50 lið keppa um 1,4 milljónir í Overwatch Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2017 15:00 Fimmtíu lið eru skráð á Íslandsmótinu í Overwatch, en skráningu lauk núna á mánudaginn. Mótið fer fram á netinu fram að úrslitunum í Hörpu á UTmessunni. Sýningardagur er laugardaginn 4. febrúar klukkan eitt og er öllum mögulegt að fylgjast með. Óhætt er að segja að til mikils verður að vinna hjá þeim liðum sem taka þátt. Ljósleiðarinn, Tölvutek, Hringdu og Hringiðan Internetþjónusta standa saman að Íslandsmótinu í Overwatch. Heildarverðmæti verðlauna á Íslandsmótinu í Overwatch verða um 1.400.000 krónur. Landsliðið í Overwatch fær fríar Eitt gíg ljósleiðaratengingar í rúmt ár að verðmæti um 900.000 krónur (6 x tengingar til áramóta 2017/2018) og verður hægt að velja á milli 1GB nettenginga í gegnum ljósleiðara frá bæði Hringiðunni internetþjónustu og Hringdu. Þá fær landsliðið í Overwatch fær einnig 210.000 krónur í peningum og þar að auki 120.000 krónu gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti verðlauna hjá landsliðinu verða 1.230.000 krónur. Silfurliðið fær 90.000 í peningum og þar að auki 60.000 króna gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti hjá silfurliðunu er 150 þúsund krónur. Aðstandendur vonast til að sjá sem flesta á UTmessunni þegar úrslitin fara fram en einnig verður streymt beint frá viðburðinum á Twitch og á Vísi. Leikjavísir Tengdar fréttir Eitt stærsta tölvuleikjamót Íslands á UTmessunni Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. 12. janúar 2017 10:14 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Fimmtíu lið eru skráð á Íslandsmótinu í Overwatch, en skráningu lauk núna á mánudaginn. Mótið fer fram á netinu fram að úrslitunum í Hörpu á UTmessunni. Sýningardagur er laugardaginn 4. febrúar klukkan eitt og er öllum mögulegt að fylgjast með. Óhætt er að segja að til mikils verður að vinna hjá þeim liðum sem taka þátt. Ljósleiðarinn, Tölvutek, Hringdu og Hringiðan Internetþjónusta standa saman að Íslandsmótinu í Overwatch. Heildarverðmæti verðlauna á Íslandsmótinu í Overwatch verða um 1.400.000 krónur. Landsliðið í Overwatch fær fríar Eitt gíg ljósleiðaratengingar í rúmt ár að verðmæti um 900.000 krónur (6 x tengingar til áramóta 2017/2018) og verður hægt að velja á milli 1GB nettenginga í gegnum ljósleiðara frá bæði Hringiðunni internetþjónustu og Hringdu. Þá fær landsliðið í Overwatch fær einnig 210.000 krónur í peningum og þar að auki 120.000 krónu gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti verðlauna hjá landsliðinu verða 1.230.000 krónur. Silfurliðið fær 90.000 í peningum og þar að auki 60.000 króna gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti hjá silfurliðunu er 150 þúsund krónur. Aðstandendur vonast til að sjá sem flesta á UTmessunni þegar úrslitin fara fram en einnig verður streymt beint frá viðburðinum á Twitch og á Vísi.
Leikjavísir Tengdar fréttir Eitt stærsta tölvuleikjamót Íslands á UTmessunni Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. 12. janúar 2017 10:14 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Eitt stærsta tölvuleikjamót Íslands á UTmessunni Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. 12. janúar 2017 10:14