Driftað á Subaru í Rovaniemi Finnur Thorlacius skrifar 7. febrúar 2017 10:45 Á 300 hestafla Subaru Impreza WRX STI á fullu í driftbrautinni í Rovaniemi. Ef allir Íslendingar fengju að skreppa til Rovaniemi í Finnlandi og leika sér á Subaru bílum í snjónum þar væri landinn örugglega mun hæfari til vetraraksturs. Að minnsta kosti á það við greinarritara, en hann naut þess fyrir stuttu að aka hinar ýmsu þrautabrautir sem þeir Subaru menn höfðu lagt rétt fyrir utan vetrarborgina finnsku, en hún liggur akkúrat á norðurheimskautsbaugnum, líkt og Grímsey. Rovaniemi er reyndar einskonar heimavöllur vetraraksturs og þar hafa heimamenn og bíla- og dekkjaframleiðendur útbúið frábærar brautir til að reyna getu bíla í snjóakstri og ekki skortir fjölbreytnina í lagningu brautanna, hæfni kennaranna þar og fjölda gesta sem heimsækja Rovaniemi til að reyna hæfni sína.Rovaniemi sem heimavöllur fyrir SubaruBílar Subaru eru einkar heppilegir til slíks aksturs, þeir eru allir fjórhjóladrifnir, ef undan er skilinn sportbíllinn Subaru BRZ sem framleiddur var í samstarfi við Toyota, allir eru þeir frekar háir undir lægsta punkt, allir eru þeir fremur léttir og því mjög hentugir til að leika sér á í snjónum. Það var heldur ekki leiðinlegt að kynnast getu þeirra við þessar aðstæður og hvað mátti bjóða þessum hæfu bílum. Ferðalagið til Rovaniemi er langt þó svo hún teljist nú til Norðurlandanna, en fyrst varð að fljúga til höfuðborgarinnar Helsinki og þaðan taka flugið á Rovaniemi, sem var furðu langt flug.Drift á 300 hestafla Subaru WRX STIAkstursdagurinn var hreint ævintýri og fjórskiptur að því leiti að um fjórar brautir var að ræða og í hverri þeirra mátti kynnast hæfni bílanna við ólíkar aðstæður. Fyrst brautanna hjá okkur Íslendingunum sem tóku þátt var driftbraut, hrikalega skemmtileg og ekki skemmdi bílaúrvalið. Fyrstan þarf að telja Subaru WRX STI bíl, 300 öskrandi hestöfl og endalaust grip, því hann var á nettum nöglum. Til taks voru einnig Subaru BRZ, Subaru Levorg og Subaru XV. Vart þarf að taka það fram að skemmtilegast var að leika sér á Subaru WRX STI bílnum og hægt að fara brautina hraðast á honum og með mestum tilþrifum. Svo til aldrei var bíllinn beinn á braut og listin mest fólgin í því að aka bílnum á hlið gegnum alla brautina. Alls ekki leiðinleg iðja það.Löðursveittir af spenningiBara eftir örfáar mínútur stigu ökumenn löðursveittir útúr bílunum eftir átökin, eingöngu af spenningi og átökum við stýrið og pedalana. Það er eiginlega ekki hægt að biðja um það skemmtilegra. Meira að segja var í góðu lagi að fara að mörkum getu bílsins og tefla á tvær hættur því mjög óvarlega þurfti að fara til að vefja bílnum um nærliggjandi tré, en gætt var þess að dágóður spotti af djúpum snjó væri á milli brautar og trjáa. Þó mátti litlu muna að svo færi einu sinni, en það skilgreindum við landarnir að væri eingöngu gert til að stækka brautina! Oft mátti heyra mikil öskur um borð í bílunum og stundum erfitt að greina á milli hræðsluópa og gleðistuna yfir á stundum vel heppnuðum akstri. Þessa upplifun þarf hver bílaáhugamaður að reyna áður en yfir líkur. Það er reyndar hægt að kaupa sér reynsluakstur á margskonar bílum í Rovaniemi og bent á netið í því sambandi.“Handling”, “Performance” og “Forest drive”Þá voru eftir 4 mismunandi brautir að fara sem báru nöfnin “Handling”, “Performance” og “Forest drive”. Það verður að segjast að ekki vorum við hættir að drifta í “Handling” brautinni og náðum líklega enn meiri tökum á driftinu fyrir vikið. Hún var þó ekki eins löng og “Drifting”-brautin og því næst ekki eins mikill hraði í henni, en skemmtileg samt. Þá tók við nokkursskonar torfærubraut þar sem bíllinn fékk stundum að missa grip á sumum hjólum og kom þá magnað fjórhjóladrif Subaru vel í ljós. Að endingu kom svo að miklum skógarakstri, nokkuð langri leið þar sem svo torfært var að einn leiðangursstjórinn festi bíl sinn fljótt. Það kom þó ekki fyrir hina íslensku ökumenn, enda ansi vanir snjónum hér á landi. Dagurinn endaði svo með veglegum kvöldverði í mikilli íshöll þar sem setið var á klakasætum með hreindýrshúðum ofaná.Hvert metsöluárið á fætur öðruRétt er að taka það fram að Subaru hefur notið gríðarlegrar velgengni á síðustu árum í sölu bíla sinna um allan heim og síðustu 6 ár hefur hvert metárið í sölu komið af öðru og í fyrsta skiptið í fyrra náði Subaru yfir eins milljón bíla sölu. Þar af seldust 665.000 þeirra í Bandaríkjunum, en hvorki Kína né Evrópa teljast með stórum mörkuðum fyrir Subaru bíla og seldust t.d. fleiri Subaru bílar í Ástralíu en í Kína og enn minna í Evrópu. Þó seljast margir Subaru bílar hérlendis á hverju ári og fer verulega vaxandi, enda Ísland land sem hentar Subaru bílum, sem og Ástralía. Subaru hefur í 51 árs sögu sinni selt 16,9 milljón bíla og eru 15,9 milljón þeirra fjórhjóladrifnir. Subaru BRZ er heldur ekki leiðinlegt ökutæki til að aka á í flottum brautunum í Rovaniemi.Allar gerðir Subaru bíla voru til taks í Finnlandi, hver öðrum skemmtilegri.Í lok geggjaðs dags var bílunum lagt fyrir utan þjónustuhúsið við brautirnar, enda sól hnigin á þessum norðlægu slóðum.Í skógarakstrinum var talsverð ófærð og einum fararstjóranum varð á að festa bíl sinn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður
Ef allir Íslendingar fengju að skreppa til Rovaniemi í Finnlandi og leika sér á Subaru bílum í snjónum þar væri landinn örugglega mun hæfari til vetraraksturs. Að minnsta kosti á það við greinarritara, en hann naut þess fyrir stuttu að aka hinar ýmsu þrautabrautir sem þeir Subaru menn höfðu lagt rétt fyrir utan vetrarborgina finnsku, en hún liggur akkúrat á norðurheimskautsbaugnum, líkt og Grímsey. Rovaniemi er reyndar einskonar heimavöllur vetraraksturs og þar hafa heimamenn og bíla- og dekkjaframleiðendur útbúið frábærar brautir til að reyna getu bíla í snjóakstri og ekki skortir fjölbreytnina í lagningu brautanna, hæfni kennaranna þar og fjölda gesta sem heimsækja Rovaniemi til að reyna hæfni sína.Rovaniemi sem heimavöllur fyrir SubaruBílar Subaru eru einkar heppilegir til slíks aksturs, þeir eru allir fjórhjóladrifnir, ef undan er skilinn sportbíllinn Subaru BRZ sem framleiddur var í samstarfi við Toyota, allir eru þeir frekar háir undir lægsta punkt, allir eru þeir fremur léttir og því mjög hentugir til að leika sér á í snjónum. Það var heldur ekki leiðinlegt að kynnast getu þeirra við þessar aðstæður og hvað mátti bjóða þessum hæfu bílum. Ferðalagið til Rovaniemi er langt þó svo hún teljist nú til Norðurlandanna, en fyrst varð að fljúga til höfuðborgarinnar Helsinki og þaðan taka flugið á Rovaniemi, sem var furðu langt flug.Drift á 300 hestafla Subaru WRX STIAkstursdagurinn var hreint ævintýri og fjórskiptur að því leiti að um fjórar brautir var að ræða og í hverri þeirra mátti kynnast hæfni bílanna við ólíkar aðstæður. Fyrst brautanna hjá okkur Íslendingunum sem tóku þátt var driftbraut, hrikalega skemmtileg og ekki skemmdi bílaúrvalið. Fyrstan þarf að telja Subaru WRX STI bíl, 300 öskrandi hestöfl og endalaust grip, því hann var á nettum nöglum. Til taks voru einnig Subaru BRZ, Subaru Levorg og Subaru XV. Vart þarf að taka það fram að skemmtilegast var að leika sér á Subaru WRX STI bílnum og hægt að fara brautina hraðast á honum og með mestum tilþrifum. Svo til aldrei var bíllinn beinn á braut og listin mest fólgin í því að aka bílnum á hlið gegnum alla brautina. Alls ekki leiðinleg iðja það.Löðursveittir af spenningiBara eftir örfáar mínútur stigu ökumenn löðursveittir útúr bílunum eftir átökin, eingöngu af spenningi og átökum við stýrið og pedalana. Það er eiginlega ekki hægt að biðja um það skemmtilegra. Meira að segja var í góðu lagi að fara að mörkum getu bílsins og tefla á tvær hættur því mjög óvarlega þurfti að fara til að vefja bílnum um nærliggjandi tré, en gætt var þess að dágóður spotti af djúpum snjó væri á milli brautar og trjáa. Þó mátti litlu muna að svo færi einu sinni, en það skilgreindum við landarnir að væri eingöngu gert til að stækka brautina! Oft mátti heyra mikil öskur um borð í bílunum og stundum erfitt að greina á milli hræðsluópa og gleðistuna yfir á stundum vel heppnuðum akstri. Þessa upplifun þarf hver bílaáhugamaður að reyna áður en yfir líkur. Það er reyndar hægt að kaupa sér reynsluakstur á margskonar bílum í Rovaniemi og bent á netið í því sambandi.“Handling”, “Performance” og “Forest drive”Þá voru eftir 4 mismunandi brautir að fara sem báru nöfnin “Handling”, “Performance” og “Forest drive”. Það verður að segjast að ekki vorum við hættir að drifta í “Handling” brautinni og náðum líklega enn meiri tökum á driftinu fyrir vikið. Hún var þó ekki eins löng og “Drifting”-brautin og því næst ekki eins mikill hraði í henni, en skemmtileg samt. Þá tók við nokkursskonar torfærubraut þar sem bíllinn fékk stundum að missa grip á sumum hjólum og kom þá magnað fjórhjóladrif Subaru vel í ljós. Að endingu kom svo að miklum skógarakstri, nokkuð langri leið þar sem svo torfært var að einn leiðangursstjórinn festi bíl sinn fljótt. Það kom þó ekki fyrir hina íslensku ökumenn, enda ansi vanir snjónum hér á landi. Dagurinn endaði svo með veglegum kvöldverði í mikilli íshöll þar sem setið var á klakasætum með hreindýrshúðum ofaná.Hvert metsöluárið á fætur öðruRétt er að taka það fram að Subaru hefur notið gríðarlegrar velgengni á síðustu árum í sölu bíla sinna um allan heim og síðustu 6 ár hefur hvert metárið í sölu komið af öðru og í fyrsta skiptið í fyrra náði Subaru yfir eins milljón bíla sölu. Þar af seldust 665.000 þeirra í Bandaríkjunum, en hvorki Kína né Evrópa teljast með stórum mörkuðum fyrir Subaru bíla og seldust t.d. fleiri Subaru bílar í Ástralíu en í Kína og enn minna í Evrópu. Þó seljast margir Subaru bílar hérlendis á hverju ári og fer verulega vaxandi, enda Ísland land sem hentar Subaru bílum, sem og Ástralía. Subaru hefur í 51 árs sögu sinni selt 16,9 milljón bíla og eru 15,9 milljón þeirra fjórhjóladrifnir. Subaru BRZ er heldur ekki leiðinlegt ökutæki til að aka á í flottum brautunum í Rovaniemi.Allar gerðir Subaru bíla voru til taks í Finnlandi, hver öðrum skemmtilegri.Í lok geggjaðs dags var bílunum lagt fyrir utan þjónustuhúsið við brautirnar, enda sól hnigin á þessum norðlægu slóðum.Í skógarakstrinum var talsverð ófærð og einum fararstjóranum varð á að festa bíl sinn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður