Þrenna hjá Skoda Fabia Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2017 09:10 Skoda Fabia af langbaksgerð. Borgarsmábíllinn Skoda Fabia hlaut nýverið bresku Car of the Year verðlaunin sem besti smábíll ársins 2017. Það er bílatímaritið What Car? sem stendur fyrir verðlaunaveitingunni, sem teljast þau virtustu í Bretlandi. Þetta er þriðja árið í röð sem Fabia skýtur samkeppninni ref fyrir rass og er valinn besti bíllinn í flokki smábíla. Dómnefndin sagði eina af ástæðunum fyrir sigrinum vera þá að hann sé ekki aðeins lipur í borgarakstri heldur einnig þægilegri á vegum úti en margir mun stærri bílar.Mikið var lagt í nýtt útlit þriðju kynslóðar Fabia sem kom á markað árið 2014. Skilvirk hönnunin nær niður í minnstu smáatriði og kristallast í skörpum útlínum, þrívíðri lögun og samspili ljóss og skugga. Stílhreint útlitið undirstrikar áhrifin frá af tékkneskum kúbisma og kristalshönnun og árið 2015 landaði Skoda Fabia Red Dot-verðlaununum fyrir framúrskarandi vöruhönnun. Þessi eftirsóttu verðlaun eru veitt árlega af sérvalinni dómnefnd sérfræðinga í einni stærstu hönnunarkeppni heims, The Red Dot Design Award, og er enn ein fjöðurin í hatt þessa vinsæla bíls. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Borgarsmábíllinn Skoda Fabia hlaut nýverið bresku Car of the Year verðlaunin sem besti smábíll ársins 2017. Það er bílatímaritið What Car? sem stendur fyrir verðlaunaveitingunni, sem teljast þau virtustu í Bretlandi. Þetta er þriðja árið í röð sem Fabia skýtur samkeppninni ref fyrir rass og er valinn besti bíllinn í flokki smábíla. Dómnefndin sagði eina af ástæðunum fyrir sigrinum vera þá að hann sé ekki aðeins lipur í borgarakstri heldur einnig þægilegri á vegum úti en margir mun stærri bílar.Mikið var lagt í nýtt útlit þriðju kynslóðar Fabia sem kom á markað árið 2014. Skilvirk hönnunin nær niður í minnstu smáatriði og kristallast í skörpum útlínum, þrívíðri lögun og samspili ljóss og skugga. Stílhreint útlitið undirstrikar áhrifin frá af tékkneskum kúbisma og kristalshönnun og árið 2015 landaði Skoda Fabia Red Dot-verðlaununum fyrir framúrskarandi vöruhönnun. Þessi eftirsóttu verðlaun eru veitt árlega af sérvalinni dómnefnd sérfræðinga í einni stærstu hönnunarkeppni heims, The Red Dot Design Award, og er enn ein fjöðurin í hatt þessa vinsæla bíls.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent