöldinu og á Græna hattinum á laugardagskvöldinu en Dalí og Thingtak verða fyrir norðan á föstudagskvöldið og hér á Hard Rock á laugardagskvöldið. Þetta er spennandi samstarf og mun efla tónleikahald hér í Reykjavík og á Akureyri. Staðirnir munu hjálpast að við að gleðja tónlistaráhugamenn bæði sunnan og norðan heiða. Stefnan er að vera með mjög góða og fjölbreytta dagskrá á báðum stöðum,“ segir Stefán.Hard Rock er mjög vel í stakk búinn að halda tónleika að sögn Stefáns. Staðurinn er þúsund fermetrar að stærð og nóg af sætum. Meðal þess sem er að finna á Hard Rock er m.a. trommusett Smashing Pumpkins, kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur, loðfeldur Lady Gaga, jakki Beyoncé, gítar Bon Jovi og margir aðrir munir þannig að tónlistarandinn svífur yfir staðnum. „Okkur á Græna hattinum hlakkar til að taka þátt í þessu skemmtilega samstarfi. Þetta hjálpar okkur líka til að taka á móti erlendum hljómsveitum. Græni Hatturinn fær í hverri viku boð frá erlendum hljómsveitum sem vilja koma til Íslands að spila. Nú eru tvær erlendir hljómsveitir bókaðar og fleiri eru í athugun,“ segir Haukur Tryggvason, staðarhaldari á Græna hattinum. Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Græni Hatturinn á Akureyri og Hard Rock Cafe Reykjavík hafa ákveðið að hefja samstarf varðandi tónleikahald. Hljómsveitir munu spila á báðum stöðum um sömu helgarnar. „Það er okkur mikil ánægja að hefja samstarf við Græna hattinn enda er staðurinn einn þekktasti tónleikastaður landsins og annálaður fyrir fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Samstarfið felur í sér að hljómsveitir sem spila á Græna Hattinum munu einnig spila hjá okkur á Hard Rock,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock Cafe. Gott dæmi um þetta samstarf er að helgina 17.-18. febrúar munu hljómsveitirnar Todmobile, Thingtak og Dali spila á báðum stöðunum. „Todmobile verður hér á Hard Rock á föstudagskvöldinu og á Græna hattinum á laugardagskvöldinu en Dalí og Thingtak verða fyrir norðan á föstudagskvöldið og hér á Hard Rock á laugardagskvöldið. Þetta er spennandi samstarf og mun efla tónleikahald hér í Reykjavík og á Akureyri. Staðirnir munu hjálpast að við að gleðja tónlistaráhugamenn bæði sunnan og norðan heiða. Stefnan er að vera með mjög góða og fjölbreytta dagskrá á báðum stöðum,“ segir Stefán.Hard Rock er mjög vel í stakk búinn að halda tónleika að sögn Stefáns. Staðurinn er þúsund fermetrar að stærð og nóg af sætum. Meðal þess sem er að finna á Hard Rock er m.a. trommusett Smashing Pumpkins, kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur, loðfeldur Lady Gaga, jakki Beyoncé, gítar Bon Jovi og margir aðrir munir þannig að tónlistarandinn svífur yfir staðnum. „Okkur á Græna hattinum hlakkar til að taka þátt í þessu skemmtilega samstarfi. Þetta hjálpar okkur líka til að taka á móti erlendum hljómsveitum. Græni Hatturinn fær í hverri viku boð frá erlendum hljómsveitum sem vilja koma til Íslands að spila. Nú eru tvær erlendir hljómsveitir bókaðar og fleiri eru í athugun,“ segir Haukur Tryggvason, staðarhaldari á Græna hattinum.
Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira