Réttur á lista The Week yfir bestu glæpa- og spennuþætti ársins Anton Egilsson skrifar 26. janúar 2017 21:29 Þættirnir vekja athygli fyrir utan landsteinana. Mynd/Stöð 2 Sjónvarpsþátturinn Réttur er á lista breska blaðsins The Week yfir bestu spennu- og glæpaþætti ársins. Ásamt Rétti prýða einnig listann þáttaseríur á borð við Narcos, Making a murderer og Twin Peaks. Þættirnir sem upphaflega voru sýndir á Stöð 2 voru nýlega gerðir aðgengilegir á efnisveitu sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 í Bretlandi þar sem þeir ganga undir nafninu Case. Þá voru þeir á síðasta ári teknir til sýninga á á Netflix. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að fréttir berast af því að þættirnir njóti vinsælda utan landsteinana. Í desember á síðasta ári greindi Vísir frá því að þættirnir væru á lista yfir bestu sjónvarpsþætti ársins að mati gagnrýnda New York Times. Með aðalhlutverk í þáttunum fara meðal annars Magnús Jónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Þá er Baldvin Z leikstjóri þáttanna.Hér má sjá lista The Week í heild sinni. Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn Réttur er á lista breska blaðsins The Week yfir bestu spennu- og glæpaþætti ársins. Ásamt Rétti prýða einnig listann þáttaseríur á borð við Narcos, Making a murderer og Twin Peaks. Þættirnir sem upphaflega voru sýndir á Stöð 2 voru nýlega gerðir aðgengilegir á efnisveitu sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 í Bretlandi þar sem þeir ganga undir nafninu Case. Þá voru þeir á síðasta ári teknir til sýninga á á Netflix. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að fréttir berast af því að þættirnir njóti vinsælda utan landsteinana. Í desember á síðasta ári greindi Vísir frá því að þættirnir væru á lista yfir bestu sjónvarpsþætti ársins að mati gagnrýnda New York Times. Með aðalhlutverk í þáttunum fara meðal annars Magnús Jónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Þá er Baldvin Z leikstjóri þáttanna.Hér má sjá lista The Week í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein