Kansas með tónleika í Hörpu í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2017 10:15 Sveitin á marga aðdáendur hér á landi. Hin eina sanna Kansas stígur á stokk í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 4. júní en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sena Live. Um er að ræða hvítasunnudag þannig að það er frídagur daginn eftir. Sveitin á glæsilegan feril að baki sem spannar yfir fjóra áratugi og hefur hún fyrir löngu sannað sig sem ein helsta klassíska rokkhljómsveit Bandaríkjanna. Til að mynda hafa smáskífurnar Carry on Wayward Son og Dust in the Wind báðar fengið gull og selst í yfir milljón eintökum. Enn í dag eru bæði þessi lög gríðarlega vinsæl, það fyrrnefnda er í topp fimm á lista mest spiluðu laga rokkútvarpsstöðva og sú síðarnefnda hefur verið spiluð í útvarpi yfir 3.000.000 sinnum. Þau eru einnig risastór á mest notuðu efnisveitum samtímans, svo sem Spotify og YouTube. 2016 var merkilegt ár fyrir Kansas en þá gáfu þeir út sína fimmtándu breiðskífu, The Prelude Implicit. Átta af þeim fimmtán skífum sem þeir hafa gert hafa fengið gullviðurkenningu og þar af eru þrjár þeirra sexfaldar platínumplötur. Nýja platan er víðáttumikil og framsækin og er fyrsta stúdíóplata sveitarinnar í heil 16 ár. Kansas er í dag álitin vera ein af hornsteinshljómsveitum klassíska rokksins og á undanförnum árum hefur hún náð að heilla fjölmarga nýja hlustendur gegnum tölvuleiki eins og Rock Band og Guitar Hero og sjónvarpsþætti á borð við Supernatural og South Park svo og kvikmyndum eins og Old School og Anchorman.Miðasala hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 10 á Harpa.is. Póstlistaforsala Senu Live fer fram miðvikudaginn 1. mars kl. 10, en þá fá þeir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, heilum degi áður en almenn sala hefst. Athugið; takmarkað magn miða er í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag. Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hin eina sanna Kansas stígur á stokk í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 4. júní en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sena Live. Um er að ræða hvítasunnudag þannig að það er frídagur daginn eftir. Sveitin á glæsilegan feril að baki sem spannar yfir fjóra áratugi og hefur hún fyrir löngu sannað sig sem ein helsta klassíska rokkhljómsveit Bandaríkjanna. Til að mynda hafa smáskífurnar Carry on Wayward Son og Dust in the Wind báðar fengið gull og selst í yfir milljón eintökum. Enn í dag eru bæði þessi lög gríðarlega vinsæl, það fyrrnefnda er í topp fimm á lista mest spiluðu laga rokkútvarpsstöðva og sú síðarnefnda hefur verið spiluð í útvarpi yfir 3.000.000 sinnum. Þau eru einnig risastór á mest notuðu efnisveitum samtímans, svo sem Spotify og YouTube. 2016 var merkilegt ár fyrir Kansas en þá gáfu þeir út sína fimmtándu breiðskífu, The Prelude Implicit. Átta af þeim fimmtán skífum sem þeir hafa gert hafa fengið gullviðurkenningu og þar af eru þrjár þeirra sexfaldar platínumplötur. Nýja platan er víðáttumikil og framsækin og er fyrsta stúdíóplata sveitarinnar í heil 16 ár. Kansas er í dag álitin vera ein af hornsteinshljómsveitum klassíska rokksins og á undanförnum árum hefur hún náð að heilla fjölmarga nýja hlustendur gegnum tölvuleiki eins og Rock Band og Guitar Hero og sjónvarpsþætti á borð við Supernatural og South Park svo og kvikmyndum eins og Old School og Anchorman.Miðasala hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 10 á Harpa.is. Póstlistaforsala Senu Live fer fram miðvikudaginn 1. mars kl. 10, en þá fá þeir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, heilum degi áður en almenn sala hefst. Athugið; takmarkað magn miða er í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag.
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira