Fyrir hvern? Magnús Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2017 07:00 Enn og aftur skal látið reyna á frumvarp þess efnis á Alþingi að leyfa sölu áfengis í verslunum. Í gegnum tíðina hafa skoðanakannanir reyndar sýnt að meirihluti þjóðarinnar er andvígur þessari breytingu en það virðist þó ekki angra flutningsmenn tillögunnar sem koma úr röðum stjórnarflokkanna og Pírata. Það eitt er eilítið merkilegt í ljósi þess að í þessum flokkum er að finna vilja til þess að auka við beint lýðræði í landinu og draga úr forræðishyggju. En það hlýtur að felast ákveðin forræðishyggja í því að vilja hafa vit fyrir meirihluta landsmanna í þessu máli sem öðrum. Þess vegna hljóta landsmenn að velta því fyrir sér hvert markmiðið er hjá flutningsmönnum tillögunnar með að vilja hafa vit fyrir þeim í þessum efnum? Augljósasta skýringin er að flutningsmenn frumvarpsins telji að það sé mikilvægt þjóðþrifamál að auka umtalsvert aðgengi að áfengi. Að það sé hægt að kaupa vín í næstu matvöruverslun og það jafnvel allan sólarhringinn. Meirihluti landsmanna er reyndar sáttur við núverandi fyrirkomulag, telur aðgengið nægilega gott og er einfaldlega ekki að kalla eftir breytingu á núgildandi fyrirkomulagi. Þannig að ekki er það vilji meirihluta landsmanna sem er verið að framfylgja með frumvarpinu. Aðalástæða þess að meirihluti landsmanna er á móti því að auka aðgengi að áfengi er lýðheilsufræðilegs eðlis. Birgir Jakobsson landlæknir, hefur þegar tjáð sig um frumvarpið með afgerandi hætti og bent á að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar notkunar. Sérstaklega geti þetta átt við viðkvæma hópa á borð við ungmenni og þá sem þola illa áfengi og leiði þannig til aukins heilsutjóns á meðal landsmanna með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðfélagið. Ekki er það nú það sem Ísland vantar að auka álagið og kostnaðinn við rekstur heilbrigðiskerfisins, um það getum við eflaust öll verið sammála. Líka flutningsmenn frumvarpsins umrædda, sem virðast þó lítið ræða þennan lýðheilsufræðilega þátt. Það er eins og aldrei sé búið að sanna með nægilega mörgum rannsóknum að aukið aðgengi hefur í för með sér aukna neyslu og skaðleg áhrif á heilsufar landsmanna til þess að það fari að hafa áhrif á ákvörðunina. Því miður minnir þetta nánast á olíuframleiðendur og talsmenn þeirra sem segja að það sé bara alls ekki sannað að loftlagsbreytingar séu af mannavöldum. En er það ekki einmitt málið að hér er verið að vinna að hagsmunum annarra en meirihluta landsmanna? Því eina haldbæra skýringin sem stendur eftir er að flutningsmenn frumvarpsins eru að þjónusta hagsmuni verslunarinnar því þar vantar svo sannarlega ekki viljann til þess að selja vín. Það er auðvitað ekkert að því að þingmenn vinni að því gera starfsumhverfi verslunarinnar sem best og samkeppnina sem mesta. En það hlýtur að eiga að gerast á forsendum heildarhagsmuna þjóðarinnar. Á forsendu þeirra sem þingmenn þiggja vald sitt frá, en ekki á forsendum fyrirtækja eða annarra hagmunaðila, því þingið á að vera í þjónustu þjóðarinnar. Alltaf og án undantekninga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Enn og aftur skal látið reyna á frumvarp þess efnis á Alþingi að leyfa sölu áfengis í verslunum. Í gegnum tíðina hafa skoðanakannanir reyndar sýnt að meirihluti þjóðarinnar er andvígur þessari breytingu en það virðist þó ekki angra flutningsmenn tillögunnar sem koma úr röðum stjórnarflokkanna og Pírata. Það eitt er eilítið merkilegt í ljósi þess að í þessum flokkum er að finna vilja til þess að auka við beint lýðræði í landinu og draga úr forræðishyggju. En það hlýtur að felast ákveðin forræðishyggja í því að vilja hafa vit fyrir meirihluta landsmanna í þessu máli sem öðrum. Þess vegna hljóta landsmenn að velta því fyrir sér hvert markmiðið er hjá flutningsmönnum tillögunnar með að vilja hafa vit fyrir þeim í þessum efnum? Augljósasta skýringin er að flutningsmenn frumvarpsins telji að það sé mikilvægt þjóðþrifamál að auka umtalsvert aðgengi að áfengi. Að það sé hægt að kaupa vín í næstu matvöruverslun og það jafnvel allan sólarhringinn. Meirihluti landsmanna er reyndar sáttur við núverandi fyrirkomulag, telur aðgengið nægilega gott og er einfaldlega ekki að kalla eftir breytingu á núgildandi fyrirkomulagi. Þannig að ekki er það vilji meirihluta landsmanna sem er verið að framfylgja með frumvarpinu. Aðalástæða þess að meirihluti landsmanna er á móti því að auka aðgengi að áfengi er lýðheilsufræðilegs eðlis. Birgir Jakobsson landlæknir, hefur þegar tjáð sig um frumvarpið með afgerandi hætti og bent á að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar notkunar. Sérstaklega geti þetta átt við viðkvæma hópa á borð við ungmenni og þá sem þola illa áfengi og leiði þannig til aukins heilsutjóns á meðal landsmanna með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðfélagið. Ekki er það nú það sem Ísland vantar að auka álagið og kostnaðinn við rekstur heilbrigðiskerfisins, um það getum við eflaust öll verið sammála. Líka flutningsmenn frumvarpsins umrædda, sem virðast þó lítið ræða þennan lýðheilsufræðilega þátt. Það er eins og aldrei sé búið að sanna með nægilega mörgum rannsóknum að aukið aðgengi hefur í för með sér aukna neyslu og skaðleg áhrif á heilsufar landsmanna til þess að það fari að hafa áhrif á ákvörðunina. Því miður minnir þetta nánast á olíuframleiðendur og talsmenn þeirra sem segja að það sé bara alls ekki sannað að loftlagsbreytingar séu af mannavöldum. En er það ekki einmitt málið að hér er verið að vinna að hagsmunum annarra en meirihluta landsmanna? Því eina haldbæra skýringin sem stendur eftir er að flutningsmenn frumvarpsins eru að þjónusta hagsmuni verslunarinnar því þar vantar svo sannarlega ekki viljann til þess að selja vín. Það er auðvitað ekkert að því að þingmenn vinni að því gera starfsumhverfi verslunarinnar sem best og samkeppnina sem mesta. En það hlýtur að eiga að gerast á forsendum heildarhagsmuna þjóðarinnar. Á forsendu þeirra sem þingmenn þiggja vald sitt frá, en ekki á forsendum fyrirtækja eða annarra hagmunaðila, því þingið á að vera í þjónustu þjóðarinnar. Alltaf og án undantekninga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. febrúar.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun