Hjartasteinn með sextán tilnefningar Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2017 12:45 Nýr verðlaunagripur var kynntur til leiks Vísir/Stefán Tilkynnt verður um tilnefningar til Eddunnar 2017, uppskeruhátíðar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, á blaðamannafundi í Bíó Paradís klukkan 13 í dag. Þá verður einnig frumsýnd nýja Eddu verðlaunastyttan ásamt því að nýr flokkur, Sjónvarpsefni ársins, verður kynntur en í þeim flokki verður kosið meðal almennings.Blaðamaður Vísis er í Bíó Paradís og mun hann greina frá öllu því markverðasta, um leið og það gerist, hér að neðan.Á vef Eddunnar segir að frestur til að skila inn verkum í Edduna hafi runnið út í byrjun janúar og að þegar upp var staðið höfðu framleiðendur sent alls 92 verk inn í keppnina. Að auki voru nöfn 178 einstaklinga, sem unnu við öll þessi kvikmynda- og sjónvarpsverk, send inn í fagverðlaun Eddunnar. Gjaldgeng voru verk sem voru frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2016 til 31. desember 2016. „Af innsendum verkum eru sjónvarpsverk alls 57 talsins sem er aðeins minna en síðustu ár. Innsendar kvikmyndir eru sjö og sjö stuttmyndir eru sendar inn. Innsendum verkum í flokkinn Heimildamyndir voru 19. Fjórar forvalsnefndir hafa verið að störfum við að horfa á öll innsend verk og velja þau sem tilnefnd verða í öllum 25 verðlaunaflokkum Eddunnar. Kosning Akademíumeðlima á milli tilnefndra verka hefst 3. febrúar og stendur í rúmar tvær vikur,“ segir á vef Eddunnar. Úrslit kosningarinnar verða svo tilkynnt á Edduhátíðinni 2017 sem að þessu sinni verður haldin sunnudaginn 26. febrúar á hótel Hilton Reykjavík Nordica.Uppfært klukkan 13:50Hjartasteinn fékk sextán tilnefningar til Eddunnar en útlistun tilnefninga í öllum flokkum má sjá hér. Bíó og sjónvarp Eddan Tengdar fréttir Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Tilkynnt verður um tilnefningar til Eddunnar 2017, uppskeruhátíðar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, á blaðamannafundi í Bíó Paradís klukkan 13 í dag. Þá verður einnig frumsýnd nýja Eddu verðlaunastyttan ásamt því að nýr flokkur, Sjónvarpsefni ársins, verður kynntur en í þeim flokki verður kosið meðal almennings.Blaðamaður Vísis er í Bíó Paradís og mun hann greina frá öllu því markverðasta, um leið og það gerist, hér að neðan.Á vef Eddunnar segir að frestur til að skila inn verkum í Edduna hafi runnið út í byrjun janúar og að þegar upp var staðið höfðu framleiðendur sent alls 92 verk inn í keppnina. Að auki voru nöfn 178 einstaklinga, sem unnu við öll þessi kvikmynda- og sjónvarpsverk, send inn í fagverðlaun Eddunnar. Gjaldgeng voru verk sem voru frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2016 til 31. desember 2016. „Af innsendum verkum eru sjónvarpsverk alls 57 talsins sem er aðeins minna en síðustu ár. Innsendar kvikmyndir eru sjö og sjö stuttmyndir eru sendar inn. Innsendum verkum í flokkinn Heimildamyndir voru 19. Fjórar forvalsnefndir hafa verið að störfum við að horfa á öll innsend verk og velja þau sem tilnefnd verða í öllum 25 verðlaunaflokkum Eddunnar. Kosning Akademíumeðlima á milli tilnefndra verka hefst 3. febrúar og stendur í rúmar tvær vikur,“ segir á vef Eddunnar. Úrslit kosningarinnar verða svo tilkynnt á Edduhátíðinni 2017 sem að þessu sinni verður haldin sunnudaginn 26. febrúar á hótel Hilton Reykjavík Nordica.Uppfært klukkan 13:50Hjartasteinn fékk sextán tilnefningar til Eddunnar en útlistun tilnefninga í öllum flokkum má sjá hér.
Bíó og sjónvarp Eddan Tengdar fréttir Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein