Hvar á að halda Ólympíuleikana? Björn Berg Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2017 12:00 Róm, Boston og Hamborg hafa dregið til baka umsóknir sínar um að halda Ólympíuleikana árið 2024. Ósló, Stokkhólmur, Kraká og Lviv drógu til baka umsóknir sínar um að halda Vetrarleikana 2022 og íbúar St. Moritz og München höfnuðu umsókn í atkvæðagreiðslu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að það borgar sig ekki að halda Ólympíuleika og almenningur er loksins farinn að átta sig á því.Meiriháttar breytingar framundan Auðvitað er gaman að hýsa stórmót. Það er mjög skiljanlegt að stjórnmálamenn og forsvarsmenn íþróttahreyfinga hafi áhuga á allri athyglinni og glimmerinu sem fylgir stórmóti en á undanförnum misserum hafa þeir þurft að hugsa sinn gang vegna þrýstings frá íbúum. Þeir komast ekki lengur upp með taumlaus fjárútlát því pólitíski kostnaðurinn er líka orðinn of mikill. Frá árinu 1960 hefur engri þjóð tekist að halda Ólympíuleika án þess að fara fram úr fjárhagsáætlun. Framúrkeyrslan hefur verið að meðaltali yfir 150% og ónýtt mannvirki, að Ólympíuleikum loknum, molna niður út um allan heim enda í mörgum tilfellum erfitt að finna not fyrir þau. Þetta vita allir sem hýsa næstu leika en samt gerist þetta trekk í trekk og enginn virðist læra af sögunni. Kannski er það eðlilegt þar sem þessi gríðarlega framkvæmd er annað hvert ár sett í hendurnar á fólki sem hefur litla sem enga reynslu af því að hýsa Ólympíuleika. Spurningin er því hvort það sé ekki kominn tími til að gefast upp á núverandi fyrirkomulagi og prófa eitthvað annað?Los Angeles eða Aþena til framtíðar? Alþjóða Ólympíunefndin áttar sig á stöðunni og auðvitað er vandræðalegt að horfa upp á meirihluta umsóknaraðila draga sínar umsóknir til baka. Þar á bæ er talað um mikilvægi þess að ná tökum á kostnaði við leikana og sýna skynsemi en af fenginni reynslu ætti að taka öllu slíku tali með fyrirvara. Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að skynsamlegast væri að finna sumarleikunum varanlegt heimili. Mannvirkin væru þá notuð oftar en einu sinni og leikarnir fengju jafnvel alþjóðlegri blæ. Los Angeles kemur sterklega til greina sem heimili leikanna 2024 sem gætu verið haldnir þar framvegis en vel má færa rök fyrir að Aþena sé hið eina sanna heimili Ólympíuleikana. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort vegur þyngra að ný þjóð fái að halda risaveislu á fjögurra ára fresti eða halda leikana alltaf á sama staðnum og gera það skynsamlega.Pistillinn birtist fyrst í Markaðanum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Róm, Boston og Hamborg hafa dregið til baka umsóknir sínar um að halda Ólympíuleikana árið 2024. Ósló, Stokkhólmur, Kraká og Lviv drógu til baka umsóknir sínar um að halda Vetrarleikana 2022 og íbúar St. Moritz og München höfnuðu umsókn í atkvæðagreiðslu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að það borgar sig ekki að halda Ólympíuleika og almenningur er loksins farinn að átta sig á því.Meiriháttar breytingar framundan Auðvitað er gaman að hýsa stórmót. Það er mjög skiljanlegt að stjórnmálamenn og forsvarsmenn íþróttahreyfinga hafi áhuga á allri athyglinni og glimmerinu sem fylgir stórmóti en á undanförnum misserum hafa þeir þurft að hugsa sinn gang vegna þrýstings frá íbúum. Þeir komast ekki lengur upp með taumlaus fjárútlát því pólitíski kostnaðurinn er líka orðinn of mikill. Frá árinu 1960 hefur engri þjóð tekist að halda Ólympíuleika án þess að fara fram úr fjárhagsáætlun. Framúrkeyrslan hefur verið að meðaltali yfir 150% og ónýtt mannvirki, að Ólympíuleikum loknum, molna niður út um allan heim enda í mörgum tilfellum erfitt að finna not fyrir þau. Þetta vita allir sem hýsa næstu leika en samt gerist þetta trekk í trekk og enginn virðist læra af sögunni. Kannski er það eðlilegt þar sem þessi gríðarlega framkvæmd er annað hvert ár sett í hendurnar á fólki sem hefur litla sem enga reynslu af því að hýsa Ólympíuleika. Spurningin er því hvort það sé ekki kominn tími til að gefast upp á núverandi fyrirkomulagi og prófa eitthvað annað?Los Angeles eða Aþena til framtíðar? Alþjóða Ólympíunefndin áttar sig á stöðunni og auðvitað er vandræðalegt að horfa upp á meirihluta umsóknaraðila draga sínar umsóknir til baka. Þar á bæ er talað um mikilvægi þess að ná tökum á kostnaði við leikana og sýna skynsemi en af fenginni reynslu ætti að taka öllu slíku tali með fyrirvara. Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að skynsamlegast væri að finna sumarleikunum varanlegt heimili. Mannvirkin væru þá notuð oftar en einu sinni og leikarnir fengju jafnvel alþjóðlegri blæ. Los Angeles kemur sterklega til greina sem heimili leikanna 2024 sem gætu verið haldnir þar framvegis en vel má færa rök fyrir að Aþena sé hið eina sanna heimili Ólympíuleikana. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort vegur þyngra að ný þjóð fái að halda risaveislu á fjögurra ára fresti eða halda leikana alltaf á sama staðnum og gera það skynsamlega.Pistillinn birtist fyrst í Markaðanum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun