Það kom í ljós að Thor var staddur í Ástralíu til að slaka aðeins á eftir að hafa bjargað mannkyninu frá vélmenninu illa Ultron. Það var þá sem áhorfendur fengu fyrst að kynnast Darryl og raunum hans í samskiptum við þrumuguðinn.
Nú er komið að þeirri stundu að Darryl er farinn að biðja Thor um að hjálpa til við að borga leiguna, en Thor virðist afar undrandi á því að Darryl taki ekki við verulega verðmætri mynt frá Ásgarði.
Thor snýr aftur í nóvember í myndinni Thor: Ragnarok en þeirri mynd munu einnig sjást hetjur á borð við Hulk og Doctor Strange.