Tökur á Bollywood-draugamynd á Vestfjörðum frestast vegna handritsbreytinga og snjóleysis Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2017 13:50 Frá Önundarfirði. Vísir/Pjetur Til stóð að hefja tökur á Bollywood-mynd í Önundarfirði á Vestfjörðum í vikunni en þeim hefur verið frestað vegna þess að ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar. „Svo er allt snjólaust á Íslandi,“ segir Búi Baldvinsson hjá Hero Productions sem átti að koma að framleiðslu myndarinnar hér á landi.Greint var fyrst frá fyrirhuguðum tökum myndarinnar á vef Ríkisútvarpsins en um er að ræða hrollvekju um konu sem er andsetin íslenskum draug en inn í atburðarásin átti að fléttast mikið eldgos. Til stóð að 60 manns yrðu í um mánuð í Önundarfirði við tökur á myndinni í Holti en ekkert verður úr því í bili þar sem ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar sem munu hafa í för með sér að fleiri leikara þarf í myndina sem og að skipuleggja frekari tæknilega úrvinnslu hennar. Kvikmyndagerðarmennirnir höfðu vonast eftir miklum snjó á svæðinu fyrir myndina en nú er allt autt á Vestfjörðum, líkt og annars staðar á landinu. Búi segir að fyrirhugaðar séu tökur á tveimur Bollywood-myndum til viðbótar í sumar en þær tökur gætu einnig farið fram á Vestfjörðum. Ólíkt draugamyndinni þó á að vera mikið um lit, gleði og dans, líkt og hefðbundnum Bollywood-myndum sæmir. Þeir sem ætluðu að gera draugamyndina voru hér á landi síðastliðið haust við tökur á tónlistarmyndbandi fyrir kvikmynd sem nú er í eftirvinnslu og kom Hero Productions að framleiðslu þess hér á landi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Til stóð að hefja tökur á Bollywood-mynd í Önundarfirði á Vestfjörðum í vikunni en þeim hefur verið frestað vegna þess að ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar. „Svo er allt snjólaust á Íslandi,“ segir Búi Baldvinsson hjá Hero Productions sem átti að koma að framleiðslu myndarinnar hér á landi.Greint var fyrst frá fyrirhuguðum tökum myndarinnar á vef Ríkisútvarpsins en um er að ræða hrollvekju um konu sem er andsetin íslenskum draug en inn í atburðarásin átti að fléttast mikið eldgos. Til stóð að 60 manns yrðu í um mánuð í Önundarfirði við tökur á myndinni í Holti en ekkert verður úr því í bili þar sem ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar sem munu hafa í för með sér að fleiri leikara þarf í myndina sem og að skipuleggja frekari tæknilega úrvinnslu hennar. Kvikmyndagerðarmennirnir höfðu vonast eftir miklum snjó á svæðinu fyrir myndina en nú er allt autt á Vestfjörðum, líkt og annars staðar á landinu. Búi segir að fyrirhugaðar séu tökur á tveimur Bollywood-myndum til viðbótar í sumar en þær tökur gætu einnig farið fram á Vestfjörðum. Ólíkt draugamyndinni þó á að vera mikið um lit, gleði og dans, líkt og hefðbundnum Bollywood-myndum sæmir. Þeir sem ætluðu að gera draugamyndina voru hér á landi síðastliðið haust við tökur á tónlistarmyndbandi fyrir kvikmynd sem nú er í eftirvinnslu og kom Hero Productions að framleiðslu þess hér á landi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira