Tækifæri til að bæta líf sitt Starri Freyr Jónsson skrifar 27. janúar 2017 14:00 Ég vil fá fólk til að líta inn á við og nýta meðbyrinn sem fylgir Meistaramánuði til að láta loksins vaða. Það er ótrúlegt hvað það hjálpar til þegar allir í kringum mann eru að setja sér markmið á sama tíma, segir Pálmar Ragnarsson. Vísir/Stefán Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari og fyrirlesari, leiðir Meistaramánuð Íslandsbanka í ár og er óhætt að segja að febrúarmánuður verði ansi líflegur og viðburðaríkur hjá þessum kraftmikla unga manni. Meðal verkefna Pálmars er umsjón með sjónvarpsþáttum um Meistaramánuðinn á Stöð 2, hann mun kynna átakið á ýmsum útvarpsstöðvum og í blaðaviðtölum og halda fjölda fyrirlestra. Einnig mun hann halda utan um samfélagsmiðla átaksins ásamt góðu fólki þar sem hann mun m.a. taka stutt viðtöl við ýmsa aðila sem eru að gera skemmtilega hluti á þessu tímabili. „En fyrst og fremst langar mig að hafa góð áhrif á þjóðina og hvetja landsmenn til að nýta þetta tækifæri og að setja sér markmið, hvort sem það tengist heilsu, fjölskyldu, fjármálum, áhugamálum eða öðru. Ég vil fá fólk til að líta inn á við og nýta meðbyrinn sem fylgir Meistaramánuði til að láta loksins vaða. Það er ótrúlegt hvað það hjálpar til þegar allir í kringum mann eru að setja sér markmið á sama tíma og maður sjálfur. Meistaramánuður er því frábært tækifæri fyrir fólk til að bæta líf sitt og verða besta útgáfan af sjálfu sér.“Algjört skylduáhorf Sjónvarpsþættirnir um Meistaramánuðinn verða sýndir á Stöð 2 og hófust miðvikudaginn 25. janúar. Þeir eru í opinni dagskrá og verða sýndir vikulega á miðvikudögum út febrúar auk þess sem nálgast má þá hér á Vísi. Pálmar segir þættina vera stutta, létta og skemmtilega en þar munu áhorfendur m.a. kynnast hugmyndinni á bak við átakið og fólkinu sem tekur þátt. „Við hittum ýmsa sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum sem gefa okkur góð ráð varðandi markmiðasetningu í hinu daglega lífi. Einnig verður fjallað um hvernig markmiðasetning getur hjálpað fólki til að breyta lífi sínu, hvernig það að vera umhverfis jákvætt fólk getur hjálpað manni við að ná markmiðum og af hverju við Íslendingar eigum til að fresta hlutunum.“ Auk þess verður farið yfir það hvernig hægt er að setja sér markmið varðandi endurvinnslu á plasti, farið yfir skynsamleg markmið í fjármálum og kynnt hvernig best er að nota snjallsímann við ýmis verkefni svo nokkur dæmi séu nefnd. „Ég mæli sterklega með þáttunum fyrir alla þá sem langar að taka þátt í Meistaramánuðinum og eins alla sem langar einfaldlega að sjá þætti sem eru fræðandi og skemmtilegir á sama tíma. Mörg skilaboð frá sérfræðingunum í þáttunum eru það góð að þættirnir ættu að vera skylduáhorf fyrir Íslendinga.“Fjölbreyttur bakgrunnur Pálmar er ekki með öllu ókunnugur slíkum verkefnum. Hann hefur m.a. þjálfað börn og unglinga í körfubolta í tólf ár, haldið fyrirlestra um aðferðir sínar í samskiptum við börn og unglinga í þjálfun og verið áberandi í átaki ÍSÍ og UMFÍ sem nefnist „Sýnum karakter“. Samhliða þessu öllu kláraði hann BS-nám í sálfræði við Háskóla Íslands og er nú að skrifa lokaritgerð í meistaranámi sínu í viðskiptafræði við sama skóla. „Ég held að ástæðan fyrir því að ég var fenginn í þetta skemmtilega verkefni hafi einmitt verið fjölbreyttur bakgrunnur minn. Sjálfur hef ég brennandi áhuga á því að hvetja fólk áfram og finnst því Meistaramánuður og allt sem honum fylgir vera æðisleg hugmynd. Í starfi mínu sem körfuboltaþjálfari hef ég alltaf lagt mikla áherslu á það að koma góðum boðskap til skila til iðkenda minna. Ég tala reglulega um hollt mataræði, hvernig taka eigi á stríðni og einelti, vinskap, jákvæðni, jafnrétti í íþróttum og svo framvegis.“Vinsælt myndband Í framhaldinu var honum boðið að halda fyrirlestra um aðferðir sínar í samskiptum við börn og unglinga í þjálfun. Fyrirlestrana hefur hann m.a. haldið fyrir mörg stærstu íþróttasambönd landsins en einnig fyrir ýmis íþróttafélög og þjálfara Dale Carnegie. „Í kjölfarið var mér boðið að taka þátt í verkefni ÍSÍ og UMFÍ sem nefnist „Sýnum karakter“ þar sem áherslan er lögð á að þjálfa andlega þáttinn í íþróttum. Bráðlega fara í loftið auglýsingar úr þeirri herferð þar sem við Íris Mist Magnúsdóttir, Evrópumeistari í fimleikum, komum góðum skilaboðum áleiðis til ungs íþróttafólks og þjálfara.“ Nýlega gerði Pálmar myndband á körfuboltaæfingu þar sem hann tók viðtöl við ungu strákana sína og spurði þá af hverju stelpur væru svona góðar í íþróttum. Myndbandið, sem heitir Skjóttu eins og stelpa, sló í gegn og fékk m.a. um 120.000 áhorf á Facebook. „Ætli það hafi ekki verið lokahnykkurinn í því ferli að Meistaramánaðarstrákarnir Þorsteinn, Magnús og Jökull og Íslandsbanki hafi viljað fá mig í þetta verkefni.“Raunhæf markmiðAðspurður hvað skipti mestu máli þegar kemur að markmiðasetningu segir Pálmar öllu máli skipta að fólk velji sér markmið við hæfi. „Ekki horfa á fólkið í kringum ykkur og markmiðin sem það setur sér, heldur veljið markmið sem ykkur sjálf langar að takast á við.“ Um leið mega þau ekki vera of flókin eða það erfið að engin leið sé að ná þeim. „Best er að setja sér raunhæf markmið og ætla sér ekki að taka of stór skref í einu. Sama með fjölda markmiða, það getur verið gott að einbeita sér vel að einu eða tveimur markmiðum í einu í stað þess að setja sér of mörg markmið. Sjálfum finnst mér gott að segja fólkinu í kringum mig frá markmiðum mínum því það setur aukna pressu á mig. En sum markmið getur verið gott að eiga bara fyrir sjálfan sig.“ Einnig mælir hann sterklega með mælanlegum markmiðum. „Ef taka á t.d. svefninn í gegn er skýrara að setja sér markmiðið: „Ég ætla að leggjast upp í rúm fyrir kl. 23 á kvöldin“ í stað þess að segja: „Ég ætla að fara fyrr að sofa“ sem er óljóst og illmælanlegt.“Maður hefur heyrt magnaðar sögur um fólk sem hefur hætt að reykja, hefur sigrast á offitu, endurnýjað kynni við gamla vini og svo margt fleira, allt í Meistaramánuði, segir Pálmar.Vísir/StefánEkki gefast uppEitt mikilvægasta ráðið sem hann gefur er þó að gefast ekki upp þótt tekin séu eitt og eitt hliðarskref í átt að markmiðunum. „Það er mjög mannlegt að fara einhvern tímann út af brautinni. Ef það gerist er mikilvægt að dæma sig ekki of hart og kasta öllu frá sér, heldur koma sér aftur á beinu brautina og halda áfram þrátt fyrir hliðarskrefið.“ Það hjálpar líka mikið til að að vera í kringum hvetjandi fólk, annaðhvort þá sem setja sér svipuð markmið eða bara önnur markmið. „Þess vegna hvet ég alla til að nýta tækifærið og taka þátt í Meistaramánuði því þannig eruð þið ekki bara að gera gott fyrir ykkur sjálf heldur líka fólkið í kringum ykkur.“ Hann segist hlakka til að sjá hvort einhverjir ætli að halda áfram með markmið sín að Meistaramánuði loknum og jafnvel að gera þau að lífsstíl. „Maður hefur heyrt magnaðar sögur um fólk sem hefur hætt að reykja, hefur sigrast á offitu, endurnýjað kynni við gamla vini og svo margt fleira, allt í Meistaramánuði. Þetta er einmitt það sem heillar mig svo við að fá að taka þátt í þessu. Ég hvet því alla til þess að taka þátt og ef þið lumið á einhverjum skemmtilegum sögum tengdum mánuðinum má endilega deila þeim á samfélagsmiðlunum undir kassamerkinu #meistaram. Það gerir þetta skemmtilegra bæði fyrir ykkur sjálf og fólkið í kringum ykkur.“Einföld skráningEinfaldasta leiðin til að taka þátt í Meistaramánuði Íslandsbanka er að skrá sig á meistaramanudur.is. „Þar birtist sjálfkrafa dagatal þar sem hægt er að skrá niður markmið sín. Dagatalið má svo prenta út og hengja upp á vegg. Það má einnig nálgast í útibúum Íslandsbanka og fylgir með sérblaði Meistaramánaðar í dag. Svo er að líka við Facebook-síðu Meistaramánaðar til að fá áminningar og hvatningu. Ég hvet því flesta til að taka þátt í þessu stórskemmtilega átaki og breyta lífi sínu til betri vegar með einhverjum hætti.“ Meistaramánuður Tengdar fréttir Meistaramánuður rímar vel við hugmyndir Íslandsbanka Meistaramánuður Íslandsbanka fer fram í febrúar. Þar skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér margvísleg markmið. Átakið á sér langa sögu en þetta er í fyrsta sinn sem Íslandsbanki kemur að því. 26. janúar 2017 17:30 Ástin blómstraði í kjölfar Meistaramánaðar Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir og eiginmaður hennar, Magnús Berg Magnússon, hafa yfirleitt tekið þátt í Meistaramánuði. Þau setja sér alltaf sameiginleg markmið auk þess að vera með sín eigin markmið. Ástarsaga þeirra hjóna hófst í tengslum við Meistaramánuð. 25. janúar 2017 16:00 Hrist upp í rútínunni Jón Benediktsson er vanur því að taka þátt í Meistaramánuði. Að þessu sinni verður markmiðið að ganga á eitt fjall í hverri viku í mánuðinum. 26. janúar 2017 11:30 Meistaramánuðurinn framundan: Svona áttar þú þig á því hverju þú vilt breyta í lífinu Pálmar Ragnarsson verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. 23. janúar 2017 16:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari og fyrirlesari, leiðir Meistaramánuð Íslandsbanka í ár og er óhætt að segja að febrúarmánuður verði ansi líflegur og viðburðaríkur hjá þessum kraftmikla unga manni. Meðal verkefna Pálmars er umsjón með sjónvarpsþáttum um Meistaramánuðinn á Stöð 2, hann mun kynna átakið á ýmsum útvarpsstöðvum og í blaðaviðtölum og halda fjölda fyrirlestra. Einnig mun hann halda utan um samfélagsmiðla átaksins ásamt góðu fólki þar sem hann mun m.a. taka stutt viðtöl við ýmsa aðila sem eru að gera skemmtilega hluti á þessu tímabili. „En fyrst og fremst langar mig að hafa góð áhrif á þjóðina og hvetja landsmenn til að nýta þetta tækifæri og að setja sér markmið, hvort sem það tengist heilsu, fjölskyldu, fjármálum, áhugamálum eða öðru. Ég vil fá fólk til að líta inn á við og nýta meðbyrinn sem fylgir Meistaramánuði til að láta loksins vaða. Það er ótrúlegt hvað það hjálpar til þegar allir í kringum mann eru að setja sér markmið á sama tíma og maður sjálfur. Meistaramánuður er því frábært tækifæri fyrir fólk til að bæta líf sitt og verða besta útgáfan af sjálfu sér.“Algjört skylduáhorf Sjónvarpsþættirnir um Meistaramánuðinn verða sýndir á Stöð 2 og hófust miðvikudaginn 25. janúar. Þeir eru í opinni dagskrá og verða sýndir vikulega á miðvikudögum út febrúar auk þess sem nálgast má þá hér á Vísi. Pálmar segir þættina vera stutta, létta og skemmtilega en þar munu áhorfendur m.a. kynnast hugmyndinni á bak við átakið og fólkinu sem tekur þátt. „Við hittum ýmsa sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum sem gefa okkur góð ráð varðandi markmiðasetningu í hinu daglega lífi. Einnig verður fjallað um hvernig markmiðasetning getur hjálpað fólki til að breyta lífi sínu, hvernig það að vera umhverfis jákvætt fólk getur hjálpað manni við að ná markmiðum og af hverju við Íslendingar eigum til að fresta hlutunum.“ Auk þess verður farið yfir það hvernig hægt er að setja sér markmið varðandi endurvinnslu á plasti, farið yfir skynsamleg markmið í fjármálum og kynnt hvernig best er að nota snjallsímann við ýmis verkefni svo nokkur dæmi séu nefnd. „Ég mæli sterklega með þáttunum fyrir alla þá sem langar að taka þátt í Meistaramánuðinum og eins alla sem langar einfaldlega að sjá þætti sem eru fræðandi og skemmtilegir á sama tíma. Mörg skilaboð frá sérfræðingunum í þáttunum eru það góð að þættirnir ættu að vera skylduáhorf fyrir Íslendinga.“Fjölbreyttur bakgrunnur Pálmar er ekki með öllu ókunnugur slíkum verkefnum. Hann hefur m.a. þjálfað börn og unglinga í körfubolta í tólf ár, haldið fyrirlestra um aðferðir sínar í samskiptum við börn og unglinga í þjálfun og verið áberandi í átaki ÍSÍ og UMFÍ sem nefnist „Sýnum karakter“. Samhliða þessu öllu kláraði hann BS-nám í sálfræði við Háskóla Íslands og er nú að skrifa lokaritgerð í meistaranámi sínu í viðskiptafræði við sama skóla. „Ég held að ástæðan fyrir því að ég var fenginn í þetta skemmtilega verkefni hafi einmitt verið fjölbreyttur bakgrunnur minn. Sjálfur hef ég brennandi áhuga á því að hvetja fólk áfram og finnst því Meistaramánuður og allt sem honum fylgir vera æðisleg hugmynd. Í starfi mínu sem körfuboltaþjálfari hef ég alltaf lagt mikla áherslu á það að koma góðum boðskap til skila til iðkenda minna. Ég tala reglulega um hollt mataræði, hvernig taka eigi á stríðni og einelti, vinskap, jákvæðni, jafnrétti í íþróttum og svo framvegis.“Vinsælt myndband Í framhaldinu var honum boðið að halda fyrirlestra um aðferðir sínar í samskiptum við börn og unglinga í þjálfun. Fyrirlestrana hefur hann m.a. haldið fyrir mörg stærstu íþróttasambönd landsins en einnig fyrir ýmis íþróttafélög og þjálfara Dale Carnegie. „Í kjölfarið var mér boðið að taka þátt í verkefni ÍSÍ og UMFÍ sem nefnist „Sýnum karakter“ þar sem áherslan er lögð á að þjálfa andlega þáttinn í íþróttum. Bráðlega fara í loftið auglýsingar úr þeirri herferð þar sem við Íris Mist Magnúsdóttir, Evrópumeistari í fimleikum, komum góðum skilaboðum áleiðis til ungs íþróttafólks og þjálfara.“ Nýlega gerði Pálmar myndband á körfuboltaæfingu þar sem hann tók viðtöl við ungu strákana sína og spurði þá af hverju stelpur væru svona góðar í íþróttum. Myndbandið, sem heitir Skjóttu eins og stelpa, sló í gegn og fékk m.a. um 120.000 áhorf á Facebook. „Ætli það hafi ekki verið lokahnykkurinn í því ferli að Meistaramánaðarstrákarnir Þorsteinn, Magnús og Jökull og Íslandsbanki hafi viljað fá mig í þetta verkefni.“Raunhæf markmiðAðspurður hvað skipti mestu máli þegar kemur að markmiðasetningu segir Pálmar öllu máli skipta að fólk velji sér markmið við hæfi. „Ekki horfa á fólkið í kringum ykkur og markmiðin sem það setur sér, heldur veljið markmið sem ykkur sjálf langar að takast á við.“ Um leið mega þau ekki vera of flókin eða það erfið að engin leið sé að ná þeim. „Best er að setja sér raunhæf markmið og ætla sér ekki að taka of stór skref í einu. Sama með fjölda markmiða, það getur verið gott að einbeita sér vel að einu eða tveimur markmiðum í einu í stað þess að setja sér of mörg markmið. Sjálfum finnst mér gott að segja fólkinu í kringum mig frá markmiðum mínum því það setur aukna pressu á mig. En sum markmið getur verið gott að eiga bara fyrir sjálfan sig.“ Einnig mælir hann sterklega með mælanlegum markmiðum. „Ef taka á t.d. svefninn í gegn er skýrara að setja sér markmiðið: „Ég ætla að leggjast upp í rúm fyrir kl. 23 á kvöldin“ í stað þess að segja: „Ég ætla að fara fyrr að sofa“ sem er óljóst og illmælanlegt.“Maður hefur heyrt magnaðar sögur um fólk sem hefur hætt að reykja, hefur sigrast á offitu, endurnýjað kynni við gamla vini og svo margt fleira, allt í Meistaramánuði, segir Pálmar.Vísir/StefánEkki gefast uppEitt mikilvægasta ráðið sem hann gefur er þó að gefast ekki upp þótt tekin séu eitt og eitt hliðarskref í átt að markmiðunum. „Það er mjög mannlegt að fara einhvern tímann út af brautinni. Ef það gerist er mikilvægt að dæma sig ekki of hart og kasta öllu frá sér, heldur koma sér aftur á beinu brautina og halda áfram þrátt fyrir hliðarskrefið.“ Það hjálpar líka mikið til að að vera í kringum hvetjandi fólk, annaðhvort þá sem setja sér svipuð markmið eða bara önnur markmið. „Þess vegna hvet ég alla til að nýta tækifærið og taka þátt í Meistaramánuði því þannig eruð þið ekki bara að gera gott fyrir ykkur sjálf heldur líka fólkið í kringum ykkur.“ Hann segist hlakka til að sjá hvort einhverjir ætli að halda áfram með markmið sín að Meistaramánuði loknum og jafnvel að gera þau að lífsstíl. „Maður hefur heyrt magnaðar sögur um fólk sem hefur hætt að reykja, hefur sigrast á offitu, endurnýjað kynni við gamla vini og svo margt fleira, allt í Meistaramánuði. Þetta er einmitt það sem heillar mig svo við að fá að taka þátt í þessu. Ég hvet því alla til þess að taka þátt og ef þið lumið á einhverjum skemmtilegum sögum tengdum mánuðinum má endilega deila þeim á samfélagsmiðlunum undir kassamerkinu #meistaram. Það gerir þetta skemmtilegra bæði fyrir ykkur sjálf og fólkið í kringum ykkur.“Einföld skráningEinfaldasta leiðin til að taka þátt í Meistaramánuði Íslandsbanka er að skrá sig á meistaramanudur.is. „Þar birtist sjálfkrafa dagatal þar sem hægt er að skrá niður markmið sín. Dagatalið má svo prenta út og hengja upp á vegg. Það má einnig nálgast í útibúum Íslandsbanka og fylgir með sérblaði Meistaramánaðar í dag. Svo er að líka við Facebook-síðu Meistaramánaðar til að fá áminningar og hvatningu. Ég hvet því flesta til að taka þátt í þessu stórskemmtilega átaki og breyta lífi sínu til betri vegar með einhverjum hætti.“
Meistaramánuður Tengdar fréttir Meistaramánuður rímar vel við hugmyndir Íslandsbanka Meistaramánuður Íslandsbanka fer fram í febrúar. Þar skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér margvísleg markmið. Átakið á sér langa sögu en þetta er í fyrsta sinn sem Íslandsbanki kemur að því. 26. janúar 2017 17:30 Ástin blómstraði í kjölfar Meistaramánaðar Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir og eiginmaður hennar, Magnús Berg Magnússon, hafa yfirleitt tekið þátt í Meistaramánuði. Þau setja sér alltaf sameiginleg markmið auk þess að vera með sín eigin markmið. Ástarsaga þeirra hjóna hófst í tengslum við Meistaramánuð. 25. janúar 2017 16:00 Hrist upp í rútínunni Jón Benediktsson er vanur því að taka þátt í Meistaramánuði. Að þessu sinni verður markmiðið að ganga á eitt fjall í hverri viku í mánuðinum. 26. janúar 2017 11:30 Meistaramánuðurinn framundan: Svona áttar þú þig á því hverju þú vilt breyta í lífinu Pálmar Ragnarsson verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. 23. janúar 2017 16:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Meistaramánuður rímar vel við hugmyndir Íslandsbanka Meistaramánuður Íslandsbanka fer fram í febrúar. Þar skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér margvísleg markmið. Átakið á sér langa sögu en þetta er í fyrsta sinn sem Íslandsbanki kemur að því. 26. janúar 2017 17:30
Ástin blómstraði í kjölfar Meistaramánaðar Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir og eiginmaður hennar, Magnús Berg Magnússon, hafa yfirleitt tekið þátt í Meistaramánuði. Þau setja sér alltaf sameiginleg markmið auk þess að vera með sín eigin markmið. Ástarsaga þeirra hjóna hófst í tengslum við Meistaramánuð. 25. janúar 2017 16:00
Hrist upp í rútínunni Jón Benediktsson er vanur því að taka þátt í Meistaramánuði. Að þessu sinni verður markmiðið að ganga á eitt fjall í hverri viku í mánuðinum. 26. janúar 2017 11:30
Meistaramánuðurinn framundan: Svona áttar þú þig á því hverju þú vilt breyta í lífinu Pálmar Ragnarsson verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. 23. janúar 2017 16:00