Nýr rafbíll með allt að 400 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 7. febrúar 2017 13:30 Renault Zoe er snaggaralegur rafmagnsbíll með mikla drægni. Viðskiptavinir BL fá fyrstu Renault ZOE rafmagnsbíla afhenta í lok þessa mánaðar. Bílaumboðið fær reynsluakstursbíl upp úr 20. febrúar og um sama leyti kemur sýningarbíll í salinn við Sævarhöfðann. Renault ZOE er mest seldi rafbíllinn í Evrópu og nú er hann kominn með nýja rafhlöðu sem hefur tvöfalt meiri drægni en rafhlaða eldri bíla, eða allt að 400 km miðað við bestu aðstæður. Hjá BL kostar nýr ZOE Intens 3.690 þúsundir króna og er bíllinn mjög vel útbúinn. Meðal staðalbúnaðar má nefna umhverfshljóð fyrir gangandi vegfarendur, sjálfvirk halogen aðalljós, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að aftan, regnskynjara á þurrkum, rafdrifna og hitaða aðfellanlega útispegla, leðurklætt aðgerðarstýri, sjálfvirka miðstöð með loftkælingu og tímastilli, bremsu- og brekkuaðstoð, spólvörn, stöðugleikastýringu og dekkjaþrýstingskerfi. Einnig má nefna aðdráttar- og veltistýri, hraðastilli með hraðatakmarkara, Media Nav með 7“ snertiskjá, leiðsögukerfi með Íslandskorti, USB og AUX tengi og margt fleira. Renault Zoe var valinn rafmagnsbíll ársins 2017 í Bretlandi af What Car? Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent
Viðskiptavinir BL fá fyrstu Renault ZOE rafmagnsbíla afhenta í lok þessa mánaðar. Bílaumboðið fær reynsluakstursbíl upp úr 20. febrúar og um sama leyti kemur sýningarbíll í salinn við Sævarhöfðann. Renault ZOE er mest seldi rafbíllinn í Evrópu og nú er hann kominn með nýja rafhlöðu sem hefur tvöfalt meiri drægni en rafhlaða eldri bíla, eða allt að 400 km miðað við bestu aðstæður. Hjá BL kostar nýr ZOE Intens 3.690 þúsundir króna og er bíllinn mjög vel útbúinn. Meðal staðalbúnaðar má nefna umhverfshljóð fyrir gangandi vegfarendur, sjálfvirk halogen aðalljós, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að aftan, regnskynjara á þurrkum, rafdrifna og hitaða aðfellanlega útispegla, leðurklætt aðgerðarstýri, sjálfvirka miðstöð með loftkælingu og tímastilli, bremsu- og brekkuaðstoð, spólvörn, stöðugleikastýringu og dekkjaþrýstingskerfi. Einnig má nefna aðdráttar- og veltistýri, hraðastilli með hraðatakmarkara, Media Nav með 7“ snertiskjá, leiðsögukerfi með Íslandskorti, USB og AUX tengi og margt fleira. Renault Zoe var valinn rafmagnsbíll ársins 2017 í Bretlandi af What Car?
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent