Tökur á Bollywood-draugamynd á Vestfjörðum frestast vegna handritsbreytinga og snjóleysis Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2017 13:50 Frá Önundarfirði. Vísir/Pjetur Til stóð að hefja tökur á Bollywood-mynd í Önundarfirði á Vestfjörðum í vikunni en þeim hefur verið frestað vegna þess að ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar. „Svo er allt snjólaust á Íslandi,“ segir Búi Baldvinsson hjá Hero Productions sem átti að koma að framleiðslu myndarinnar hér á landi.Greint var fyrst frá fyrirhuguðum tökum myndarinnar á vef Ríkisútvarpsins en um er að ræða hrollvekju um konu sem er andsetin íslenskum draug en inn í atburðarásin átti að fléttast mikið eldgos. Til stóð að 60 manns yrðu í um mánuð í Önundarfirði við tökur á myndinni í Holti en ekkert verður úr því í bili þar sem ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar sem munu hafa í för með sér að fleiri leikara þarf í myndina sem og að skipuleggja frekari tæknilega úrvinnslu hennar. Kvikmyndagerðarmennirnir höfðu vonast eftir miklum snjó á svæðinu fyrir myndina en nú er allt autt á Vestfjörðum, líkt og annars staðar á landinu. Búi segir að fyrirhugaðar séu tökur á tveimur Bollywood-myndum til viðbótar í sumar en þær tökur gætu einnig farið fram á Vestfjörðum. Ólíkt draugamyndinni þó á að vera mikið um lit, gleði og dans, líkt og hefðbundnum Bollywood-myndum sæmir. Þeir sem ætluðu að gera draugamyndina voru hér á landi síðastliðið haust við tökur á tónlistarmyndbandi fyrir kvikmynd sem nú er í eftirvinnslu og kom Hero Productions að framleiðslu þess hér á landi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Til stóð að hefja tökur á Bollywood-mynd í Önundarfirði á Vestfjörðum í vikunni en þeim hefur verið frestað vegna þess að ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar. „Svo er allt snjólaust á Íslandi,“ segir Búi Baldvinsson hjá Hero Productions sem átti að koma að framleiðslu myndarinnar hér á landi.Greint var fyrst frá fyrirhuguðum tökum myndarinnar á vef Ríkisútvarpsins en um er að ræða hrollvekju um konu sem er andsetin íslenskum draug en inn í atburðarásin átti að fléttast mikið eldgos. Til stóð að 60 manns yrðu í um mánuð í Önundarfirði við tökur á myndinni í Holti en ekkert verður úr því í bili þar sem ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar sem munu hafa í för með sér að fleiri leikara þarf í myndina sem og að skipuleggja frekari tæknilega úrvinnslu hennar. Kvikmyndagerðarmennirnir höfðu vonast eftir miklum snjó á svæðinu fyrir myndina en nú er allt autt á Vestfjörðum, líkt og annars staðar á landinu. Búi segir að fyrirhugaðar séu tökur á tveimur Bollywood-myndum til viðbótar í sumar en þær tökur gætu einnig farið fram á Vestfjörðum. Ólíkt draugamyndinni þó á að vera mikið um lit, gleði og dans, líkt og hefðbundnum Bollywood-myndum sæmir. Þeir sem ætluðu að gera draugamyndina voru hér á landi síðastliðið haust við tökur á tónlistarmyndbandi fyrir kvikmynd sem nú er í eftirvinnslu og kom Hero Productions að framleiðslu þess hér á landi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein