Tónlist

Stórkostleg sýning Beyoncé á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Beyoncé á sviðinu í nótt.
Beyoncé á sviðinu í nótt. vísir/getty
Bandaríska söngkonan Beyoncé tróð upp á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt og sló í gegn eins og hennar er von og vísa.

Atriði hennar var um níu mínútna langt þar sem hún flutti tvö af rólegri lögum plötu sinnar Lemonade, Love Drought og Sandcastles. Þá fengu ljóðlínur úr ljóði Warsan Shire, sem spilar stóra rullu á plötunni, einnig að hljóma.

Beyoncé var kynnt á svið af móður sinni, Tinu Knowles, og má segja að atriðið hafi verið nokkurs konar óður til móðurhlutverksins en söngkonan sjálf tilkynnti á dögunum að hún væri ólétt af tvíburum.

Lemonade er af mörgum tónlistarspekúlöntum talin besta plata síðasta árs en meðlimir í akademíunni sem velur sigurvegara Grammy-verðlaunanna voru ekki á sama máli.

Breska söngkonan Adele hlaut alls fimm verðlaun, meðal annar fyrir bestu poppplötu ársins og besta lag, en Beyoncé sem tilnefnd var til níu verðlauna hlaut tvö verðlaun, fyrir bestu nútímaplötuna (Best Urban Contemporary Album) og besta myndbandið við lagið Formation.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×