Dregið um veiðileyfi í Elliðaánum á þriðjudaginn 24. janúar Karl Lúðvíksson skrifar 20. janúar 2017 11:26 Eins og sést á myndinni er mikið sótt um leyfi í Elliðarárnar Mynd: www.svfr.is Elliðaárnar eru líklega eitthvað vinsælasta veiðisvæði landsins og þar sem árnar eru innan SVFR hafa félagar SVFR forgang í umsóknir um veiðidaga. Útdrátturinn er allataf spennandi enda margir sem nota dagana sem þeir fá í ánni til að fara með börn eða barnabörn í veiði þr sem veiðivon er að öllu jöfnu góð og mikið af laxi sem sýnir sig. Verðið á leyfunum er einnig hóflegt sem gerir ánna aftur mjög vinsæla. Í tilkynningu frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur segir:"Drátturinn fer fram á bökkum ánna í húsnæði SVFR að Rafstöðvarvegi 11 og hefst stundvíslega kl. 20:00. Áhugasömum er boðið að koma og fylgjast með en einnig verður fjallað ítarlega um útdráttinn á vef SVFR og á Facebook-síðu félagsins eftir því sem honum vindur fram.Mikill áhugi er meðal félagsmanna SVFR á að veiða í Elliðaánum enda hefur veiðin undanfarin ár verið góð. Segja má að í Elliðaánum séu félagsmenn á heimavelli enda var félagið stofnað árið 1939 utan um leigu ánna og þar hafa fjölmargir veiðimenn tekið sín fyrstu skref í laxveiðinni – lært hvernig á að kasta, lesa vatn og krækja í laxa. Barna- og unglingadagar SVFR við Elliðaárnar eru t.a.m. lykilþáttur í fræðslustarfi félagsins.Eins og við var að búast var töluverð umframeftirspurn eftir veiðileyfum í Elliðanum næsta sumar en umsóknir voru rétt um 750. Vegna þessa var brugðið á það ráð að láta tölvu sjá um útdrátt leyfa líkt og hefur gefist vel undanfarin ár. Félagsmenn SVFR sóttu í úthlutun um tiltekna viku sem þeir helst vilja veiða í og á þriðjudaginn kemur í ljós hverjir detta í lukkupottinn. Umsóknir þeirra sem ekki fá úthlutað leyfum fara í pott og verður dregið úr honum um lausa daga sem eftir standa. Fari svo að einhverir dagar gangi ekki út verða þeir boðnir til sölu í vefsölu félagsins." Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði
Elliðaárnar eru líklega eitthvað vinsælasta veiðisvæði landsins og þar sem árnar eru innan SVFR hafa félagar SVFR forgang í umsóknir um veiðidaga. Útdrátturinn er allataf spennandi enda margir sem nota dagana sem þeir fá í ánni til að fara með börn eða barnabörn í veiði þr sem veiðivon er að öllu jöfnu góð og mikið af laxi sem sýnir sig. Verðið á leyfunum er einnig hóflegt sem gerir ánna aftur mjög vinsæla. Í tilkynningu frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur segir:"Drátturinn fer fram á bökkum ánna í húsnæði SVFR að Rafstöðvarvegi 11 og hefst stundvíslega kl. 20:00. Áhugasömum er boðið að koma og fylgjast með en einnig verður fjallað ítarlega um útdráttinn á vef SVFR og á Facebook-síðu félagsins eftir því sem honum vindur fram.Mikill áhugi er meðal félagsmanna SVFR á að veiða í Elliðaánum enda hefur veiðin undanfarin ár verið góð. Segja má að í Elliðaánum séu félagsmenn á heimavelli enda var félagið stofnað árið 1939 utan um leigu ánna og þar hafa fjölmargir veiðimenn tekið sín fyrstu skref í laxveiðinni – lært hvernig á að kasta, lesa vatn og krækja í laxa. Barna- og unglingadagar SVFR við Elliðaárnar eru t.a.m. lykilþáttur í fræðslustarfi félagsins.Eins og við var að búast var töluverð umframeftirspurn eftir veiðileyfum í Elliðanum næsta sumar en umsóknir voru rétt um 750. Vegna þessa var brugðið á það ráð að láta tölvu sjá um útdrátt leyfa líkt og hefur gefist vel undanfarin ár. Félagsmenn SVFR sóttu í úthlutun um tiltekna viku sem þeir helst vilja veiða í og á þriðjudaginn kemur í ljós hverjir detta í lukkupottinn. Umsóknir þeirra sem ekki fá úthlutað leyfum fara í pott og verður dregið úr honum um lausa daga sem eftir standa. Fari svo að einhverir dagar gangi ekki út verða þeir boðnir til sölu í vefsölu félagsins."
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði