Hvaða bílamerki eru mest Googluð? Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2017 13:02 Afar forvitnilegt er að rýna í þetta kort og sjá hvaða bílamerki eru vinsælust í hverju landi. Google heldur utan um margskonar áhugaverðar upplýsingar sem safnast upp er íbúar þessa heims nýta sér leitarvél þeirra. Meðal slíkra upplýsinga er greining á því af hvaða bílaframleiðanda mest er leitað af í hverju landi. Upplýsingar um það fyrir árið í fyrra hafa verið birtar af Google og er þar forvitnilegt í að rýna. Fyrir það fyrsta má eðlilegt telja að mest sé leitað að Toyota á Íslandi, en Toyota er með lang mesta markaðshlutdeild allra bíltegunda hér á landi. Það sama á reyndar einnig við í bílalandinu Bandaríkjunum, en þarlendir leita einnig mest af upplýsingum um Toyota. Það er hinsvegar Honda í Kanada, enda stendur Honda merkið þar traustum fótum. Honda er einnig á toppnum í Brasilíu, en Chevrolet í Argentínu, en Toyota í Venezuela og Bólivíu. Í Evrópu er BMW merkið greinilega mjög sterkt og efst á blaði í fjölmörgum löndum, svo sem Bretlandi, Þýskalandi, Noregi, Hollandi, Belgíu og Póllandi. Volkswagen er greinilega í öðru sæti í álfunni, en önnur merki ná vart á blað nema í einu landi fyrir sig. Toyota merkið á greinilega mest uppá pallborðið í Afríku og er á toppnum í ríflega helmingi landa álfunnar. Það má einnig segja þegar litið er á heiminn allan, þar hefur Toyota greinilega vinninginn. Þó svo að Volkswagen bílafjölskyldan sé orðin stærsti bílaframleiðandi heims þá dreifist salan og athyglin þar á bæ á svo mörg merki, svo sem Audi, Porsche, Skoda, Seat, Bugatti, Lamborghini og fleiri merki, auk Volkswagen merkisins sjálfs. Toyota hinsvegar samanstendur aðeins af Lexus, Hino vinnubílum og svo Toyota sjálfu. Athygli vekur að Hyundai er efst á blaði í Rússlandi, Indlandi, Írlandi, Austurríki og Ungverjalandi, sem og í nokkrum öðrum löndum annarra heimsálfa. Mercedes Benz er á toppnum í einum 5 Afríkulöndum, sem og í Finnlandi. Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent
Google heldur utan um margskonar áhugaverðar upplýsingar sem safnast upp er íbúar þessa heims nýta sér leitarvél þeirra. Meðal slíkra upplýsinga er greining á því af hvaða bílaframleiðanda mest er leitað af í hverju landi. Upplýsingar um það fyrir árið í fyrra hafa verið birtar af Google og er þar forvitnilegt í að rýna. Fyrir það fyrsta má eðlilegt telja að mest sé leitað að Toyota á Íslandi, en Toyota er með lang mesta markaðshlutdeild allra bíltegunda hér á landi. Það sama á reyndar einnig við í bílalandinu Bandaríkjunum, en þarlendir leita einnig mest af upplýsingum um Toyota. Það er hinsvegar Honda í Kanada, enda stendur Honda merkið þar traustum fótum. Honda er einnig á toppnum í Brasilíu, en Chevrolet í Argentínu, en Toyota í Venezuela og Bólivíu. Í Evrópu er BMW merkið greinilega mjög sterkt og efst á blaði í fjölmörgum löndum, svo sem Bretlandi, Þýskalandi, Noregi, Hollandi, Belgíu og Póllandi. Volkswagen er greinilega í öðru sæti í álfunni, en önnur merki ná vart á blað nema í einu landi fyrir sig. Toyota merkið á greinilega mest uppá pallborðið í Afríku og er á toppnum í ríflega helmingi landa álfunnar. Það má einnig segja þegar litið er á heiminn allan, þar hefur Toyota greinilega vinninginn. Þó svo að Volkswagen bílafjölskyldan sé orðin stærsti bílaframleiðandi heims þá dreifist salan og athyglin þar á bæ á svo mörg merki, svo sem Audi, Porsche, Skoda, Seat, Bugatti, Lamborghini og fleiri merki, auk Volkswagen merkisins sjálfs. Toyota hinsvegar samanstendur aðeins af Lexus, Hino vinnubílum og svo Toyota sjálfu. Athygli vekur að Hyundai er efst á blaði í Rússlandi, Indlandi, Írlandi, Austurríki og Ungverjalandi, sem og í nokkrum öðrum löndum annarra heimsálfa. Mercedes Benz er á toppnum í einum 5 Afríkulöndum, sem og í Finnlandi.
Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent