Dísilbílabann í Osló Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2017 10:38 Mengun af völdum dísilbíla í Osló mældist yfir viðmiðunarmörkum vegna staðviðris. Í síðustu viku var bannað að aka um Osló á dísilbílum frá þriðjudegi til fimmtudags. Ástæða bannsins var mikil NOx-mengun og vegna staðviðris var hún óvenju mikil. Er þetta í fyrsta skiptið sem sett hefur verið bann við akstri dísilbíla í Osló. Átti bannið við svokallað Ring 1 svæði borgarinnar. Borgaryfirvöld í Osló útskýrðu bannið með þeim hætti að íbúum borgarinnar stæði hætta af dísilsóti, þó einna helst börnum og gamalmennum, sem og þeim sem þjást af astma og öðrum öndunarfærasjúkdómum. Nokkur frávikstilfelli fylgdu þó banninu, svo með akstri neyðarbíla með dísilvélum, Plug-IN-Hybrid bílum með dísilvélum og dísilbílum í almenningsþjónustu. Samskonar bann var einnig sett á í Drammen, Sarpsborg og Fredrikstad. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Í síðustu viku var bannað að aka um Osló á dísilbílum frá þriðjudegi til fimmtudags. Ástæða bannsins var mikil NOx-mengun og vegna staðviðris var hún óvenju mikil. Er þetta í fyrsta skiptið sem sett hefur verið bann við akstri dísilbíla í Osló. Átti bannið við svokallað Ring 1 svæði borgarinnar. Borgaryfirvöld í Osló útskýrðu bannið með þeim hætti að íbúum borgarinnar stæði hætta af dísilsóti, þó einna helst börnum og gamalmennum, sem og þeim sem þjást af astma og öðrum öndunarfærasjúkdómum. Nokkur frávikstilfelli fylgdu þó banninu, svo með akstri neyðarbíla með dísilvélum, Plug-IN-Hybrid bílum með dísilvélum og dísilbílum í almenningsþjónustu. Samskonar bann var einnig sett á í Drammen, Sarpsborg og Fredrikstad.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent