Lítill jepplingur Kia í prófunum Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2017 11:08 Til nýs Kia Stonic sást við prófanir í norðurhluta Svíþjóðar. Kia ætlar að fjölga í jepplingaflórunni hjá sér á næstunni og kynna jeppling á stærð við Kia Rio fólksbílinn. Þar fer því nokkru minni jepplingur en Sportage, en þessi stærð jepplinga virðist eiga mjög uppá pallborðið hjá kaupendum um þessar mundir. Þessi nýi bíll á að fá nafnið Stonic og verða aðeins í boði í nokkrum löndum. Búist er við því að útlitið á bílnum komi að miklu leiti frá nýjum Kia Rio sem kynntur verður á næstunni af fjórðu kynslóð. Þó gæti ýmislegt erfst frá tilraunabílnum Provo Concept frá árinu 2013, en hann þótti skarta fögrum línum. Sami vélbúnaður verður í þessum nýja jeppling og finna verður í nýjum Kia Rio. Þriggja strokka og 1,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél í 100 og 120 hestafla útgáfum, 76 og 89 hestafla 1,4 lítra dísilvélar verða líklega í boði og ef til fleiri vélarkostir. Heimildir herma að þessi jepplingur Kia verði aðeins í boði með framhjóladrifi, en bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Bíllinn verður kynntur almenningi á þessu ári og þá líklega á bílasýningunni í Frankfürt í september og á markað verður hann kominn á næsta ári.Kia Prove tilraunabíllinn. Vonandi erfir Stonic jepplingurinn eitthvað af línunum frá þessum. Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent
Kia ætlar að fjölga í jepplingaflórunni hjá sér á næstunni og kynna jeppling á stærð við Kia Rio fólksbílinn. Þar fer því nokkru minni jepplingur en Sportage, en þessi stærð jepplinga virðist eiga mjög uppá pallborðið hjá kaupendum um þessar mundir. Þessi nýi bíll á að fá nafnið Stonic og verða aðeins í boði í nokkrum löndum. Búist er við því að útlitið á bílnum komi að miklu leiti frá nýjum Kia Rio sem kynntur verður á næstunni af fjórðu kynslóð. Þó gæti ýmislegt erfst frá tilraunabílnum Provo Concept frá árinu 2013, en hann þótti skarta fögrum línum. Sami vélbúnaður verður í þessum nýja jeppling og finna verður í nýjum Kia Rio. Þriggja strokka og 1,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél í 100 og 120 hestafla útgáfum, 76 og 89 hestafla 1,4 lítra dísilvélar verða líklega í boði og ef til fleiri vélarkostir. Heimildir herma að þessi jepplingur Kia verði aðeins í boði með framhjóladrifi, en bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Bíllinn verður kynntur almenningi á þessu ári og þá líklega á bílasýningunni í Frankfürt í september og á markað verður hann kominn á næsta ári.Kia Prove tilraunabíllinn. Vonandi erfir Stonic jepplingurinn eitthvað af línunum frá þessum.
Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent