Félagslegur réttlætisriddari Frosti Logason skrifar 26. janúar 2017 07:00 Þegar ég verð orðinn stór ætla ég að verða réttlætisriddari. Það verður gaman. Þá ætla ég að ríða fram á óupplýstan ritvöll samfélagsmiðlanna og láta ljós mitt skína við öll möguleg tilefni. Umræðan um kynbundinn launamun býður upp á fjölmörg læk-tækifæri. Ég ætla líka að vera mikið í að móðgast fyrir hönd annarra. Eins og til dæmis þegar dýraverndunarsamtök ætla að gefa fátæku fólki pelsa. Þá ætla ég að titra af reiði og uppskera mikla velþóknun fyrir. Skítt með það hvort heimilislausir vilji þiggja slíkar gjafir eða ekki. Og þó að ég hafi aldrei mætt á einn einasta leik í íslenskri kvennaknattspyrnu ætla ég að tryllast yfir því að fjölmiðlar sýni íþróttinni ekki meiri áhuga. Ekki ónýtt að geta slegið sig til riddara í augum kvenþjóðarinnar án þess að hafa minnsta áhuga á því sem konur taka sér fyrir hendur. Þegar einhver samborgari minn vogar sér svo að spyrja um kostnað ríkissjóðs vegna hælisleitanda ætla ég að stökkva fram, auglýsa hversu mikill yfirburða siðferðisviti ég er, og segja viðkomandi að éta drullu. Því mér er misboðið og þá er það ég sem ræð. Félagslegir réttlætisriddarar þurfa nefnilega ekki að gangast undir hefðbundna kurteisi í samskiptum. Sérstaklega ekki þegar rætt er við miðaldra hvíta karla. Þeir hafa fyrir löngu tapað rétti sínum til tilverunnar. Það besta við að vera félagslegur réttlætisriddari er að staðreyndir skipta ekki máli. Bara tilfinningar. Síðan er það rosalegur lúxus að þurfa aldrei að fara út úr húsi til þess að auglýsa meinta góðmennsku. Maður lætur liðið bara heyra það á Facebook.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þegar ég verð orðinn stór ætla ég að verða réttlætisriddari. Það verður gaman. Þá ætla ég að ríða fram á óupplýstan ritvöll samfélagsmiðlanna og láta ljós mitt skína við öll möguleg tilefni. Umræðan um kynbundinn launamun býður upp á fjölmörg læk-tækifæri. Ég ætla líka að vera mikið í að móðgast fyrir hönd annarra. Eins og til dæmis þegar dýraverndunarsamtök ætla að gefa fátæku fólki pelsa. Þá ætla ég að titra af reiði og uppskera mikla velþóknun fyrir. Skítt með það hvort heimilislausir vilji þiggja slíkar gjafir eða ekki. Og þó að ég hafi aldrei mætt á einn einasta leik í íslenskri kvennaknattspyrnu ætla ég að tryllast yfir því að fjölmiðlar sýni íþróttinni ekki meiri áhuga. Ekki ónýtt að geta slegið sig til riddara í augum kvenþjóðarinnar án þess að hafa minnsta áhuga á því sem konur taka sér fyrir hendur. Þegar einhver samborgari minn vogar sér svo að spyrja um kostnað ríkissjóðs vegna hælisleitanda ætla ég að stökkva fram, auglýsa hversu mikill yfirburða siðferðisviti ég er, og segja viðkomandi að éta drullu. Því mér er misboðið og þá er það ég sem ræð. Félagslegir réttlætisriddarar þurfa nefnilega ekki að gangast undir hefðbundna kurteisi í samskiptum. Sérstaklega ekki þegar rætt er við miðaldra hvíta karla. Þeir hafa fyrir löngu tapað rétti sínum til tilverunnar. Það besta við að vera félagslegur réttlætisriddari er að staðreyndir skipta ekki máli. Bara tilfinningar. Síðan er það rosalegur lúxus að þurfa aldrei að fara út úr húsi til þess að auglýsa meinta góðmennsku. Maður lætur liðið bara heyra það á Facebook.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun